Gagnleg tölfræði fyrir dropship aðila í samfélagsmiðlaverslun árið 2022

dropshippingxl intro blog

Gerðu dropship fyrirtækið þitt enn betra með því að nýta þér nýjustu tölfræðina. Kynntu þér markhópinn þinn og hvernig hann hegðar sér á samfélagsmiðlum. Gögn á borð við þessi eru gulls ígildi þegar þú setur saman markaðsáætlun til að hvetja til sölu á samfélagsmiðlum.

Hvað eru viðskipti á samfélagsmiðlum?

Kaup á samfélagsmiðlum eins og Instagram, Facebook eða TikTok kallast samfélagsmiðlaverslun. Vörur eru verslaðar að öllu leyti innan samfélagsmiðlarásarinnar án þess að kaupendum sé beint á netverslun.

Staðreyndir um samfélagsmiðlaverslun 2022

Samfélagsmiðlaverslun gæti orðið 1,2 trilljón Bandaríkjadala virði árið 2025

Skýrsla Accenture (2022), „Why Shopping's Set for a Social Revolution“, spáir því að samfélagsmiðlaverslun muni aukast þrefalt hraðar en netverslun. Árið 2025 ætti samfélagsmiðlaverslun að vera orðin 1,2 trilljón Bandaríkjadala virði.

Z-kynslóðin og þúsaldarkynslóðin eru taldar vera ástæðan fyrir þessari gríðarlegu aukningu. Spáð er að þessar kynslóðir muni gera 62% af kaupum í samfélagsmiðlaverslun árið 2025.

Helmingur bandarískra neytenda verslaði í gegnum samfélagsmiðla árið 2021

Insider Intelligence áætlar að nær 50% fullorðinna í Bandaríkjunum hafi verslað í gegnum samfélagsmiðla árið 2021.

Þegar fólk verslaði ekki á samfélagsmiðlum þá sagði það aðalástæðurnar meðal annars vera að það kaus alvöru verslanir (44%), að það treysti ekki greiðslumátum á samfélagsmiðlum (43%) og að hafi verið óöruggt um hvort vörurnar væru ekta (33%).

250 milljónir einstaklinga nota Facebook til að versla í hverjum mánuði

Gríðarlegur fjöldi Facebook notenda nýtir sér samfélagsmiðilinn til að gera góð kaup. Influencer Marketing Hub greindi frá því að þetta væru allt að 250 milljónir manns.

Kína er í fremstu röð hvað varðar vinsældir samfélagsmiðlaverslunar

Samkvæmt WeForum námu sölutölur úr samfélagsmiðlaverslun í Kína 363 milljarða Bandaríkjadala árið 2021, samanborið við 36,1 milljarð Bandaríkjadala í Bandaríkjunum. Þrír stærstu samfélagsmiðlarnir í Kína eru XiaoHongShu (Instagram, Pinterest og Amazon á einum stað), Pinduoduo (svipað og Groupon og Amazon sett saman) og WeChat (vinsælasta kínverska skilaboðaforritið).

70% Bandaríkjamanna myndu versla samkvæmt ráðleggingum áhrifavalda

Í könnun Global Web Index (2020) var greint frá því að 7 af hverjum 10 bandarískum netnotendum væru líklegir til að versla vörur sem áhrifavaldur sem þeir horfðu reglulega á hefði mælt með.

1 af hverjum 4 neytendum horfa í hverjum mánuði á myndband með auglýsingu frá vörumerki

Fólk á flestum aldri kýs stutt myndbönd (Z-kynslóðin, þúsaldarkynslóðin, X-kynslóðin og eftirstríðsárabörn) en Z-kynslóðin fer þar fremst í flokki þar sem sem 96% kjósa myndbönd sem eru styttri en 4 mínútur. Þessi gögn koma úr GlobalWebIndex 2022 könnuninni af Hubspot. Tæpur fjórðungur neytenda hafði gaman af vídeóefni með auglýsingum frá merkjum og horfði að meðaltali á eitt slíkt á mánuði.

Samfélagsmiðlaverslun er mest notuð af neytendum í þróunarlöndum

Samkvæmt skýrslu frá Accenture árið 2022 búa flestir þeir sem versla á samfélagsmiðlum í þróunarlöndum. Meirihluti kínverskra samfélagsmiðlanotenda (80%) notar miðla á borð við þessa til að gera innkaup. Samfélagsmiðlaverslun er hins vegar ekki eins algeng í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Vert er að vekja athygli á því að kaupendur í Kína, Indlandi og Brasilíu leggja meiri áherslu á „þætti sem hjálpa þeim að uppgötva og meta hugsanleg innkaup“ en verðlagning skiptir meira máli fyrir breska og bandaríska neytendur.

Tengdar greinar

  • Hvernig er hægt að hefja dropship rekstur án heimasíðu?
  • 7 ástæður fyrir því þegar dropship verslun gengur ekki upp
  • Grípandi myndatextar á Instagram
  • dropshippingxl intro blog