Hvernig þú stofnar dropship fyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum: Leiðbeiningar

dropshippingxl intro blog

Dropship rekstur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (UAE) getur verið afar sniðug viðskiptahugmynd. Til að hjálpa þér að komast af stað höfum við sett saman leiðbeiningar um það hvernig þú stofnar dropship fyrirtæki í þessu auðuga landi í Austurlöndunum.

Af hverju dropship rekstur?

Dropship rekstur er viðskiptamódel fyrir netverslun með litlum stofn- og rekstrarkostnaði. Vörur koma frá birgi sem sér um að geyma vörur á lager og senda vörurnar beint til kúnnans. Þetta þýðir að þú getur einbeitt þér að markaðssetningu, auglýsingum og þjónustu við viðskiptavini.

Af hverju Sameinuðu arabísku furstadæmin?

UAE er þekkt á alheimsvísu fyrir að vera góður staður til að stofna fyrirtæki. Dubai er stærsta borgin í UAE og hún býður upp á mikið af kostum fyrir fyrirtækjaeigendur.

  • Enginn tekjuskattur á einstaklinga eða félaga
  • Takmarkaðar viðskiptahömlur
  • Pólitískur stöðugleiki

Hvernig þú stofnar dropship fyrirtæki í UAE

Skref 1: Búðu til plan fyrir dropship fyrirtækið þitt

Búðu til viðskiptaplan til að átta þig á því hvað þú vilt selja og hver markhópurinn þinn á að vera. Kynntu þér samkeppnisaðilana, upplýsingar um markaðskimann þinn, vörurnar sem þú ætlar að selja, verðlagningaráætlanir og markaðssetningu.

Finndu góðan dropship birgi

Til að geta stofnað dropship verslun í UAE þarftu að vera með birgi sem er starfræktur í landinu. DropshippingXL er áreiðanlegt dropship prógramm með yfir 90.000 heimilis- og garðvörum, gæludýravörum, íþróttavörum, leikföngum og öðru.

Við erum með vöruhús um allan heim, þar á meðal í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, og kúnnarnir þínir í UAE fá þannig hágæðavörur, hraða sendingu og auðveld skil.

Skref 2: Veldu tegund rekstrareiningar

Það eru þrír valmöguleikar hvað varðar rekstrareiningar í UAE. Þetta eru fríverslunarsvæði, meginlandsrekstur og frálandsrekstur. Hver þessara valmöguleika býður upp á mismunandi uppsetningu hvað varðar eignarhald fyrirtækisins.

Fríverslunarsvæði

Það eru yfir 40 fríverslunarsvæði í UAE og stór hluti af þessum svæðum er í Dubai.

  • Eignarhald: 100% eignarréttur á fyrirtæki fyrir útlendinga og erlenda fjárfesta.
  • Skattar: Njóttu góðs af 0% virðisaukaskatti (VSK), tekjuskatti, fyrirtækjaskatti og tolli.
  • Atvinnurekstur: Fyrirtæki innan fríverslunarsvæðis geta ekki stundað viðskipti á meginlandinu án þess að vera með staðbundinn fulltrúa.

Meginland (álandsrekstur)

Meginlandsfyrirtæki í Dubai starfa utan fríverslunarsvæðanna. Þetta er efnahagslögsaga sem er stjórnað af hagþróunardeildinni (Department of Economic Development eða „DED“).

  • Eignarhald: 100% eignarréttur á fyrirtæki fyrir útlendinga og erlenda fjárfesta.
  • Skattar: 9% fyrirtækjaskattur á tekjum sem fara yfir AED 375.000.
  • Atvinnurekstur: Það eru engin takmörk á því hvar þú getur stundað atvinnurekstur í UAE, þar á meðal á fríverslunarsvæðum.

Frálandsrekstur (ekki með fasta búsetu)

Frálandsrekin fyrirtæki eru skráð í Dubai en stunda ekki viðskipti á meginlandinu eða eru með skrifstofuhúsnæði þar.

