Er arðbært að hefja dropship rekstur árið 2022?

dropshippingxl intro blog

Dropship rekstrarmódelið hefur notið vinsælda á síðustu árum en er þessi rekstur ennþá arðbær árið 2022? Í þessari grein förum við yfir nokkrar lykiltölur í netverslunarheiminum til að komast að því hvort það er tímans virði að leggja út í dropship rekstur.

Hvað er dropship?

Dropship er viðskiptamódel fyrir netverslanir. Það hefur notið vinsælda sökum þess hve auðvelt það er að hefja reksturinn og fyrir lágan stofnkostnað. Með dropship módelinu fer salan fram í netverslun en pantanir eru afgreiddar og sendar í gegnum vöruhús samstarfsaðila.

Svona fer dropship ferlið fram:

  • Einstaklingur stofnar dropship verslun og finnur áreiðanlegan samstarfsaðila.
  • Dropship seljandinn greiðir samstarfsaðila mánaðarlegt gjald fyrir leyfi til þess að endurselja og markaðssetja vörur frá honum.
  • Drophip seljandinn verðleggur vörurnar sjálfur og hefur milligöngu um söluna á eigin vefsíðu eða netmarkaðstorgi.
  • Þegar vara er pöntuð í gegnum dropship síðuna eru vörurnar afgreiddar hjá samstarfsaðila og sendar beint frá honum.
  • Því þarf dropship seljandinn ekki að hafa vörurnar til á lager eða eyða fé og fyrirhöfn í lagerhúsnæði eða ráða starfsfólk til að sinna pöntunum.
  • Er arðbært að hefja dropship rekstur árið 2022?

    Heimsfaraldurinn breytti kaupvenjum á netinu og þær breytingar virðast vera komnar til þess að vera. Samkvæmt Statista, versluðu yfir 2 milljarðar manns á netinu árið 2020. Tveimur árum síðar er netverslunarmarkaðurinn enn á uppleið og fólk ver ennþá miklum tíma á netinu.

    Verslun á netinu verður 6 billjón dollara virði árið 2024

    Markaðsspá frá Insider Intelligence gerir ráð fyrir að netviðskipti aukist um 1 billjón dollara frá 2022 til 2024.

    Í grein þeirra segir meðal annars að "búist sé við því að netviðskipti á heimsvísu nái stöðugleika árið 2022 eftir 2 ár af ófyrirsjáanleika og óvenjulegum vexti. En jafnvel þótt hægi á vexti er reiknað með að ný heildarútgjöld verði gríðarleg.“

    Fjórðungur af allri smásölu verður í gegnum netverslanir.

    Árið 2025 spáir Statista því að hluti netverslunar af smásölu á heimsvísu verði allt að 25%. Það er ansi góð sneið af kökunni, þegar horft er til þess hvaða aðrir möguleikar eru í boði.

    Fólk ver meiri tíma á netinu.

    Lokanir og takmörkuð starfsemi vegna heimsfaraldursins tvöfaldaði netnotkun árið 2020. Samkvæmt Statista var meðaltíminn á netinu árið 2019 3 klukkustundir og 23 mínútur á dag. Frá árinu 2020 hefur sú tala hækkað upp í næstum 7 klukkustundir á dag.

    Tölfræði sýnir að fólk um allan heim er enn tengdara internetinu en nokkru sinni fyrr, jafnvel eftir að heimsfaraldurinn náði hámarki sínu.

    Þessi tala fer upp í 10 klukkustundir og 46 mínútur á netinu á dag fyrir Suður-Afríkubúa, segir rannsókn frá Data Reportal. Og þetta er einungis að meðaltali, sumir eyða því mun meiri tíma en þetta á netinu.

    Auglýsingar ná til fleiri netnotenda

    Fleiri notendur og lengri notkun þýðir að netauglýsingar hafa betri möguleika á að ná til markhópsins. Blanda af greiddum auglýsingum, skjáauglýsingum, samstarfi við áhrifavalda og leitarorðamarkaðssetningu er vænlegast til ávinnings í dropship rekstri.

    Samkvæmt tölum frá janúar 2022, verja notendur að meðaltali 2 klst og 27 mínútum á samfélagsmiðlum daglega. Tölfræði frá Data Reportal sýnir að fólk notar um 35% af þeim tíma sem það er á netinu í að skoða samfélagsmiðla.

    Þetta þýðir að samfélagsmiðlar eru með vinsælustu afþreyingunni á netinu. Árið 2020 notuðu yfir 3,6 milljarðar manns samfélagsmiðla. Statista áætlar að notendum fjölgi í 4,4 milljarða árið 2025.

    Rannsóknir sýna að fimm vinsælustu leiðirnar til að finna upplýsingar um vöru eða þjónustu eru: netleit, sjónvarpsauglýsingar, munnleg meðmæli, auglýsingar á samfélagsmiðlum og vörusíður framleiðenda.

    Auglýsingar í leitarvélum, greiddar auglýsingar á samfélagsmiðlum og auglýsingabirting á öðrum vefsíðum eru góðar og gildar leiðir til þess að auka umferð inn á dropship verslun og auka söluna.

    Dropship módelið þarf engar stórar fjárfestingar

    Lykilástæðan fyrir arðsemi dropship módelsins er lágur start- og rekstrarkostnaður. Í hefðbundnari rekstri þarf að bera umtalsverðan kostnað í upphafi, til dæmis við leigu á lagerhúsnæði, kaupum á vörubirgðum og afgreiðslukerfi. Þetta á ekki við í dropship rekstri. Eini upphafskostnaðurinn er áskriftargjald til samstarfsaðila, vefsíðugerð, nettenging og tölva til að vinna á.

    Jafnvel með meiri umsvifum helst rekstrarkostnaðurinn nokkuð lágur. Sá aukakostnaður sem mætti gera ráð fyrir er launakostnaður þegar fyrirtækið nær þeirri stærð að þurfa fleira starfsfólk, uppfærslur á netverslun, auglýsingar og kynningar.

    Lokaorð

    Tölfræðin talar sínu máli fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér betur hvað felst í netverslun og dropship rekstri. Í hinum stafræna heimi tengist fólk saman á nýjan hátt og möguleikarnir á að ná til breiðari viðskiptavinahóps aukast. Svo við svörum spurningunni, er arðbært að hefja dropship rekstur árið 2022? Já, tvímælalaust!

    Þú gætir einnig haft áhuga á:

  • 10 tölfræðiatriði um netinnkaup
  • Hvernig þú velur nafn á dropship verslunina þína
  • Leiðarvísir fyrir byrjendur í dropship rekstri
  • dropshippingxl intro blog