Bestu garðvörurnar til að selja vorið/sumarið 2022

dropshippingxl intro blog

Til að gera sölu og hagnað á garðhúsgögnum auðveldari fyrir þig þá höfum við hér tekið saman vinsælar vörur sem gætu kveikt áhuga þinn varðandi dropship verslunina þína.

Skoðum þær nánar.

Eldstæði

Yfirleitt er enn kalt í Evrópu á vorin, en það hindrar þó ekki fólk í að njóta útiverunnar í garðinum eða á pallinum. Eldstæði skapar notalega stemningu á nöprum kvöldum og er kærkominn miðpunktur á setusvæðinu í garðinum. Hitastigið lækkar oft skyndilega þegar kvölda tekur á vorin og sumrin og því er eldstæði ekki einungis sniðugt á haustin og veturna.

Markaðsverð

Markaðseftirlitið greindi frá því í nóvember 2021 að „á næstu fimm árum mun markaðurinn fyrir útieldstæði ná nýjum hæðum í árlegum meðalvexti hvað varðar tekjur“.

Eiginleikar vörunnar

Eldstæði fást í allskyns gerðum, allt eftir því hvaða eldsneyti þau ganga fyrir. Þar á meðal má telja eldstæði sem ganga fyrir viði, própani og náttúrulegu gas. Vinsælustu gerðirnar eru oft með öryggishlíf til að koma í veg fyrir að glæður hvirflist á fólk, grilláfestingu til að breyta eldstæðinu í grill og eldskörungi til að hægræða kolum eða viði.

vidaXL Eldstæði með Skörungi (EAN: 8720286083390)

Google Trends

Ef leitarsaga eldstæða er skoðuð á Google Trends þá sést að leitarmynstrið er stöðugt en sveiflast þó lítillega eftir árstíðum. Samkvæmt tölunum eru eldstæði einstaklegra vinsæl á Spáni. Línuritið hér að neðan sýnir áhuga á "brasero" (eldstæði á spænsku) á Spáni frá janúar 2020 til febrúar 2022.

Þegar gögnin eru borin saman við núverandi gögn frá öðrum Evrópulöndum þá sést hvar mestu möguleikarnir á hagnaði eru.

Google leitarorð

Ef við lítum á Google Adwords þá sjáum við meðaltalið fyrir mánaðarlegar leitir í febrúar 2021-2022 á Evrópumarkaði sem ná yfir Bretland, Frakkland, Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Noreg, Holland, Ítalíu, Spán, Portúgal, Sviss, Þýskaland og Írland.

Leitarorðið "brasero" er með háu hlutfalli (100 þúsund til 1 milljón leitir).

Sólhlífar

Á heitum sólardögum er gott að geta nælt sér í skugga. Með sólhlíf má búa til notalegt athvarf í garðinum sem veitir vernd gegn sólinni.

vidaXL Garðhlíf með Viðarstöng (EAN: 8718475697695)

Markaðsverð

Markaðsskýrsla frá Markaðseftirlitinu sem birt var í febrúar 2022 spáir því að alþjóðlegur markaður fyrir sólhlífar verði 929 milljóna Bandaríkjadala virði árið 2028. Gert er ráð fyrir að árlegur meðalvöxtur (CAGR) verði 5,5%.

Hvatar markaðsins

Frekari upplýsingar frá Data Intelo, 2021, sýna hvata bakvið kaup á sólhlífum:

  • Aukin meðvitund um húðkrabbamein og öldrunaráhrif sólarinnar ásamt áhuga á persónulegu útliti og verndun húðarinnar gegn sólargeislum meðal kvenkyns neytenda
  • Sólhlífar eru á viðráðanlegu verði og endast vel, sem er hvati fyrir konur í flestum tekjuhópum til að festa kaup á vörunni
  • Lítill viðhaldskostnaður ásamt auðveldri notkun og geymslu gerir sólhlífar þægilegar í garðinn
  • Þjóðir sem vert er að hafa í huga

    Asía og Kyrrahafslöndin eru ábyrg fyrir meirihlutanum af vexti markaðsins. Indland, Indónesía, Malasía, Kína, Japan og Suður-Kórea upplifa til dæmis afar háan hita á tíðum og löndin kjósa sólhlífar sem vernd fram yfir aðrar aðferðir. Ástralía, suðurhluti Norður-Ameríku og suðurhluti Evrópu eru einnig staðir sem vert er að hafa í huga varðandi viðskiptatækifæri.

    Google leitarorð

    Við skoðun á mögulegum leitarorðum þá sést að "parasol" fær 100 þúsund til 1 milljón leitir á mánuði. Þetta er miðað við Evrópulönd á borð við Bretland, Frakkland, Svíþjóð, Noreg, Belgíu, Þýskaland, Spán, Portúgal, Ítalíu, Danmörku, Noreg og Sviss. Samkeppnin er mikil en hugsanlega væri hægt að finna arðbæran kima í markaðnum þar sem töluvert mikill áhugi er á vörunni.

