5 störf á netinu sem skapa smá aukatekjur

dropshippingxl intro blog

Ferðaunnendur eru alltaf í leit að störfum sem gera þeim kleift að ferðast frjálst um hnöttinn. Þökk sé netinu er töluvert af möguleikum á að þéna smá aukapening heiman frá. Ef þú ert að leita að störfum að sem er hægt að sinna að heiman erum við með nokkrar hugmyndir.

Hvernig er best að velja störf á netinu að heiman?

Ef þú ert að taka að þér aukavinnu skaltu vera viss um að velja eitthvað skemmtilegt. Best greiddu störfin krefjast kunnáttu og reynslu. Best er að þróa hæfileika sína til að fá sem flest tilboð. Fyrir utan það að velja aukavinnu þarftu að ákveða hversu miklum tíma þú getur eitt á hverjum degi. Sum störf eru tímafrekari en önnur, á meðan önnur krefjast aðeins nokkurra klukkustunda.

5 helstu aukastörfin að heiman

1. Dropshipping

Dropshipping er einfaldasta en samt útsjónarsamasta leiðin til að þéna pening á netinu. Það eina sem þú þarft er netverslun og smá markaðshæfni til að koma starfseminni á fót. Dropshipping-veitendur sjá gjarnan um flutning, skil og endurgreiðslur. Jafnvel þótt um lágmarksfjárfestingu sé að ræða getur þessi hliðarstarfsemi verið mjög arðsöm. Veldu sylluna vandlega og nýttu forrit eins og Instagram og Facebook til að auglýsa vörurnar. Innan nokkurra mánaða geturðu byrjað að þéna þúsundir dollara.

2. Búðu til YouTube kennslumyndbönd

Samhliða því að verða vinsælir um allan heim græða YouTuberar helling á námskeiðum, skemmtilegum myndböndum og fréttaefni. Til að hafa tekjur af YouTube myndböndunum þarftu að fá 4.000 klst. áhorf á 12 mánuðum. Þar að auki þarftu að vera með 1.000 áskrifendur. Láttu efnið þitt bera af til að fá sem mest úr þessari starfsemi.

3. Sjálfstæð, skapandi starfsemi

Í aðdraganda niðursveiflu grípa mörg fyrirtæki til útvistunar á störfum. Ef þú vilt byrja sem sjálfstætt starfandi aðili er þetta rétti tíminn. Skapandi störf eins og ljósmyndavinnsla, grafísk hönnun, vefhönnun og þróun og markaðssetning á samfélagsmiðlum eru meðal þeirra gigga sem laða að sér sem flest störf. Vefsíður fyrir sjálfstætt starfandi fólk eins og Upwork, Fiver, Freelancer og Guru koma hundruðum starfa á framfæri á hverjum degi. Sýndu staðfestu í vinnubrögðum og sýndu viðskiptavinum kurteisi til að fá góð ummæli.

4. Kennsla á netinu

COVID-19 hefur sett hömlur á menntun um allan heim. Til að halda kennslunni gangandi grípa lönd til þess að færa hana á netið. Þess vegna er mikil eftirspurn eftir kennurum á netinu um allan heim. Fyrirtæki eins og Cambly, Palfish og QKids borga dágóða summu fyrir að kenna krökkum á netinu. Greiðslufyrirkomulagið er mismunandi eftir námskeiðum, til dæmis gefa stærðfræðikennsla og raunvísindi meira í aðra hönd. Þú getur verið hluti af alþjóðlegu kennsluteyminu með einungis BS gráðu, nettengingu og fartölvu.

5. Vertu aðstoðarmaður á netinu

Ekkert mál þótt þú hafir enga skapandi hæfileika, þú getur samt sótt um störf aðstoðarmanns á netinu. Viðskiptavinir eru tilbúnir að greiða á tímann fyrir þjónustu þína. Verkefnin eru aðallega byrjendastörf, til dæmis færslubirtingar á samfélagsmiðlum, umsjón með tímaáætlunum, útfylling eyðublaða og skráning á gögnum. Enn og aftur finnurðu svona starf á "freelancing"-síðum eins og Upwork og Freelancer. En starfinu er vel sinnt getur þetta verið farsælt gigg heiman frá.

Þessar aukastörf geta verið regluleg tekjulind. Þar að auki ertu hvergi bundin(n) niður fyrir lífstíð. Þú getur ferðast um heiminn en samt séð um þessi gigg að heiman.

dropshippingxl intro blog