Rekstur, vörumerki og auglýsingar: 11 sniðug námskeið fyrir dropship seljendur (ókeypis og gegn greiðslu)

dropshippingxl intro blog

Í dropship rekstri, rétt eins og í hvers konar netviðskiptum, er gott að þekkja helstu hugtök og aðferðir úr viðskiptafræði á borð við sölutækni, vörumerkjauppbyggingu og hönnun. Þetta hefur jú allt að gera með betri skilning á sölu og rekstri. Að afla sér þekkingar á ýmsum sérsviðum viðskipta gefur þér betri skilning á rekstrarferlinu og skilar betri aðferðum og árangri í sölu. Á þessum lista finnurðu hagnýt netnámskeið í öllum verðflokkum fyrir hvers konar rekstur.

Námskeið gegn gjaldi

Námskeiðsgjald getur verið góð fjárfesting fyrir þig og fyrirtækið þitt, sérstaklega ef þú hefur ákveðinn skóla eða stofnun í huga eða ef ætlunin er að ljúka námskeiðinu með vottuðu skírteini. Hér eru nokkur góð námskeið gegn gjaldi í handahófskenndri röð:

1. MasterClass

Námskeið frá MasterClass njóta vaxandi vinsælda enda eru þau kennd af þekktum sérfræðingum á sínu sviði. „Sales and Persuasion“ með Daniel Pink kennir þér að ná til markhópsins með minnisstæðum skilaboðum. "Advertising and Creativity með Jeff Goodby og Rich Silverstein fjallar um frásagnarlist í auglýsingum og uppbyggingu þeirra. Ársaðild að MasterClass kostar € 192 og hefur áskrifandinn ótakmarkaðan aðgang að námskeiðum.

2. University of the Arts London (UAL)

UAL er virt stofnun sem var í öðru sæti á heimsvísu fyrir list og hönnun í QS World University Rankings 2021. Háskólinn býður upp á stutt netnámskeið, þar á meðal „Strategic Branding Identity and Brand Experience." Námskeiðsgjöld eru frá € 580 fyrir vikulöng námskeið með rauntímakennslu á netinu.

3. LinkedIn Learning

Á kennsluvettvangi LinkedIn má finna frábært úrval námskeiða. Meðal flokka sem hægt er að velja um eru viðskipti, tækni og skapandi þættir. Þarna má finna allt frá stuttum 20 mínútna myndböndum upp í 15 klukkustunda fyrirlestraraðir. "Learning PPC with Google Ads" og "Learning Canva" eru tvö námskeið sem vöktu athygli okkar, svo eitthvað sé nefnt. Áskrift kostar $ 19.99 á mánuði með árs skuldbindingu eða $ 39.99 á mánuði fyrir styttri tímabil.

4. Harvard-háskólinn

Harvard er háskóli á heimsmælikvarða og býður upp á netnámskeið, bæði gegn greiðslu og gjaldfrjáls. Í boði eru áhugaverð viðskiptanámskeið á borð við "Design Thinking and Innovation" sem tekur allt að 12 vikur að ljúka. Á mörgum námskeiðanna fer kennslan fram í rauntíma á netinu og því þarf að athuga vel hvenær skráningarfrestur rennur út. Verð fyrir námskeiðin er frá $ 1.000 til $ 10.000.

5. Design and Art Direction (D&AD)

D&AD er fræðslustofnun með aðsetur í London og er þekktust fyrir alþjóðlegar auglýsingar, hönnun og stafræn verðlaun og fyrir að stuðla að framförum í viðskiptasköpun. Hægt er að kaupa fjölda námskeiða, þar á meðal "Storytelling for Action". Efnið er kennt með fyrirlestrum á netinu, bæði í rauntíma og af upptökum. Námskeiðsgjöldin eru frá £175.

6. Upskillist (áður Shaw Academy)

Upskillist var stofnað á Írlandi og stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum á netinu, þar á meðal í markaðssetningu, hönnun og viðskiptum. Skráðu þig á námskeið í Adobe Photoshop, vefhönnun eða SEO. Efnistök námskeiðanna eru metin af alþjóðasamtökum fræðimanna og atvinnulífs. Við námslok fá nemendur skírteini frá US State University APSU og Continuing Professional Development (CPD). Verð fyrir námskeið er frá €49,99 á mánuði.

Ókeypis námskeið

Ókeypis námskeið eru tilvalin fyrir þau sem vilja byrja smátt og halda áhættunni í lágmarki. Kannski vantar bara örlítið upp á grunnskilninginn í ákveðnum flokkum. Kannski viltu spara pening, þrátt fyrir að vilja læra meira! Hér eru nokkur fyrirtaksnámskeið sem kostar ekkert að taka:

1. Amazon Console

Ókeypis vettvangur frá Amazon sem er ætlaður þeim sem selja vörur á Amazon. Farið er yfir efni á borð við greiddar auglýsingar og uppsetningu Amazon-verslunar. Á sumum námskeiðum er boðið upp á skírteini eða staðfestingu að námi loknu, til dæmis námskeiðið "Amazon retail for advertisers certification."

Námskeiðin frá Wordstream henta byrjendum og gera þér kleift að læra um greiddar auglýsingar fyrir leitarvélamarkaðssetningu (SEM).

3. Coursera

Coursera er netvettvangur sem býður bæði upp á námskeið gegn greiðslu og ókeypis námskeið. Námskeiðin eru á vegum virtra námsstofnana og háskóla um allan heim. "Branding: The Creative Journey Specialization" og "Foundations of User Experience (UX) Design" eru dæmi um námskeið í boði hjá Coursera sem nýtast dropship seljendum vel.

4. Alison

Alison er önnur írsk námsveita. Þar má finna 3.500 ókeypis námskeið, þar á meðal "The Complete Online Marketing And Advertising Course", "Graphic Design" og "Fundamentals of Brand Development." Lærðu allt um greiddar auglýsingar, vörumerkjatækni, sölutækni og sjónræna hönnun.

5. FutureLearn

Breska námsveitan FutureLearn var stofnuð árið 2012 og er í sameiginlegri eigu The Open University og SEEK Ltd. FutureLearn er MOOC-þjónusta (Massive Open Online Course), sem þýðir að námskeiðin koma frá viðurkenndum háskólum. Meðal áhugaverðra námskeiða eru "The Secret Power of Brands" og "Strategic Brand Management".

dropshippingxl intro blog