10 leiðir til að kjörsníða dropshipping markaðssetninguna fyrir jólin

dropshippingxl intro blog

Jólainnkaupin bjóða upp á gríðarlegan gróða yfir hátíðarnar. Kjörsníddu dropship vefsíðuna þína og markaðssetninguna til að sérsníða upplifun viðskiptavinanna á þessum tíma árs.

Eftirfarandi eru 10 leiðir til að bæta markaðssetningu dropship síðunnar þinnar á jólunum:

1. Gjafabæklingar

2. Kynningarherferðir

3. Útlit heimasíðunnar

4. Tímasetning

5. Hlutir í skóinn við lok pöntunarferlis

6. Gjafakort

7. Jólaauglýsingar

8. Herferð með tölvupósti

9. Undirbúðu vefsíðuna þína fyrir mikla umferð

10. Undirbúðu þjónustuverið þitt

Salan ætti að ná næstu hæðum með þessum ábendingum.

1. Gjafabæklingar

Gjafabæklingar veita ekki bara netviðskiptavinum þínum innblástur með gjafahugmyndum heldur hvetja þeir einnig viðskiptavinina til að versla í versluninni þinni.

Hvað er gjafabæklingur?

Gjafabæklingur er samansafn gjafahugmynda sem byggist á því hvers konar manneskja á að fá gjöfina. Eftirfarandi gjafabæklingar eru m.a. algengir:

  • Gjafir handa henni
  • Gjafir handa honum
  • Gjafir fyrir ömmur og afa
  • Gjafir fyrir nýja foreldra
  • Gjafir fyrir lítil kríli
  • Gjafir fyrir tækniunnendur
  • Gjafir fyrir líkamsræktarfólk
  • Gjafir fyrir gæludýraeigendur
  • Þetta eru frábærar aðferðir til að rétta gestum á vefsíðunni þinni hjálparhönd. Jólin geta þrátt fyrir allt verið streituvaldur fyrir þá sem þurfa að kaupa gjafir fyrir marga. Fólk á oft erfitt með að fá hugmyndir og kann því að meta hversu auðvelt er að skoða vörur í gjafabæklingi.

    Ábendingar fyrir gjafabæklinga:

  • Notaðu hágæðamyndir af vörunum þínum
  • Vertu aðeins með hluti sem henta í gjafatilgangi
  • Hafðu útlitið hátíðlegt
  • 2. Kynningarherferðir

    Hver elskar ekki kostakaup? Samkvæmt "Christmas Spend Trends 2022" hjá eBay ads í Bretlandi svöruðu 60% af 2.010 breskum svarendum að þeir ætli að forgangsraða góðum dílum við jólagjafainnkaupin í ár.

    Deloitte í Bandaríkjunum spáir því sömuleiðis að bandarískir kaupendur muni minnka jólainnkaupin í ár sökum verðbólgunnar á árinu 2022. Endurskoðunarfyrirtæki áætla að smásala muni aðeins aukast um 4-6% miðað við síðasta ár.

    Hvað þýðir þetta?

    Þetta þýðir að neytendur halda fastar í budduna og að kynningarherferðir í aðdraganda jóla séu ein leið til að auka sölu. Íhugaðu að bjóða upp á sértilboð sem opin eru í takmarkaðan tíma og sem hvetja kaupendur til að næla sér í tilboðið á meðan þeir geta.

    3. Árstíðabundin vefsíðugerð

    Hátíðlegt útlit á vefsíðunni þinni sendir kaupendum þau skilaboð að þeir séu á réttum stað fyrir jólin. Mundu að dropship vefsíðan þín ætti að gefa netviðskiptavinum þínum frábæra upplifun og gera þá spennta fyrir því að skoða vörur yfir hátíðirnar.

