Kostir þess að vera með nokkrar tekjulindir

dropshippingxl intro blog

Flestir eru einungis með eina tekjulind. Eitt fyrirtæki, ein laun, ein leið til að þéna pening sem heldur okkur gangandi.

Vandamálið er að við setjum gríðarlega mikla pressu á þessa einu tekjulind. Hvað gerist þegar óvæntir atburðir banka upp á? Meiðsli, niðurskurður á starfi, breytingar innan fyrirtækis, aukið álag, heimsfaraldur - það er skelfilegt að missa einu tekjulindina sína.

Margar tekjulindir stuðla að meiri sveigjanleika hvað varðar fjármál. Þetta gæti verið í formi eins eða fleiri viðskiptaverkefna og fjárfestinga til að búa til fjárhagslegt eignasafn.

Tegundir tekjulinda

Tekjulindir geta annað hvort verið virkar eða passífar.

Með virkum tekjum er átt við peninga sem þénaðir eru af launuðu starfi - tekjur sem krefjast verulegs tíma og orku. Passífar tekjur eru tekjur sem nást með mjög lítilli fyrirhöfn, þ.e.a.s þegar þú startar tekjulindinni þá aflar hún tekna upp á eigin spýtur. Þetta gæti t.d. verið dropship verslun, hlutabréf eða hlutafé, bókasala eða hlutdeildarmarkaðssetning.

Hverjir eru kostir þess að búa yfir nokkrum tekjulindum?

Færri peningaáhyggjur

Fjármál eru eitt mesta kvíðaefnið fyrir marga. Samkvæmt Consumer Pulse könnun McKinsey frá árinu 2022 sögðust að meðaltali 53% aðspurðra í Evrópu hækkandi verð vera helsta áhyggjuefnið. Könnunin náði til 1.000 svarenda frá hverju Evrópulandi. Bretland var þar fremst í flokki með 67% svarenda sem sögðust hafa mestar áhyggjur af verðbólgu, á Spáni var talan 55%, í Frakklandi var talan 54%, í Þýskalandi var talan 48% og í Ítalíu var talan 42%.

Innrásin í Úkraínu, atvinnuleysi, öfgafullt veðurfar og Covid-19 olli öllum evrópskum svarendum töluvert minni áhyggjum heldur en peningar.

Að sama skapi sýndi könnun á 3.000 Áströlum sem framkvæmd var af Anu Centre for Social Research Methods að tala fólks sem er í fjárhagsvanda hækkaði um 5 prósent frá nóvember 2020 til febrúar 2021. Peningaáhyggjur voru meiri en áhyggjur af Covid-19, en næstum 79% svarenda voru mjög ánægðir með það hvernig heimsfaraldurinn var höndlaður í Ástralíu.

Fjárhagslegt frelsi minnkar kvíðann, gefur þér tíma til að einbeita þér að heilsunni þinni og fjölskyldunni þinni og það gefur þér ennfremur tækifæri á að njóta lífsins.

Hvernig þú startar hringrás auðsins

Algengt er að fólk haldi að milljónamæringar hafi erft allar milljónirnar. Þó að það sé vissulega rétt að sumir milljónamæringar séu heppnir að fæðast inn í kynslóðaauð (fjölskyldur sem halda auði sínum gangandi í nokkrar kynslóðir) þá er staðreyndin þó sú að flestir milljónamæringar eru sjálfskapaðir.

Samkvæmt 2019 Millionaire Outlook Study af Fidelity voru 82% af þeim 1.102 milljónamæringum sem tóku þátt í könnuninni sjálfskapaðir. Tom Corley, höfundur "Rich habits: The daily success habits of wealthy individuals" (2021) komst að því sama. Hann rannsakaði 361 ofurríkan einstakling og af þeim voru 76% sjálfskapaðir milljónamæringar.

Þessir einstaklingar hafa nú tækifæri til að hefja hringrás kynslóðaauðs.

Vinnan þarf að vera snjallari, ekki erfiðari

Fullt starf er hentugt til að spara pening þar sem þú þarft pening til að fjárfesta. 40 klukkustunda vinnuvika gefur þó fáum færi á að sinna hliðarverkefnum þegar búið er að keyra í vinnuna, elda, verja tíma með vinum og vandamönnum, stunda líkamsrækt og sjá um heimilið.

Afar mikið álag getur fylgt þessari tegund tekna. Stór hluti af vikunni þinni er helgaður einni tekjulind.

Til að gera fjármálin þín skilvirkari þá þarftu að nýta þér passífar tekjulindir. Eyddu minni tíma í aðeins eina tekjulind og reyndu í staðinn að ná þeim stað þar sem þú getur skipt tíma þínum á milli verkefna.

Lykilatriðið er að finna leiðir til að þéna sem mestan pening með sem minnstu álagi. Ekki er óalgengt að hátekjufólk verji 10-20 klukkustundum á viku í eina virka tekjulind og restina af vinnuvikunni í að sjá um 2-3 aukatekjulindir.

Skapaðu fjárhagslega möguleika

Með því að fjölga tekjulindunum þínum geturðu komið í veg fyrir að þú veðjir einungis á einn hest. Þú þarft þar að auki ekki að hafa eins miklar áhyggjur ef það slaknar á einni tekjulindinni. Svona græðir auðfólk pening og heldur sér öruggu á óöruggum tímum.

Tom Corley komst að því að 65% sjálfskapaðra milljónamæringa sem svöruðu spurningalistanum hans voru með þrjár tekjulindir, 45% voru með fjórar og 29% voru með fimm.

Þénaðu pening af hæfileikunum þínum og áhugamálum

Margir sjálfskapaðir milljónamæringar fjárfestu í fyrirtækjum sem þeir höfðu áhuga á. Vinna í fullu starfi fyrir vinnuveitanda takmarkar valkostina þína og neyðir þig til að vinna með vörur sem þú trúir kannski ekki fyllilega á.

Þetta er auðveldara en þú heldur

Margir telja að hugmyndin um að verða mjög ríkur upp á sjálfsdáðir og án kynslóðaauðs sé mýta eða möguleiki sem er fjarri flestum. Hinn stafræni nútímaheimur bíður þó upp á allskyns tól sem geta breytt fjárhagsstöðu þinni til muna ef þú tekur frá tíma og vinnu til þess að nýta þér tólin.

Líttu bara á áhrifavalda á YouTube og TikTok. Þeir byrja með myndavél, fartölvu, aðgang að internetinu og áhugamáli sem þeir vilja deila með áhorfendum sínum.

Þú getur byggt upp auð ef þú einfaldlega forgangsraðar tímanum þínum, hefur aga og nýtir þér þau tól sem eru í boði.

Gefðu þér tíma til að mennta þig, gera rannsóknir, finna leiðbeinanda, læra að stofna fyrirtæki á netinu og læra að fjárfesta. Þú getur byrjað rólega og bætt við nýjum tekjulindum smátt og smátt.

Lokaorð

Með rétta hugarfarinu geturðu fengið bæði fjárhagslegan stöðugleika og lífið sem þig langar að lifa.

Tengdar greinar

  • Er enn arðbært að hefja dropship rekstur árið 2022?
  • Markaðssetning með tölvupósti sem öflugasta tólið til að auka sölu
  • Góð ráð til að byggja upp dropship verslun sem gæti skilað allt að €50.000 mánaðartekjum
  • dropshippingxl intro blog