    Garðljós

    Útiljós eru ómissandi fyrir flesta garðeigendur. Þau eru sérstaklega hagnýt til að lýsa upp stíga og verandir á vorin og sumrin. Þau veita hlýju og notalega stemningu á útisvæðinu þegar gestir safnast saman í kvöldgolunni.

    vidaXL Svört Borðlukt (EAN: 8719099927304)

    Markaðsverð

    Samkvæmt P&S Intelligence skapaði útiljósamarkaðurinn á alheimsvísu 10,3 milljarða Bandaríkjadala í tekjur árið 2020. Market Research Future (MRF) greindi frá því árið 2021 að gert sé ráð fyrir því að árlegur meðalvöxtur á viðskipta- og smásöluvörum muni ná um 15,02% og að hann verði 25,2 milljarðar Bandaríkjadala árið 2027.

    Hvatar markaðsins

    Samkvæmt MRF eru eftirfarandi atriði meginástæðurnar fyrir vextinum:

  • Aukin notkun á orkunýtnu ljósi
  • Aukið frumkvæði stjórnvalda varðandi orkunýtni
  • Aukin þróun innviða
  • Endurbætt þráðlaus tækni fyrir útiljósakerfi
  • Notkun hlutatækni (IoT) fyrir snjallar götulýsingar
  • Vöxtur alþjóðlegs íbúafjölda með hærri ráðstöfunartekjur
  • Eiginleikar vörunnar

    Heillandi stemning og góð lýsing sem veitir aukið öryggi eru eiginleikarnir sem standa upp úr þegar neytendur leita að vörunni á netinu. Vinsælar garðlýsingar eru meðal annars borðlampar á setusvæði, kastljós, veggljós og lampastæði á vegg, pallaljós, ljósastaurar í garðinn og öryggisljós. Garðljós með hreyfiskynjara eða ljósskynjara eru tveir vinsælir kostir.

    Google leitarorð

    Samkeppnin er mikil um "garden lights" og "outdoor lights" í Google Adwords um alla Evrópu. Leitað er að orðunum að meðaltali í kringum 10 til 100 þúsund sinnum á mánuði, sem gæti gefið til kynna að hér sé gott viðskiptatækifæri fyrir dropship verslun.

    Gólfpúðar

    vidaXL Handgerður Gólfpúði (Ean: 8718475735243)

    Gólfpúðar (á ensku „pouf“ eða „pouffe“) og gólfsessur eru skemmtileg, afslöppuð og stílhrein leið til að bæta sætum og fóthvílum við rýmið. Gólfpúðinn var vinsælt húsgagn í Tyrklandi á tímum Tyrkjaveldisins þar sem hann var notaður sem millivegur milli gólfmottu og íburðarmikilla hásæta. Púðarnir hafa alla tíð síðan verið vinsæl vara. Þeir eru oft notaðir bæði úti og inni þar sem fljótt og auðvelt er að bera þá á milli rýma þegar gesti ber að garði.

    Þjóðir sem vert er að hafa í huga

    Þegar ýmis Evrópulönd eru skoðuð þá sést að reglulega er leitað að gólfpúðum í Frakklandi. Vel gæti hugsast að gólfpúðar henti félags- og matmálsvenjum Frakka sérstaklega vel þar sem þeim finnst gott að geta flakkað á milli útisvæðisins og heimilisins.

    Við getum borið vinsældir gólfpúðans í Frakklandi á Google Trends saman við vinsældir púðans í Svíþjóð. Þar þekkist púðinn sem "sitpuff" og leitartölur ná ekki sömu hæðum og í Frakklandi. Þó eru tölurnar nógu háar til að vert sé að íhuga sölu í landinu.

    Google leitarorð

    Þegar gögn Google Trends eru borin saman við Google Adwords þá er ljóst að gólfpúðar gætu verið gott viðskiptatækifæri.

    Áhugi á "pouf ottomans" jókst um 900% frá desember 2021 til febrúar 2022. Leitað er að orðinu "pouf" 100 þúsund til 1 milljón sinnum á mánuði í Evrópu - leitartölur sem teljast ansi háar.

    Lokaorð

    Hver einasti garðhlutur í þessari grein gefur spennandi möguleika fyrir einstaklinga sem eru í dropship rekstri árið 2022. Statista spáir því að alþjóðlegi útihúsgagnamarkaðurinn verði 22,9 milljarða Bandaríkjadala virði árið 2027 og því er þetta tvímælalaust markaðskimi sem vert er að skoða.

    Greinar fyrir frekari lestur:

  • 6 algeng mistök í dropship rekstri sem ber að forðast
  • 7 bestu heimilisvörurnar fyrir dropship verslunina þína
  • Sjálfshvatning fyrir dropship seljendur
  • dropshippingxl intro blog