    Ábendingar fyrir hátíðlegt útlit:

  • Notaðu jólaliti eins og furugrænan, berjarauðan, snjóhvítan, silfraðan og gylltan
  • Gefðu lógóinu þínu jólablæ með því að bæta við jólasveinahúfu eða snjókornum
  • Búðu til jólalendingarsíður sem leiða viðskiptavini á slóðir hátíðargjafa eða kynningarherferða
  • Bættu jóladagatali við vefsíðuna þína sem hvatningu
  • Láttu viðskiptavinum þínum líða vel með því að vera með jólakveðju á heimasíðunni þinni
  • Skreyttu vefsíðuna þína með árstíðabundnum borðum
  • Birtu jólaefni á bloggsíðunni þinni
  • 4. Tímasetning

    Þumalputtareglan er að þú getur byrjað eftir hrekkjavökuna. Um leið og fyrsti nóvember rennur í hlað þá byrjar verslunarfólk yfirleitt að setja upp jólaskreytingar og markaðssetningu miðaða að jólunum. Samkvæmt eBay Ads í Bretlandi sagðist um þriðjungur (32%) Breta ætla að hefja jólainnkaupin fyrr í ár. Tæplega 30% sögðust vilja byrja í lok ágúst.

    Jafnframt kom fram í ástralskri könnun CouriersPlease (2022) á 1.007 svarendum að 32% sögðust ætla að klára jólainnkaupin í október, 66% ætluðu að vera búin í nóvember og aðeins 6% ætluðu að geyma öll innkaupin fyrir desember.

    Í Bandaríkjunum birti Walmart „Topp 2022 leikfangalista“ á síðasta degi ágústmánaðar í ár þar sem þeir gerðu ráð fyrir því að kaupendur myndu versla fyrr en venjulega. Þar sem verðbólgan er að valda neytendum áhyggjum þá spá sérfræðingar því að margir muni bíða eftir Black Friday og Cyber Monday útsölunum.

    Hvenær á semsagt að byrja að auglýsa fyrir jólin?

    Ef þú hefur ekki byrjað að auglýsa nú þegar þá er tíminn núna. Kaupendur vilja helst sjá jólanetkynningarherferðir í byrjun september, samhliða herferðum fyrir byrjun skólaársins. Um leið og hrekkjavakan er búin þá ætti hin stóra kynningarherferð fyrir jólainnkaupin að vera tilbúin.

    5. Hlutir í skóinn

    Frábært er að hvetja kaupendur til að bæta aukahlutum við körfuna þegar þeir nálgast greiðslusíðu. Stingdu upp á minni vörum sem viðbót við kaupin. Þetta er markaðssetningartækni sem kallast „fylgisala“.

    Ef viðskiptavinur setur t.d. reiðhjól í körfuna sína og fer svo á síðuna til að ljúka pöntun þá geturðu lagt til að kaupandinn versli einnig hjálm eða annan aukabúnað fyrir hjólið.

    Tegundir fylgisölu:

  • Aukahlutir, eins og t.d. leðurbelti sem passar við flottan bleiserjakka
  • Tengdar vörur, eins og t.d. svipaðar tegundir af viðarleikföngum
  • Búnt, eins og t.d. nokkrir hlutir sem fara saman á afslætti
  • Áður skoðaðar vörur
  • Hvernig auglýsirðu hluti í skóinn? Þetta gætu verið hlutir sem kosta minna en 15 evrur og sem viðskiptavinir geta notað sem aukagjafir fyrir vini og vandamenn. Með því að bæta aukahlutum við greiðslusíðuna (sem kúnninn getur íhugað að bæta við körfuna) geturðu aukið andvirði körfunnar og fengið meiri tekjur á hvern viðskiptavin.

    6. Gjafakort

    Allar vefsíður ættu að bjóða upp á gjafakort. Þau eru auðveld í kaupum fyrir netkaupendur og flestir búast í rauninni við því að hægt sé að kaupa gjafakort í verslunum.

