Um vidaXL

       

 

vidaXL er alþjóðleg netheildverslun með höfuðstöðvar í Venlo, Hollandi. Við bjóðum upp á vöruúrval sem kemur skemmtilega á óvart – ótalmarga vöruflokka eins og heimili & garð, húsgögn, íþróttavörur og margt fleira.

 

       

 

Sagan okkar

Tveir ungir frumkvöðlar byrjuðu árið 2006 að selja lítið vöruúrval á netinu á ólíkum stöðum. Þetta reyndist skila góðum árangri. Á þessu mikla gróðatímabili byrjuðum við einnig með okkar eigið merki og byrjuðum að framleiða eigin vörur merktar vidaXL. Vörumagnið stækkaði mjög og næsta rökrétta skref var að fara að selja í fleiri löndum í eigin vefverslunum. Árangur okkar felst í vöruupprunanum og að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði. Við erum alltaf að leita eftir leiðum til að draga úr kostnaði án þess að fórna gæðum og sjálfbærni.

 

Atvinnurekstur okkar

Við gerum markaðsrannsóknir og skoðum hvaða vörur eru vinsælar. Þegar það er ákvarðað semjum við við framleiðsluverksmiðjur og kaupum vörurnar í stórsölu – beint frá framleiðanda. Þess vegna getum við haft áhrif á vöruumbúðir, sem gerir okkur kleift að hagræða öllu ferlinu – og þetta þýðir að í lokin greiðir þú, viðskiptavinurinn, mjög sanngjarnt verð fyrir vörurnar okkar.

Við erum einnig með eigin verksmiðju þar sem við framleiðum nokkrar tegundir spónaplötuhúsgagna. Við höfum enn meira að segja um framleiðslu þessara húsgagna, sem gerir verðið sem þú sem viðskiptavinur greiðir, mjög hagstætt.

 

dropshippingxl intro blog
dropshippingxl intro blog

 

Markmið okkar

Viðskiptavinir eru með æ betra verðskyn og vidaXL auðveldar þessa þróun með því að bjóða upp á vörur fyrir heimilið og garðinn á samkeppnishæfum verðum. Við stefnum að því að gera allar þessar vörur aðgengilegar sem flestum viðskiptavinum.

 

Viðskiptavinir okkar

Við seljum vörurnar okkar til viðskiptavina í 29 Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Ástralíu og við erum alltaf að leggja okkur fram um að stækka við okkur og ná til enn fleiri viðskipavina. Við bjóðum líka upp á þjónustu við viðskiptavini á móðurmáli allra landa sem við seljum til.

 

Loforðið okkar

Sem viðskiptavinur vidaXL geturðu treyst á eftirfarandi loforð:
  

       

Gott verð

Okkur mislíkar fátt eins og að eyða of miklum pening og við erum viss um að við séum ekki þau einu. Með því að hafa algjöra stjórn á uppruna og framleiðslu getum við alltaf boðið vörurnar okkar á góðu verði.

 

       

 

       

Góð þjónusta

Viðskiptavinaþjónusta okkar er framúrskarandi. Ef þú ert með einhverjar spurningar um vöru, sendingu eða greiðslu eru þjónustuaðilar okkar alltaf til þjónustu reiðubúnir á þínu móðurmáli. Sending og skil eru alltaf ókeypis. Að sjálfsögðu lofum við því að ef eitthvað fer úrskeðis (þar sem við erum jú mennsk) að leysa vandamálið þannig þú verðir ánægð(ur).

 

       

 

       

Góðar tilfinningar

Það að versla hjá vidaXL á að láta þér líða vel og við lofum því að það að versla á netverslunum okkar mun alltaf veita þér ánægjuna sem fylgir því að finna góðan díl.

 

       

 

 

Horfðu á bíómyndina okkar hér:

vidaXL EHF
Viðskiptaráðsnúmer: 4305210390