Amazon Prime Day: Hvaða þýðingu hefur dagurinn fyrir dropship verslanir og hvernig er hægt að nýta sér hann?

dropshippingxl intro blog

Þessi sumarútsöluviðburður á Amazon er jafn vinsæll og Black Friday og Cyber Monday. Viðburðurinn er eingöngu fyrir skráða Amazon Prime notendur og á tveimur dögum útsölunnar árið 2021 nam veltan alls $11.79 milljarðar dollurum samkvæmt Adobe Analytics. Þessi tala er hærri en heildarsalan á Cyber Monday það sama ár.

Helstu staðreyndir

  • Samkvæmt upplýsingum frá Statista eru yfir 200 milljón Amazon Prime notendur um allan heim
  • Á Prime Day útsölunni árið 2021 keyptu viðskiptavinir yfir 250 milljón hluti, samkvæmt upplýsingum frá Amazon
  • Verðsamanburðarsíðan idealo.co.uk fann besta verðið á Amazon Prime Day í 54% tilfella, miðað við úrtak af 840.422 vörum
  • Árið 2021 var Prime Day opið meðlimum í 20 löndum: Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Belgíu, Austurríki, Lúxemborg, Tyrklandi, Mexíkó, Brasilíu, Japan, Kína, Ástralíu, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Singapúr og Sádi-Arabíu
  • Söluaukning á rólegum árstíma

    Amazon hélt Prime Day í fyrsta sinn árið 2015 til að fagna 20 ára starfsafmæli. Dagurinn var liður í snjallri markaðssetningu að sumarlagi, þegar sala er venjulega í lágmarki.

    Amazon Prime Day hefur frá upphafi verið afar vinsæll viðburður þar sem hægt er að næla sér í ótrúleg tilboð. Amazon hefur lagt sérstaka áherslu á eigin raftækjalínu, sem seld er með góðum afslætti. Vörur eins og Firestick, Kindle og Echo Dot fást á besta verði ársins á útsölunni.

    Árið 2021 var Prime Day útsalan haldin 21.-22. júlí. Nákvæm dagsetning útsölunnar er ekki gerð opinber fyrr en nær dregur en yfirleitt er hún haldin í júní eða júlí. Í ár telja flestar heimildir nokkuð öruggt að Prime Day útsalan verði haldin 18.-19. júlí.

    Hvernig gagnast það dropship seljendum?

    Kostirnir við Prime Day eru fjölmargir, jafnvel fyrir þau sem taka ekki beinan þátt í útsöluviðburðinum.

    Söluaukning fyrir seljendur á Amazon

    Það er augljóst að verslanir sem selja í gegnum Amazon njóta góðs af aukinni umferð í tengslum við Prime Day.

    Söluaðilum bjóðast tvær leiðir til að selja vörur í gegnum Amazon, annars vegar umsjón á vegum Amazon (FBA- Fulfilment by Amazon) og hins vegar umsjón á vegum seljanda (FBM - Fulfilment by Merchant). Ef seljandi velur FBA leiðina, tekur Amazon vörurnar á lager hjá sér og bera ábyrgð á því að koma vörunni til kaupenda. FBM þýðir að kaupmaðurinn, þ.e. dropship seljandinn, er ábyrgur fyrir geymslu og afhendingu vöru.

    Hvaða máli skiptir þetta? Til þess að mega nýta sér Amazon Prime þjónustuna verða vörurnar að vera seldar undir FBA ákvæðum (það er mögulegt undir FBM en það er mun erfiðara að fá í gegn). Það lítur þá kannski út fyrir að það séu einu seljendurnir sem upplifa söluaukningu á útsölutímanum.

    Það eru þó góðar líkur á söluaukningu hjá öðrum, því umferð um Amazon sölusvæðið í heild eykst og viðskiptavinir skoða einnig og kaupa vörur sem eru ekki seldar í gegnum Amazon Prime.

    Sölusamkeppni eykur pantanafjölda

    Það er hægt að nýta sér Prime Day bylgjuna þrátt fyrir að vera ekki Amazon seljandi. Það er hægt að selja í gegnum aðrar síður, t.d. eBay, Walmart, Target, Best Buy og Kohl's í Bandaríkjunum. Í Bretlandi fást góð nettilboð hjá síðum á borð við Curry's PC World, Very og Carphone Warehouse, sem bjóða aðallega tilboð á raftækjum og tengdum hlutum.

    eBay setti upp hrunsölu þann 15. júlí 2019, þegar Amazon síðan þoldi ekki álagið og umferðina sem fylgdi Prime Day það ár. Síðan þá hefur eBay haldið þriggja vikna útsölu yfir sama tímabil og Amazon. eBay auglýsir þetta ekki sem árlegan viðburð en gera má ráð fyrir að útsalan þeirra sé komin til að vera í kringum Prime Day.

    Ef valið er að selja hjá Walmart, lækka vörurnar sjálfkrafa í verði þegar sumarútsalan hefst. Netviðskiptavinir vilja finna góð tilboð og því ætti pöntunum að fjölga í kringum Prime Day viðburðinn.

    Hvernig á að gera sem mest úr útsölutímabilinu?

    Pantanirnar koma frá öllum heimshornum og því er um að gera að nýta sér tækifærin sem gefast á útsölutímabilinu. Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Settu upp útsöludag eða viku í netversluninni þinni á svipuðum tíma og Amazon er með útsölu.
  • Íhugaðu að selja sem FBM-seljandi á Amazon.
  • Farðu yfir úrvalið hjá stóru söluaðilunum og finndu samsvarandi vörur hjá eigin birgjum.
  • Samantekt

    Amazon Prime Day er söluviðburður ársins og allir netseljendur geta nýtt sér hann til að koma vörum sínum á framfæri. Markaðsherferðir á vegum stærstu netverslana og markaðstorga leiða til þess að enn fleiri en ella leita að tilboðum á netinu. Þetta er tækifæri sem vert er að nýta!

    Aðrar gagnlegar greinar:

  • Dropship rekstur: Hugmyndir fyrir Amazon
  • Bestu garðvörurnar til að selja vor/sumar 2022
  • Hvers vegna ættir þú að stofna dropship verslun í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum?
  • dropshippingxl intro blog