Verslunarvenjur Z-kynslóðar á netinu

dropshippingxl intro blog

Afar gott er að vita hver markhópurinn er þegar netverslun er opnuð. Z-kynslóðin er yngsta kynslóðin á vinnumarkaðnum í dag og hún hefur töluverðan kaupmátt. Þetta er kynslóð sem hefur alist upp með internetinu og hún er því alvön netverslun á allan hátt.

Nærmynd af Z-kynslóðinni

Z-kynslóðin þekkist einnig sem Gen Z eða Zoomerar. Fólk af þessari kynslóð er fætt á árunum 1997 til 2012 og það ólst upp með internetinu og farsímum - ólíkt öllum öðrum kynslóðum. Það man ekki eftir hringinetinu góða, VHS spólum eða lífinu fyrir gervihnattaöldina alfarið.

Það hefur ennfremur notið góðs af því að geta fengið gamla snjallsíma og spjaldtölvur frá eldri systkinum eða foreldrum. Samkvæmt niðurstöðum The Modern Mobile Gamer: Gen Z Edition könnunarinnar fyrir ironSource (2022) þá eignuðust 61% bandaríkjamanna af Z-kynslóðinni sinn fyrsta snjallsíma á aldrinum 11-17 ára og 22% eignuðust hann fyrir 10 ára aldur. Samkvæmt Statista áttu 94% af 12-13 ára unglingum í Þýskalandi snjallsíma árið 2021.

Z-kynslóðin og samfélagsmiðlar

Eftirfarandi er tölfræði sem sýnir hvernig Z-kynslóðin notar internetið:

  • 55% streyma kvikmyndir eða þáttaraðir á hverjum degi í Evrópu (Statista, 2022)
  • 40% spila á netinu á hverjum degi í Evrópu (Statista, 2022)
  • Meðaltalið ver næstum 24 klukkustundum á TikTok í hverjum mánuði á heimsvísu (Hootsuite, 2022)
  • Aðeins 2% nota Facebook í Bandaríkjunum (Pew Research, 2022)
  • 40% nota Instagram eða TikTok í staðinn fyrir Google Search eða Google Maps (PetaPixel, 2022)
  • 65% fylgja tískumerkjum á samfélagsmiðlum (Ad Tech Daily, 2021)
  • Z-kynslóðin og netverslun

    Z-kynslóðin kemur rétt á eftir þúsaldarkynslóðinni hvað varðar að vita hvað hún vill þegar hún verslar á netinu. Kaupmáttur kynslóðarinnar fer vaxandi þegar hún fer út á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn og viðhorf kynslóðarinnar til ákveðinna vörumerkja er gríðarlega mikilvægt þegar hún verslar.

    40% neytenda á heimsvísu eru af Z-kynslóðinni

    Samkvæmt McKinsey voru 40% neytenda á heimsvísu árið 2020 af Z-kynslóðinni og því er þetta markaður sem þú getur ekki hunsað. Í sömu grein var sagt frá því að kaupmáttur kynslóðarinnar væri 150 milljarðar Bandaríkjadala eða rétt undir þeim 200 milljörðum sem þúsaldarkynslóðin verslar fyrir. Intelligence Insider spáir því að árið 2025 verði 85% bandarískra kaupenda af Z-kynslóðinni (55,6 milljónir).

    85% leggja pening í sparnað

    Gen Z Planet (2022) gerði könnun á Z-kynslóðinni og komst að því að gríðarlegur meirihluti kynslóðarinnar sparar allt að helming af þeim pening sem hún þénar. Allt að 26% setja þennan pening á verðbréfamarkaðinn.

    2 af hverjum 3 myndu sniðganga vörumerki

    Í 5WPR neytendaskýrslunni (2021) kom fram að Z-kynslóðin kynnir sér siðferði og pólitíska afstöðu vörumerkis áður en hún verslar. 51% neytenda voru sammála því að þeir vilji versla hjá vörumerki sem er með sama gildismat og þeir sjálfir. McKinsey komst að sama skapi að því að 2 af hverjum 3 myndu sniðganga vörumerki eða versla við annað vörumerki, allt eftir skoðunum vörumerkisins.

    68% versla í símanum sínum 1-4 sinnum í viku

    Samkvæmt The Modern Mobile Gamer: Gen Z Edition fyrir ironSource (2022) versla rétt tæplega 7 af hverjum 10 einstaklingum af Z-kynslóðinni á snjallsímanum sínum 1 – 4 sinnum í viku. Heimsending á mat er einnig vinsæl hjá Z-kynslóðinni en 60% fær mat heimsendan reglulega. Á heildina litið segjast 57% gera regluleg smásölukaup í farsímanum sínum.

    Hvatvís kaup

    Þó að Z-kynslóðin sé góð í að spara þá getur hún oft átt það til að gera hvatvís kaup. Samkvæmt 5WPR skýrslunni kaupa allt að 77% kaupenda vörur við fyrstu sýn „alltaf eða stundum“. Þetta er í samanburði við 80% þúsaldarkynslóðarinnar sem segist gera það sama.

    Samantekt

    Z-kynslóðin er einstök hvað varðar netverslunarhegðun og dropship söluaðilar ættu að hafa það í huga þegar þeir markaðssetja vörur til þessa markhóps. Kynslóðin fylgist með trendum, inngildingu og sjálfbærni - þáttum sem hún telur mikilvæga þegar hún verslar.

    Tengdar greinar

  • Netverslanir fyrir þúsaldarkynslóðina
  • Hvernig á að skrifa persónulegan texta til viðskiptavinarins? Leiðbeiningar og ráð
  • Hvernig þú veitir persónulega viðskiptaupplifun í netverslun
  • dropshippingxl intro blog