Hvernig þú veitir persónulega viðskiptaupplifun í netverslun

dropshippingxl intro blog

Ímyndaðu þér að þú værir með þína eigin aðstoðarmanneskju í öllum búðum sem þú færir í.

Aðstoðarmanneskjan myndi muna eftir vörunum sem þér líkaði, stílnum sem þér fannst flottur og hvað þú skoðaðir síðast þegar þú varst í búðinni. Hún myndi vita í hvaða landi þú byggir og með hvaða gjaldmiðli þú værir til í að greiða.

Þetta er einmitt það sem viðskiptavinir búast við þegar þeir heimsækja vefverslun. Sérsniðin upplifun gerir upplifunina auðveldari og ánægjulegri fyrir viðskiptavininn.

Nýlegar niðurstöður úr skýrslunni „Netcore Ecommerce Personalization Benchmark Report, 2021“ draga fram hvers vegna sérsniðin upplifun skiptir svona miklu máli og á hvaða hátt hún virkar best. Skoðum tölfræðina frá 200 söluaðilum og 600 neytendum.

Ástæður fyrir því að sérsniðin verslunarupplifun gagnast fyrirtækjum

29% viðskiptavina voru minna líklegir til að yfirgefa körfuna

Netcore komst að því að 63% söluaðila á netinu gátu ekki fundið leið til að minnka hlutfall yfirgefinna karfa og koma tölunni undir 60% áður en þeir byrjuðu að sérsníða síðuna fyrir viðskiptavini sína. Greinilegt var að viðskiptavinir urðu ánægðari með verslunarupplifunina eftir að búið var að gera netverslunina sérsniðna þar sem aðeins 46% yfirgáfu körfuna sína eftir það.

Umbreytitíðni hækkar um 46%

Umbreyting neytenda úr skoðendum yfir í greiðandi viðskiptavini gerist oftar í sérsniðinni netverslun. 7 af hverjum 10 söluaðilum upplifa að meðaltali 45% umbreytitíðni þegar vefsvæðið þeirra er sérsniðið að hverjum og einum neytanda.

Hærri fjöldi skoðana á síðu netverslunar

3 af hverjum 4 söluaðilum greina frá því að viðskiptavinir skoði að minnsta kosti 10 síður á heimasíðunni eftir að búið er að sérsníða síðuna, en áður en búið var að sérsníða síðuna þá skoðuðu viðskiptavinir að meðaltali 5 síður.

Um 10% aukning á kaupum

Þegar búið er að sérsníða síðuna eykst meðalvirði körfu viðskiptavina um að lágmarki 10%. Svo gott sem 98% söluaðila upplifðu að viðskiptavinir versluðu fyrir meiri pening í hverri heimsókn þegar netverslunin var bætt.

44% viðskiptavina snúa aftur í netverslun sem er sérsniðin

Af þeim söluaðilum sem tóku þátt í rannsókninni þá upplifðu aðeins 1 af hverjum 5 að viðskiptavinir endurtóku viðskiptin innan 90 daga þegar netverslunin var lítið eða ekkert sérsniðin. Talan hækkaði í næstum 2 af hverjum 5 eftir að netverslunin var gerð mjög sérsniðin að hverjum kúnna. 44% neytenda sögðust halda tryggð við netsöluaðila sem bauð upp á sérsniðna upplifun.

Leiðir til að sérsníða vefverslunina að viðskiptavinum

Her eru fjórar af bestu leiðunum til að gera verslunarupplifunina mjög sérsniðna fyrir viðskiptavini þína og auka ávöxtun fyrirtækisins.

1. Persónulegir tölvupóstar

2. Sérsniðin heimasíða

3. Vörumeðmæli

4. Nýlega skoðaðar vörur

Persónulegir tölvupóstar

Samkvæmt rannsókn Litmus frá árinu 2018 er markaðssetning með tölvupósti öflugasta sölutólið. Það tryggir hæsta hlutfall af öflun viðskiptavina og nær fram yfir markaðssetningu á félagsmiðlum, greiddar auglýsingar á leitarvefum, myndbandsauglýsingar og önnur stafræn markaðstól.

Tölvupóstur gefur bestu ávöxtunina

Rannsóknin miðaði við 400 markaðsaðila á heimsvísu og hún sýndi að markaðssetning með tölvupósti skilaði sér að meðaltali í 38-faldri ávöxtun.

Þó er mikilvægt að undirstrika að það skiptir höfuðmáli að markaðsefnið sé rétt. Samkvæmt Netcore rannsókninni úrskráðu 36% neytenda sig af póstlista þegar tölvupóstar voru sendir sem voru utan við efnið.

Tölvupósthólf yfirfyllast oft með markaðspóstum, sem þýðir að fólk tekur oft ekki eftir póstunum. Samkvæmt Campaign Monitor hækka líkurnar á að neytendur opni pósta um 26% ef tölvupóstar eru með sérsniðnum efnislínum og tilboðum sem búin eru til með aðgreiningu viðskiptavina í minni hópa.

