Hvernig er hægt að hefja dropship rekstur án heimasíðu?

dropshippingxl intro blog

Það er vissulega kostur að geta sett upp heimasíðu fyrir dropship verslunina þína en það er þó hægt að hefja reksturinn án þess að leggja út í formlega heimasíðugerð.

Margir eru eflaust ekki nógu öruggir í tæknimálum til að gera þetta sjálfir og vilja sleppa við þann kostnað sem felst í því að ráða vefhönnuð og/eða forritara í upphafi.

Fyrir þá finnast aðrar leiðir til að prófa sig áfram með reksturinn áður en lagt er út í þá skuldbindingu sem heimasíða getur verið.

Markaðstorg á netinu

Auðveldasta leiðin til að selja án eigin vefsíðu er að nota þjónustu annarra. Þetta er mjög gott dæmi um að það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið!

Á netinu má finna fjölmörg markaðstorg sem hafa verið starfrækt um árabil og öðlast traust viðskiptavina sinna.

Það er skynsamlegt að láta þessi markaðstorg sjá um það sem þau gera best, að auglýsa og laða að viðskiptavini.

Það eina sem þú þarft að gera er að ganga úr skugga um að vörulýsingar séu vel skrifaðar, að réttar upplýsingar komi fram um vöruna og að viðskiptavinurinn sjái gæði og notagildi vörunnar í gegnum síðuna og sé þar með líklegri til að kaupa.

Hvað er netmarkaðstorg?

Það er kannski ekki úr vegi að kynna hugtakið fyrir þeim sem ekki þekkja til. Samkvæmt Forbes:

"Markaðstorg á netinu er vefsíða eða smáforrit sem sér um framsetningu á vörum fyrir marga, mismunandi aðila.

Rekstraraðili markaðstorgsins sér ekki um birgðahald, heldur snýst rekstur þeirra um að kynna vörur frá öðrum og liðka fyrir viðskiptum."

Hver eru vinsælustu markaðstorgin?

Gögn Statista frá apríl 2021, sýna að vinsælustu netmarkaðstorgin á þeim tíma voru eftirfarandi:

1. Amazon

2. eBay

3. Mercado Libre

4. Rakuten

5. AliExpress

6. Shopee

7. Walmart

8. Etsy

9. Taobao

10. Pinduoduo

Af þessum lista, ætlum við að rýna nánar í þau 5 netmarkaðstorg sem þykja best fyrir smásölu á netinu.

5 bestu netmarkaðstorgin fyrir seljendur

Amazon

Amazon er án vafa stærsta netmarkaðstorg heims. Í júní 2021 fékk Amazon.com yfir 2,7 milljarða heimsókna á vefinn, að því er Statista greinir frá.

  • Það er leyfilegt að setja upp dropship verslun í gegnum Amazon.
  • Seljendur þurfa þó að fara eftir þeim dropshipping skilmálum sem Amazon setur.
  • Amazon markaðstorgið hefur starfsemi í 19 löndum: Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Japan, Singapúr, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Brasilíu, Ástralíu, Indlandi, Hollandi, Sádi-Arabíu, Tyrklandi, Svíþjóð og Póllandi
  • eBay

    eBay hefur löngum verið leiðandi fyrirtæki þegar kemur að netsölu og var með næstflestar heimsóknir af markaðstorgum árið 2021, skv. tölum frá Statista.

  • Það er leyfilegt að setja upp dropship verslun á eBay.
  • eBay setur þó skilyrði í dropshipping skilmálum sínum að vörurnar séu sendar beint frá heildsala.
  • eBay starfrækir yfir 190 markaðssíður sem eru notaðar af 150 milljón neytendum um allan heim.
  • Flestir seljendur á eBay árið 2020 voru staðsettir í Bandaríkjunum (31%) og Bretlandi (29%). Þýskaland og Kína fylgja þar á eftir.
  • Mercado Libre

    Mercado Libre er stærsta netmarkaðstorg Suður-Ameríku. Það er í þriðja sæti yfir mest heimsóttu markaðstorg heims, eins og sést á gögnum frá Statista á myndinni hér að ofan.

  • Það er leyfilegt að setja upp dropship verslun á Mercado Libre.
  • Vettvangurinn er starfræktur í 18 löndum en stærsta markaðssvæðið þeirra er Brasilía.
  • Hagspár gera ráð fyrir því að netsmásalan verði komin í 160 milljarða Bandaríkjadala árið 2025.
  • Frekari upplýsingar um dropship verslun í gegnum Mercado Libre er hægt að finna á seljendasíðum þeirra.
  • Kaufland

    Þýska verslunarkeðjan Kaufland keypti netmarkaðstorgið Real.de árið 2021. Kaufland er í eigu Schwarz Gruppe, sem einnig á Lidl verslanirnar.

    Í mars 2021 opnaði Kaufland markaðstorg sitt fyrir netverslun, með samþættingu við real.de, og selur nú yfir 25 milljón vörur.

  • Þýskaland er fimmti stærsti netverslunarmarkaður heims.
  • Það er leyfilegt að setja upp dropship verslun á Kaufland.de.
  • Hægt er að finna frekari upplýsingar um dropship stefnu þeirra í gegnum Kaufland Seller University.
  • Fjöldi mánaðarlegra heimsókna jókst úr 30 milljónum í október 2021 í yfir 50 milljónir í desember 2021, að því er fram kemur á SimilarWeb.
  • Walmart

    Walmart er gríðarstór aðili á bandarískum netmarkaði en sala þeirra jókst um heil 79% á árinu 2021.

    Greinendur spá því að Walmart geti farið fram úr Amazon í netsmásölu og í því samhengi hefur Jungle Scout greint frá því að vöxtur Walmart væri fimm sinnum meiri en Amazon í Október 2021.

  • Það er leyfilegt að setja upp dropship verslun hjá Walmart.
  • Þó verður dropship fyrirtækið að vera staðsett í Bandaríkjunum.
  • Fyrir frekari upplýsingar er hægt að skoða skilmála Walmart fyrir sölu í gegnum þriðja-aðila.
  • Mánaðarlegar heimsóknir á síðuna eru frá 400 til yfir 600 milljónir, samkvæmt upplýsingum SimilarWeb frá 2021.
  • Skv. upplýsingum frá 2021, er Walmart með 7,1% af markaðshlutdeild netverslunar í Bandaríkjunum.
  • Samantekt

    Þá höfum við rætt um nokkrar leiðir sem eru færar til að hefja dropship rekstur án þess að setja upp eigin heimasíðu. Við mælum þó eindregið að koma á fót léni með eigin nafni til að hámarka arðsemi rekstursins.

    Aðrar gagnlegar greinar:

  • Hvernig er hægt að græða á Instagram?
  • Stuttur leiðarvísir fyrir dropshipping í gegnum Amazon!
  • Haldgóðar leiðbeiningar fyrir Woocommerce viðbætur
  • dropshippingxl intro blog