    Samkvæmt könnun hjá Retail Gift Card Association í desember 2021 sögðust 44% Bandaríkjamanna kaupa gjafakort ef þeir þurftu á gjöf að halda á síðustu stundu. Þrír fjórðu svarenda sögðust gefa að minnsta kosti einni manneskju gjafakort í jólagjöf.

    Það sem meira er, flestir sem leysa út gjafakort eyða meira en andvirði gjafakortsins. Rannsókn frá First Data áætlaði að af hverjum 1.000 neytendum í Bretlandi hafi 74% eytt 41 sterlingspundum meira en andvirði gjafakortsins.

    7. Jólaauglýsingar

    Ýttu undir sölu með jólaauglýsingaherferð með hátíðlegu myndefni og efni. Kaupendur búast við árstíðabundnum auglýsingum frá fyrirtækjum sem heilla þá með eftirtektarverðu myndefni, kynningum og djörfum textum.

    Ábendingar fyrir jólaauglýsingar:

  • Útbúðu pop-up auglýsingar á síðunni með afslætti
  • Fáðu sem mest úr auglýsingaborðum á síðunni
  • Settu upp greiddar auglýsingar á samfélagsmiðlum til að auka umferð
  • Settu upp jólaherferðir með smelligreiðslum á Google Ads
  • 8. Herferð með tölvupósti

    Tölvupóstur er öflugasta aðferðin við markaðssetningu. Þegar allar stafrænar markaðsrásir eru teknar saman (samfélagsmiðlar, SEO, skjáauglýsingar) þá er markaðssetning með tölvupósti skilvirkasta leiðin til að hækka söluna.

    Nýttu þér þetta öfluga markaðstól til fulls með því að senda fréttabréf og markaðsefni á áskrifendur.

    Góð ráð fyrir jólatölvupóst:

  • Hafðu útlitið fallegt og hátíðlegt til að hvetja kaupendur til að smella
  • Bjóddu upp á sérstaka afslætti og auglýstu útsölur
  • Láttu einstaka afsláttarkóða fylgja með
  • Ýttu undir tilhlökkun kaupenda til jólanna með vörumeðmælum
  • 9. Undirbúðu þig fyrir mikla umferð

    Er vefsíðan þín tilbúin til að meðhöndla mikið magn af gestum yfir hátíðirnar án þess að hún hrynji? Er farsímasíðan í góðu lagi?

    Það er afar mikilvægt að þú athugir hraða vefsíðunnar, farsímaviðbrögð og hlekki á borð við lendingarsíður svo að þú missir ekki af mögulegri sölu.

    Frábærlega vel útbúin markaðsherferð er aðeins gagnleg ef dropship verslunin þín er undirbúin fyrir mikinn fjölda kaupenda. Prófaðu vefverslunarsíðuna þína til að koma auga á brotna kóða, brotna hlekki eða bilanir í hönnun og efni.

    10. Undirbúðu þjónustuverið þitt

    Jólin eru annasamur tími fyrir sölu og þjónustu vegna seldrar vöru. Vertu viðskiptavinum þínum til stuðnings með því að undirbúa teymi sem sérhæfir sig í að afgreiða fyrirspurnir, endurgreiðslur og kvartanir á skjótan hátt.

    Ef þú hefur ekki gert það nú þegar þá skaltu sjá til þess að gildar samskiptaupplýsingar sé á síðunni þinni svo að viðskiptavinir geti haft samband við þig. Þetta ætti að vera að minnsta kosti símanúmer, tölvupóstfang og samskiptaeyðublað á vefsíðunni svo hægt sé að leysa úr öllum vandamálum varðandi vörupantanir.

    Þetta er ekki aðeins besta nálgunin í viðskiptaþjónustu heldur ýtir þetta einnig undir traust á vörumerkinu þínu og eykur tryggð viðskiptavina.

    Tengdar greinar

  • Barnaleikföng til að selja í dropship verslun veturinn 2022
  • Dropship rekstur: Hugmyndir fyrir Amazon
  • 15 vinsælar netverslunarvörur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
  • dropshippingxl intro blog