Tillögur til að sérsníða tölvupóst viðskiptavina

  • Sérsníddu efnislínuna með því að nota fornafn viðskiptavinarins
  • Sendu tilboð á afmælisdegi viðskiptavinarins
  • Fylgstu með hegðun viðskiptavina á vefsíðunni til að senda sérstök tilboð
  • Hvettu viðskiptavini til að skoða körfuna sem þeir yfirgáfu
  • Sendu ráðleggingar um vörur byggðar á kaupsögu viðskiptavina
  • Tilkynntu viðskiptavinum um útsölu á áður skoðuðum vörum

    Sérsniðin heimasíða

    Þökk sé vafrakökum eru viðskiptavinir færðir beint í vöruflokkinn sem þeir heimsóttu áður. Í stað þess að byrja á almennu heimasíðunni þá eru neytendur leiddir inn á síðu sem er sérstaklega sniðin fyrir þá.

    Ef kona snýr t.d. aftur á heimasíðu ákveðins merkis þá gera vafrakökur síðunni kleift að muna að konan hafði áhuga á kvennadeildinni á síðunni. Næst þegar konan heimsækir síðuna er síðan sérsniðin með vörum, tilboðum og uppástungum úr kvennadeildinni.

    Sjálfvirk breyting á staðsetningu

    Hægt er að bjóða hverjum viðskiptavini upp á sömu einstaklingsmiðun allt eftir þörfum og óskum viðkomandi. Viðskiptavinir kunna að meta það þegar heimasíða er sjálfkrafa sérsniðin að landi og gjaldmiðli neytandans.

    Þetta einfalda ráð gerir verslunarupplifunina þægilegri þar sem neytandinn sparar tíma við að þurfa ekki að breyta staðsetningunni sjálfur.

    Verslun sem ekki er sérsniðin heyrir sögunni til

    Sérsniðin netverslun er það algeng þessa dagana að viðskiptavinir búast ekki við öðru þegar þeir versla á netinu. Netcore greinir frá því að 91% þeirra sem versla á netinu myndu yfirgefa vefsíðu sem býður ekki upp á þessa sérsniðnu eiginleika.

    Vörumeðmæli

    Í rannsókninni „The Rise of Intelligent Study“ frá Harvard Business Review (2018) sögðu 80% þeirra 389 sem svöruðu könnuninni að notkun gervigreindar og sjálfvirkni hafi verið afar mikilvæg í viðskiptaferlinu og velgengni fyrirtækisins.

    Þetta felur í sér gervigreind á vefsvæðum til að bjóða upp á ráðlagðar vörur byggðar á hegðun viðskiptavinarins á netinu.

    Gervigreind safnar gögnum frá hverjum viðskiptavini og vörum sem þeir hafa skoðað. Amazon, Netflix og Zalando eru góð dæmi um fyrirtæki á netinu sem bjóða upp á háþróuð vörumeðmæli sem eru sérsniðin að viðskiptavinum.

    Nýlega skoðaðar vörur

    Viðskiptavinir geta smellt á og skoðað ótal vörur þegar þeir vafra á netinu. Ef viðskiptavinurinn hefur ekki vistað hlutinn eða sett hann í körfuna sína þá getur verið erfitt að finna vöruna aftur.

    Þegar þú sýnir viðskiptavininum vörur sem hann hefur skoðað áður þá er líklegt að hann freistist enn á ný til að kaupa vörurnar. Í hvert skipti sem neytendur fara á vefverslun með þessum eiginleika þá eru þeir minntir á vörurnar sem þeir skoðuðu áður.

    Aðstoð við viðskiptavini við að finna það sem þeir vilja

    Ef þú sýnir viðskiptavininum vörur sem hann gæti haft áhuga á þá gerirðu verslunarupplifunina þægilegri fyrir viðskiptavininn. Það er svipað og að ganga inn í verslun og allar vörurnar sem þú skoðaðir síðast eru á sama stað í stað þess að þú þurfir að ráfa um alla búðina aftur til að finna þær.

    Vefverslanir bjóða oft upp á hundruðir þúsunda af vörum sem viðskiptavinir geta skrollað í gegnum og viðskiptavinirnir kunna því að meta alla þá hjálp sem þeir geta fengið til að finna hluti sem þeim líkar og vantar.

    Ef nýlega skoðaðar vörur eru til sýnis á síðunni þá eru viðskiptavinir líklegri til að staldra lengur við á síðunni og það hvetur þá til að fullklára kaupin.

    Tengdar greinar:

  • 7 góð ráð fyrir vörumerkið þitt í dropshipping rekstri
  • Alþjóðleg talnagögn sem sýna af hverju þú ættir að stofna sprotafyrirtæki (2022)
  • Netverslanir fyrir þúsaldarkynslóðina
  • dropshippingxl intro blog