Kostirnir við að selja vistvænar vörur sem dropship seljandi

dropshippingxl intro blog

Vistvænar vörur eins og bambustannburstar, barnaleikföng úr tré og endurnýtanlegir vatnsbrúsar hafa verið vinsælar undanfarin ár en hver er staðan núna? Það er þess virði að kanna hvort neytendur eru ennþá á sömu línu þegar kemur að umhverfisvænum vörum og spá þannig fyrir um kauphegðun.

Hvað eru vistvænar vörur?

Vistvænar, grænar eða sjálfbærar vörur eru framleiddar úr endurnýttum eða endurunnum efnivið eða efni sem er unnið á náttúrulegan hátt. Framleiðsluferlið tekur mið af umhverfissjónarmiðum á borð við:

  • Að draga úr einnota plasti í framleiðslu og umbúðum.
  • Að minnka kolefnisspor
  • Að búa til vörur sem er auðvelt að farga eða brotna auðveldlega niður eftir notkun
  • Af hverju ættir þú að selja vistvænar vörur?

    Markaðurinn er nokkuð stór

    Eftirspurn eftir grænum og vistvænum vörum hefur aukist á undanförnum árum. Þegar horft er yfir heildarmarkaðinn fyrir græna tækni og sjálfbærni var hann virði 10,32 milljarða bandaríkjadala árið 2020 og samkvæmt spá Allied Market Research er búist við því að sú upphæð verði 75 milljarðar dala árið 2030. Þetta þýðir samsettan vöxt upp á 21,9% á ári.

    Eftir því sem grænni orku og tækni fleygir fram, verður eftirspurnin eftir vistvænum neytendavörum meiri. Til dæmis hafa húseigendur á síðustu árum sýnt mikinn áhuga á húsgögnum og húsmunum sem framleiddir eru eftir umhverfisvænum leiðum. Skýrsla frá Grand View Research spáir því að markaður með vistvæn húsgögn verði um 60 milljarða dala virði árið 2027.

    Þúsaldar- og Z-kynslóðirnar hafa áhrif

    Í skýrslu frá Global Consumer Insights Pulse Survey frá PwC frá 2022 kemur fram að þessir aldurshópar séu líklegri en eldri kynslóðir til að huga að uppruna vöru í tengslum við umhverfisþætti og atriði á borð við samfélagsleg og pólitísk áhrif. Um 50% svarenda í könnuninni sögðu að þessir þættir hefðu áhrif á traust þeirra til vörumerkis og hversu líkleg þau væru til að mæla með því við aðra. 58% fólks frá 27-32 ára sögðust hafa breytt neysluvenjum sínum í átt að vistvænum vörum.

    Í skýrslu frá First Data 2019 sem ber heitið „Gen Z Shoppers Demand Sustainable Retail“, kom fram að Z-kynslóðin hefur haft mikil áhrif á neysluvenjur eldri kynslóða, þ.e. foreldra, afa og ömmu. Þeim hefur þannig tekist að sannfæra fjölskyldumeðlimi sína um að sýna meiri ábyrgð og umhyggju fyrir plánetunni.

    Neytendur eru tilbúnir til að borga meira.

    Í öllum aldurshópum voru 2/3 hlutar aðspurðra tilbúnir til þess að borga hærra verð fyrir vistvænar og/eða sjálfbærar vörur. Í skýrslu 2021 First Data, "The Sustainability Disconnect between Consumers & RetailExecutives" voru næstum 90% svarenda af X-kynslóðinni tilbúnir að greiða 10% hærra verð fyrir vöru framleidda með umhverfismál að leiðarljósi. Í sambærilegri könnun frá 2019 var hlutfallið 34% hjá sama aldurshópi.

    Heimsfaraldurinn breytti sjónarmiðum um sjálfbærni

    Rannsókn Getty Images frá 2020 leiddu í ljós að skoðanir neytenda á sjálfbærni urðu þeim mikilvægari á meðan á Covid-19 heimsfaraldrinum stóð. Hér eru nokkrar áhugaverðar niðurstöður:

  • 81% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust vænta þess að fyrirtæki væru "meðvituð um umhverfismál í öllum auglýsingum og samskiptum".
  • 69% sögðust "gera allt sem þeir geta til að minnka kolefnisspor sitt" - aukning úr 63% árið 2019.
  • Asíu- og Kyrrahafslönd eru umhverfismeðvituðust.

    Með vísan til kannana PwC benda niðurstöður til þess að þetta séu vistvænustu staðir í heimi:

  • Asíu- og Kyrrahafslönd eru með efsta sætið, einkum Indónesía (86% segjast vera vistvænni í hugsunarhætti).
  • Í Víetnam og á Filippseyjum er hlutfallið 74%.
  • 68% Egypta segjast vera umhverfissinnaðri.
  • 67% í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja það sama.
  • Samantekt:

    Niðurstöðurnar eru skýrar: Kynslóðum nútímans er annt um plánetuna og einstakar aðgerðir til að efla heilbrigði jarðarinnar. Dropship fyrirtæki ættu að íhuga að bjóða upp á nokkra umhverfisvæna valkosti fyrir þennan stóra hluta kaupenda á netinu. Sérstaklega þar sem yngri kynslóðirnar eru stærsti hluti þeirra sem versla á netinu.

    Tengdar greinar:

  • Netverslanir fyrir þúsaldarkynslóðina
  • Markaðsrannsóknir: hvernig finna má glufu á markaðnum fyrir dropship rekstur
  • 5 húsgagnatrend fyrir dropship verslanir (2022)
  • dropshippingxl intro blog