Hverjir eru bestu möguleikarnir á því að vinna sjálfstætt?

dropshippingxl intro blog

Sjálfstæður rekstur er eitthvað sem mörg okkar velta fyrir sér af og til. Þeirri hugsun fylgir þó oft óvissa um hvað gerist þegar lagt er upp í nýtt ævintýri og það getur reynst óþægileg tilhugsun. En fyrir þau sem eru ekki gerð fyrir 9-5 lífstílinn, getur sjálfstæður rekstur verið góður valkostur.

Til þess að læra betur hvað felst í því að hefja sálfstæðan rekstur og að vera sinn eigin yfirmaður, þarf að skoða vel hvaða færni og hugmyndafræði hefur reynst best fyrir aðra í sömu sporum. Í það minnsta ættirðu að temja þér lausnamiðuð viðhorf, sjálfstraust og setja þér góðar venjur sem þú verðlaunar þig fyrir að halda. Ferlið frá föstu starfi yfir í sjálfstæðan rekstur getur verið nokkuð hægvirkt en ef rétt er staðið að málum er það líka arðvænlegt og spennandi. Svo ef þú ert tilbúin/n til að prófa eitthvað nýtt, eru nokkrir hlutir sem er vert að hafa í huga:

Lærðu að vera þinn eigin yfirmaður!

Fyrsta skrefið er að vera yfirmaðurinn í eigin lífi

Áður en farið er út í eigin restur þarf að hafa stjórn á eigin lífi. Sú grunnfærni sem skilar árangri í rekstri er t.d. krítísk hugsun, að geta auðveldlega lært nýja hluti og skilið þá, forystuhæfileikar og að geta tekið góðar ákvarðanir. Að hafa og/eða bæta færni þína í framangreindu krefst aga og ástundunar og því er best að temja sér þessi atriði í sínu daglega lífi. Með réttu viðhorfi og ávönum verðurðu betur í stakk búin/n til að takast á við það sem kemur upp á í rekstrinum.

Byggðu fyrirtækið upp út frá ástríðu og færni

Þú átt eftir að fá mikið út úr frumkvöðlastarfinu ef þú nærð að sameina í rekstrinum þætti sem þú hefur ástríðu fyrir og þætti sem þú ert fær í. Einbeittu þér að þeirri grunnfærni sem þú hefur, hvort sem það er eitthvað sem þú hefur lært í fyrri störfum eða haft áhuga á lengi. Ef til vill dettur þér enginn augljós rekstur í hug sem fellur að grunnfærni þinni en þá er um að gera að nota netið og athuga hvaða trends eru í gangi í viðskiptaheiminum sem möguleiki er á að yfirfæra á start-up fyrirtækið þitt. Nokkrar viðskiptahugmyndir til að íhuga á árinu gætu t.d. verið:

  • Markaðsráðgjöf
  • Textagerð og -skrif
  • Dropship verslun
  • Ljósmyndun
  • Lífs- og viðskiptamarkþjálfun
  • Viðburðaskipulagning
  • Ofantalin störf eru fjölbreytt og henta mismunandi týpum, eftir því hvort fólk vill vinna eitt eða ráða inn starfsfólk. Af öllum þessum möguleikum getur dropship verslun tekið rekstrardrauminn á nýtt plan. Þess konar rekstur getur þýtt fjárhagslegt öryggi sem þó krefst ekki hárrar fjárfestingar til lengri tíma litið.

    Skoðaðu fjárhagsstöðuna vel

    Að stofna hvers konar fyrirtæki krefst fjármagns. Þess vegna þarftu að íhuga hlutina vel áður en þú segir upp 9-5 starfinu og spyrja spurninga á borð við:

  • Hver eru mánaðarleg útgjöld?
  • Áttu uppsafnað sparifé?
  • Hver er byrjunarkostnaður fyrirtækisins?
  • Ef þú ert með fjármálin á hreinu er ekkert því til fyrirstöðu að leggja upp í nýtt ævintýri. Ef ekki, skaltu byrja smátt. Sinntu eigin rekstri í hlutastarfi þar til reksturinn verður arðbær og þá er hægt að taka stökkið yfir í fulla vinnu.

    Dropship verslun er viðskiptamódel sem er einfalt að vinna sem hlutastarf. Með réttri markaðsstefnu getur dropship verslun orðið að arðbærum rekstri á stuttum tíma.

    Leggðu allt þitt í hugmyndina

    Lykillinn að stofnun fyrirtækis er að leggja í það allt sem hægt er og þá er ekki eingöngu átt við fjárhagslega. Þú þarft að verja eins miklum tíma og þú getur í að koma nýja fyrirtækinu þínu á fót. Að auki ættirðu alltaf að hafa augun opin fyrir nýjum tækifærum til að læra meira. Notaðu tíma til að lesa bækur eða skráðu þig á markaðs- og/eða leiðtoganámskeið sem nýtast þér í rekstrinum.

    dropshippingxl intro blog