Markaðstölvupóstar - öflugasta tólið til að auka sölu

dropshippingxl intro blog

Ef þú hefur ekki verið að markaðssetja með tölvupósti til að auglýsa netvöruverslunina þína þá ertu að missa af áhrifaríkustu leiðinni til að eignast fleiri viðskiptavini.

Hvað er markaðssetning með tölvupósti?

Markaðstölvupóstar eru leið til að auglýsa netverslunina þína með því að senda kynningarpósta til neytenda. Þetta gæti verið fréttabréf, tölvupóstur til að bjóða nýjan viðskiptavin velkominn, staðfesting á kaupum, beiðni um gagnrýni og fréttir af útsölu eða nýjum vörum.

Tölvupóstur gefur besta afraksturinn þegar kemur að stafrænni markaðssetningu

Ef arðsemi allra stafrænna rása (leitarvélabestunar, auglýsinga fyrir netskjái, auglýsinga fyrir farsíma eða auglýsinga í gegnum leitarorð) er borin saman við hefðbundnar rásir (sjónvarp, prentauglýsingar og útvarp) þá sést að markaðssetning með tölvupósti er efst á listanum.

Í skýrslunni „Email Marketing ROI: The Factors That Lead to Better Returns“ frá Litmus, 2018, kom fram að markaðssetning með tölvupósti skilaði 38 dollurum fyrir hvern 1 dollara sem var fjárfestur.

Ofan á það komst Litmus að því að vörumerki sem sögðust geta mælt arðsemi markaðsetningar í gegnum tölvupóst "mjög vel" gáfu upp 46 dollara arðsemi fyrir hvern 1 dollara sem var fjárfestur.

Þessi afar háa arðsemi var sú sama í Litmus 2021 skýrslunni, sem staðfesti að fyrirtæki upplifðu árið 2020 að arðsemi af markaðstölvupóstum var 36 dollarar fyrir hvern 1 dollara sem var fjárfestur.

Til samanburðar er arðsemi smelligreiðslu-auglýsinga hjá Google að meðaltali 8 dollarar fyrir hvern 1 dollara sem fjárfestur er, samkvæmt skýrslu Google um efnahagsleg áhrif.

Aðgangur að 67,9% af íbúum jarðar

Það frábæra við tölvupóst er að fjöldi notenda eykst með hverju árinu sem líður. Samkvæmt World Internet Stats voru um 5,3 milljarðar tölvupóstnotenda um allan heim árið 2022.

Heimsálfurnar með mestu útbreiðslunni eru Norður-Ameríka (93,4%), Evrópa (89,2%) og Suður-Ameríka (80,2%).

Hins vegar fjölgar tölvupóstnotendum í Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndunum hratt og örugglega. Afríka hefur til dæmis hækkað allra mest hvað varðar tölvupóstnotendur, eða um 13,233%. Þetta býður upp á gríðarlega mikla möguleika fyrir fyrirtæki um allan heim.

Neytendur bjóða þér sjálfir inn í innhólfið sitt

Það frábæra við markaðstölvupósta er að þökk sé nýjum gagnaverndarlögum verða viðskiptavinirnir sjálfir að bjóða vörumerkjum að senda sér tölvupóst. Með því að gefa samþykki um að taka þátt þá eru viðskiptavinir líklegri til að tengjast þeim póstum sem fyrirtæki senda þeim.

Hátt opnunarhlutfall

Marketing Email Benchmarks skýrslan frá GetResponse, 2022, undirstrikar hversu hátt opnunarhlutfall tölvupósta er víða um heiminn.

  • Í heildina er opnunarhlutfallið hæst í Evrópu, eða 25,18%.
  • Frakkland er með allra hæsta opnunarhlutfallið, eða 38,33%.
  • Norður-Ameríka er með næsthæsta opnunarhlutfallið, eða 23,53%.
  • Til samanburðar er Asía með lægsta opnunarhlutfallið, eða 15,12%.
  • Ekki eins flókið og önnur markaðstól

    Öfugt við leitarvélabestun og félagsmiðlastreymi þá þarf markaðssetning með tölvupósti ekki að fylgja algóritmaformúlum. Þetta auðveldar fyrirtækjum að koma beint til móts við viðskiptavini sína á persónulegum nótum án þess þó að þurfa að gera það augliti til auglitis.

    Eini fylgikvillinn er samkeppni við mikinn fjölda annarra markaðstölvupósta í innhólfinu hjá viðskiptavininum.

    En hægt er að leysa þetta mál með blöndu af heillandi textaskrifum, góðum tölvupóstsiðum og samskiptum sem eru ekki í ruslastíl.

    Tengdar greinar:

  • Hvernig þú gerir viðskiptaáætlun fyrir dropship rekstur
  • Bestu netnámskeiðin fyrir frumkvöðla
  • Textaskrif fyrir dropship seljendur
  • dropshippingxl intro blog