  • Eignarhald: 100% eignarréttur á fyrirtæki fyrir útlendinga og erlenda fjárfesta. Fyrirtækið getur hins vegar ekki verið með raunaðstöðu í UAE.
  • Skattar: Njóttu góðs af 0% virðisaukaskatti (VSK), tekjuskatti, fyrirtækjaskatti og tolli.
  • Atvinnurekstur: Það eru engin takmörk á því hvar þú getur stundað atvinnurekstur í UAE, þar á meðal á meginlandinu og fríverslunarsvæðum.

Skref 3: Skráðu viðskiptaheitið þitt

Ef þú vilt sækja um fyrirtækjaleyfi í UAE þá þarftu samkvæmt lögum að skrá viðskiptaheitið þitt. Umsóknin krefst þess að þú gefir upp þrjá valmöguleika á nafni sem fylgja einföldum reglum, eins og til dæmis að vísa ekki í trúarleg nöfn og ríkisstjórnartengd nöfn eða innihalda dónaleg orð. Þú getur sótt um fyrirtækjaheitið þitt á síðu hagþróunardeildarinnar.

Skref 4: Nældu þér í fyrirtækjaleyfi

Það er lagaleg skylda að vera með fyrirtækjaleyfi áður en dropship fyrirtæki eða annað fyrirtæki í UAE er stofnað (hvort sem það er netverslun eða verslun í húsnæði).

Það eru þrír möguleikar í boði fyrir netverslun:

1. eTrader-leyfi

Þetta leyfi gerir þér kleift að selja vörur sem eru skráðar í UAE. Aðeins ríkisborgarar í UAE eða samstarfsráði Arabaríkjanna við Persaflóa (GCC) geta sótt um þetta leyfi. Þú getur sótt um á netinu á síðu hagþróunardeildarinnar.

2. Gáttaleyfi („portal licence“)

Gáttaleyfi gerir þér kleift að tengja kaupendur við seljendur. Þetta leyfi er opið fyrir ríkisborgara utan UAE og þá sem búa erlendis og það er tilvalið fyrir netfyrirtæki sem langar að selja á Amazon, Noon, eBay eða svipuðum markaðstorgum. Ef þú vilt sækja um þá þarftu að hafa beint samband við fríverslunarsvæðið sem þú vilt starfa í. Ef þú vilt vera með rekstur á meginlandinu, skoðaðu þá heimasíðu hagþróunardeildarinnar.

3. Sýndartengt fyrirtækjaleyfi („virtual company licence“)

Atvinnurekendur utan UAE eiga rétt á að sækja um sýndartengt fyrirtækjaleyfi. Þetta gerir þeim lagalega kleift að stunda netverslun í UAE. Aðeins er hægt að sækja um þetta leyfi fyrir tölvuforritun, hönnun, prentun og auglýsingaþjónustu. Þú getur sótt um þetta leyfi á vefsíðu Dubai Commercial City.

Skref 5: Leigðu skrifstofuhúsnæði

Þetta skref á einungis við um netverslunarfyrirtæki sem eru starfrækt á meginlandi UAE. Ef svo er þá þarftu skrifstofuhúsnæði sem er að minnsta kosti 18.5 fermetrar á stærð.

Skref 6: Opnaðu bankareikning í UAE

Að lokum þartu að opna bankareikning í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta gerir þér kleift að fylgjast með fjárstreymi og rekstrarkostnaði, sækja um viðskiptalán og borga skatta eins og á við.

Það er algjörlega þess virði að stofna dropship fyrirtæki í UAE

Með þessum skrefum kemurðu dropship fyrirtækinu þínu á laggirnar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum áður en þú veist af. Skoðaðu vefsíðu dropshippingXL ef þú vilt læra meira um dropshippingXL. Þú færð aðgang að vinsælum vörur, viðskiptastuðningi allan sólarhringinn og svo borgarðu 0% sölulaun.

Tengdar greinar:

  • Af hverju ættir þú að stofna dropshipping fyrirtæki í UAE
  • Að græða peninga í UAE: 5 arðbærar viðskiptahugmyndir fyrir árið 2023
  • 16 vinsælustu netverslanir í UAE árið 2023
  • dropshippingxl intro blog