Hvernig þú heldur utan um hagnaðinn í dropship verslun

dropshippingxl intro blog

Það er mikilvægt að þú sért með bókhald yfir hagnaðinn í dropship versluninni þinni svo að þú getir mælt árangur rekstursins og haft góða stjórn á fjárhagnum. Þú getur gert það á tvenna vegu: handvirkt eða með því að nota sérhæfðan hugbúnað. Ef þú vilt gera það handvirkt þá geturðu notað töflur á borð við Excel og Google sheets sem yfirlit yfir hagnað, tap og kostnað.

En þótt það sé ódýrt að vera með handvirkt bókhald þá er það líka gríðarlega tímafrekt. Lítil fyrirtæki nota oft hugbúnað fyrir bókhald sem veitir nákvæma og fljóta leið til að fylgjast með hagnaði.

Hér er listi yfir sex vel metnar hugbúnaðarveitur í bókhaldi sem eru sérstaklega ætlaðar litlum fyrirtækjum.

FreshBooks

FreshBooks er tilvalið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Það notast við tölvuský og virkar á öllum tækjum (líkt og spjaldtölvum og farsímum). FreshBooks hefur margoft hlotið verðlaun fyrir þjónustu, þar á meðal sex Stevie verðlaun. Greinar hafa verið skrifaðar um fyrirtækið í m.a. Forbes og The Huffington Post.

Kostir

  • Frábær virkni
  • Notendavænt
  • Sanngjarnt verð
  • Víðtækir möguleikar á vörureikningum
  • Helstu eiginleikar

  • Yfirlit yfir rekstrarkostnað
  • Rekstrarreikningar
  • Skattayfirlit
  • Hægt að samþætta með meira en 100 forritum, þar á meðal Paypal, Basecamp, HubSpot og Zenpayroll
  • QuickBooks

    Oft er talað um að bókhaldshugbúnaðurinn frá QuickBooks setji staðalinn í bransanum. QuickBooks hefur unnið til verðlauna á borð við „Top-Rated Accounting Software 2021“ frá TrustRadius. Það býður bæði upp á staðbundinn bókhaldshugbúnað og forrit sem notast við tölvuský.

    Kostir

  • Hægt að sérsníða
  • Notandavænt
  • Sanngjarnt verð
  • Frábær þjónusta við viðskiptavini
  • Helstu eiginleikar

  • Yfirlit yfir rekstrarkostnað
  • Umsjón með skatti
  • Gerir þér kleift að taka við greiðslum
  • Auðveldar yfirsýn yfir vinnutíma
  • ​Xero

    Bókhaldshugbúnaður XERO notast við tölvuský og er viðurkenndur um allan heim. Árið 2021 vann fyrirtækið til tíu verðlauna fyrir framúrskarandi tækni, sjálfbærni og samskipti.

    Kostir

  • Notendaviðmót byggt á innsæi
  • Einfalt að búa til skýrslur og skilja þær
  • Sanngjarnt verð
  • Helstu eiginleikar

  • Yfirlit yfir rekstrarkostnað
  • Skattframtal
  • Gerir þér kleift að taka við greiðslum
  • Auðveldar yfirsýn yfir vinnutíma
  • Gerir þér kleift að greiða starfsfólki með launaseðlum
  • Hægt að samþætta með forritum, þar á meðal Shopify.
  • Sage 50cloud Accounting

    Sage 50cloud Accounting er Windows-forrit sem býður upp á fágaða bókhaldseiginleika fyrir lítil fyrirtæki. Þó að það virki einungis á Windows (og ekki á Apple eða Linux) þá hentar það vel fyrirtækjum sem þurfa á ýtarlegri bókhaldseiginleikum að halda. Vert er að hafa í huga að forritið er aðallega notað á skjáborðinu, en eitthvað aðgengi er þó í gegnum tölvuský.

    Kostir

  • Ýtarlegir og yfirgripsmiklir eiginleikar
  • Góð notendaþjónusta
  • Afar sérsníðanlegt stýrikerfi
  • Tiltölulega auðvelt í notkun
  • Helstu eiginleikar

  • Yfirlit yfir rekstrarkostnað
  • Skattframtal
  • Bein samskipti milli banka og hugbúnaðar varðandi greiðslur
  • Hægt að fylgjast með starfskostnaði
  • Greiðsluflæði og reikningagerð
  • Microsoft 365 samþætting
  • FreeAgent

    FreeAgent hefur aðsetur í Edinborg og er bókhaldshugbúnaður í eigu NatWest Bank. Það er sniðið fyrir lítil fyrirtæki í Bretlandi. Fyrirtækið hefur getið sér gott orð og unnið til þrennra verðlauna á Accounting Excellence Software verðlaunahátíðinni árið 2020. Farsímaforritið vann "Top Data and Expense Management Software Product" á AccountingWEB Software verðlaunahátíðinni 2021.

    Kostir

  • Notendavænt stýrikerfi
  • Viðmót með færa og sleppa
  • Sérstaklega gagnlegt fyrir bresk fyrirtæki
  • Frábær þjónusta við viðskiptavini
  • Sanngjarnt verð
  • Helstu eiginleikar

  • Yfirlit yfir rekstrarkostnað
  • Skattframtal
  • Gerir þér kleift að taka við greiðslum
  • Gerir þér kleift að senda reikninga
  • Launaskrá yfir starfsmenn
  • Auðveldar yfirsýn yfir vinnutíma
  • Samhæfist ýmsum forritum
  • Clear Books

    Clear Books er enn annar breskur bókhaldshugbúnaður fyrir lítil fyrirtæki. Fyrirtækið notast við tölvuský og er þekkt fyrir stöðugar endurbætur á forritinu. Clear Books er þekkt í bransanum og hefur hlotið verðlaunin „Small Business Accounting Software of the Year 2020“ og „Data & Expense Management Software of the Year 2020“.

    Kostir

  • Einfalt og notendavænt viðmót
  • Sérstaklega gagnlegt fyrir bresk fyrirtæki
  • Frábær þjónusta við viðskiptavini
  • Sanngjarnt verð
  • Helstu eiginleikar

  • Yfirlit yfir rekstrarkostnað
  • Skattframtal
  • Gerir þér kleift að senda reikninga og fá áminningar um greiðslur
  • Launaskrá yfir starfsmenn
  • Auðveldar yfirsýn yfir vinnutíma
  • Samhæfist ýmsum forritum, þar á meðal PayPal og Stripe
  • Fullbúið bókhald í 170 gjaldmiðlum
  • Samantekt

    Það skiptir engu máli hversu lítil dropship verslunin þín er þegar þú byrjar: bókhaldshugbúnaður heldur bókhaldinu í lagi. Handvirk uppfærsla í töflu er meiri böl en ánægja. Nákvæmt og áreiðanlegt bókhald gerir rekstur dropship fyrirtækisins mun auðveldari.

    Aðrar gagnlegar greinar:

  • Er þess virði að ráða verktaka til að aðstoða við rekstur dropship fyrirtækisins?
  • Kannanir meðal viðskiptavina: Biddu um viðbrögð frá markhópnum þínum og bættu netverslunina þína
  • Hvernig þú gerir viðskiptaáætlun fyrir dropship rekstur
  • dropshippingxl intro blog