Markaðsrannsóknir: hvernig finna má glufu á markaðnum fyrir dropship rekstur

dropshippingxl intro blog

Eitt af því sem gefur forskot í fyrirtækjarekstri er að þekkja keppinautana vel. Slík þekking gerir þér kleift að velja áherslur og stefnu fyrir þinn eigin rekstur. Rannsóknir á keppinautum eru lykilatriði þegar kemur að áætlanagerð fyrir dropship verslunina, sem ætti að framkvæma áður en formlegur rekstur hefst. Farsælir rekstraraðilar gera reglulega úttektir á fyrirtækjum í sama geira til að viðhalda heildaryfirsýn yfir markaðinn.

Kostir samkeppnisgreiningar

Hver er ávinningurinn af því að framkvæma samkeppnisgreiningu?

Hér eru nokkur atriði sem fást úr samkeppnisgreiningu:

  • Ný gögn um ástandið á markaðnum og upplýsingar um hvað aðilar í svipuðum rekstri bjóða upp á
  • Verðsamanburður við keppinautana
  • Upplýsingar um netverslanir keppinauta sem geta greint styrk og veikleika í hönnun og notagildi
  • Upplýsingar um markaðsþróun og vöruframboð
  • Vísbendingar um glufu í markaðnum þar sem er rúm fyrir nýjan rekstur
  • Nýjar leiðir til að bæta þjónustu (t.d. lækka sendingarkostnað, bæta heimasíðuviðmót eða auka vöruframboð)
  • Markvissari framsetning
  • Möguleikinn á að skera sig úr meðal keppinautanna
  • Allt þetta er hægt að nota til að finna sértækan markhóp og markaðssetja til hans
  • Tól sem gagnast í samkeppnisrannsóknum

    Það er alls ekki flókið að gera markaðsrannsókn og finna upplýsingar um starfsemi keppinautanna. Það tekur jú tíma að safna upplýsingunum saman en allt efni er auðveldlega hægt að finna á netinu.

    1. Leitarvélar

    Notaðu Google, Bing og Yahoo til að bera saman greiddar auglýsingar og sjálfkrafa röðun í leitarniðurstöðum.

    2. Similarweb

    Á Similarweb er hægt að fletta upp netfyrirtækjum og skoða tölur yfir heimsóknir, röðun á heimsvísu og eftir löndum, innlitshlutfall, síðuflettingar, lengd heimsókna og lista yfir síður með svipað efni.

    3.CompanyCheck

    CompanyCheck er annað nettól sem hægt er að nota án endurgjalds. Það er hægt að fletta upp breskum fyrirtækjum og fá upplýsingar um fjárhag, stofnár, nöfn stjórnarmanna, hluthafa og eðli viðskipta. Í flestum löndum er hægt að nálgast þessar upplýsingar á netinu. Rétta síðu fyrir það land sem þú vilt skoða má finna með því að leita að "company checker" og viðkomandi land.

    4. Emerald Insight

    Þessi síða er sérhæfð í efni fyrir markaðsrannsóknir. Hér geturðu nálgast greinar, tímarit og rannsóknarskýrslur. Mikið af efninu er ókeypis en Emerald Insight býður einnig upp á áskriftarþjónustu fyrir ítarlegri upplýsingar. Þessi verkvangur er notaður af háskólum, upplýsingafræðingum, rannsóknaraðilum og öðrum sem vilja fá tilbúnar greiningarskýrslur um samkeppnisaðila og önnur markaðsgögn á skjótan og einfaldan hátt.

    5. BCC Research

    Líkt og Emerald Insight, rekur BCC Research gríðarstóran gagnagrunn þar sem finna má útgefnar skýrslur á ýmsum sviðum, þar á meðal viðskiptum og rekstri.

    Hvernig er hægt að greina gögnin?

    Fimm krafta líkan Porters

    Fimm krafta líkan Porters er aðferð til að skoða samkeppnisþrýsting á markaði og var sett fram af Michael Porter við Viðskiptadeild Harvard háskóla árið 1979. Líkanið notar eftirfarandi flokka til að meta og rannsaka lykilpunkta:

    1.Samkeppnishæfni

    Hversu mikil er samkeppnin á þessu sviði? Hvað eru keppinautarnir margir?

    2.Staða framboðs

    Hver er staða söluaðila á markaðssvæðinu? Hversu auðvelt er fyrir þá að hækka verð?

    3.Staða kaupenda

    Hver er staða viðskiptavina? Hafa þeir úr mörgum söluaðilum að velja og geta þar af leiðandi leitað að besta verðinu?

    4.Útskipting söluaðila

    Er líklegt að viðskiptavinir finni svipaða/r vörur annars staðar?

    5.Nýr söluaðili

    Hversu auðvelt/erfitt er að komast inn á markaðinn með þína vöru/r? Geta nýir keppinautar auðveldlega komið sér fyrir á markaðnum og þar með dregið úr þínum viðskiptum?

    Beinir og óbeinir keppinautar

  • Beinir samkeppnisaðilar eru þau fyrirtæki sem bjóða upp á sömu vöru og þú. Þau vinna á sama markaði og eru í mestri samkeppni.
  • Óbeinir keppinautar eru fyrirtæki sem eru að miða á sömu viðskiptavini og þú en bjóða upp á annars konar vörur. Varan þeirra gæti þó komið í stað þinnar.
  • Dæmi: Coca-Cola og Pepsi eru beinir keppinautar. Óbeinn keppinautur beggja væri Starbucks ískaffi sem selt er í stórmörkuðum.
  • Hvernig á að setja samkeppnisgreininguna upp?

    Auðveldasta leiðin til að taka saman niðurstöður úr samkeppnisgreiningunni er að nota ritvinnsluforrit á borð við Word. Búðu til töflu eða skiptu skjalinu í kafla með fyrirsögnum sem samsvara lykilatriðunum fimm hér að ofan. Skrifaðu upplýsingarnar sem þú hefur viðað að þér í viðkomandi kafla, gjarnan í punktaformi. Upplýsingarnar geta innihaldið smá og stór atriði sem hjálpa þér að bæta þinn eigin rekstur.

    Tengdar greinar:

  • Er það þess virði að ráða starfsfólk í lausamennsku?
  • Hvernig á að skrifa persónulegan texta til viðskiptavinarins? Leiðbeiningar og ráð
  • Að gera viðskiptaáætlun fyrir dropship rekstur
  • dropshippingxl intro blog