Af hverju var Oberlo lagt niður og hvaða veitendur standa dropship söluaðilum til boða í staðinn?

dropshippingxl intro blog

Oberlo, appið sem Shopify notaði til að taka við dropship pöntunum, lagði niður starfsemi 15. júní 2022. Oberlo var eitt af þekktustu forritunum sem tengdi birginn AliExpress við Shopify verslanir og þetta eru því stórfréttir fyrir dropship rekstraraðila.

Oberlo var fjarlægt af Shopify App Store þann 12. maí og dropship verslunareigendur sem eru með reikning hjá Oberlo hafa verið beðnir um að finna annan valkost.

Af hverju var Oberlo lagt niður?

Að eigin sögn Shopify er forgangsverkefnið hjá þeim „að gera það sem söluaðilum er fyrir bestu“. Þeir segjast einnig vera að „færa sig yfir í að finna ákjósanlegri lausn fyrir dropship rekstur.“ Oberlo hefur tekið ákvörðun um að einbeita sér eingöngu að þeirri hlið forritsins sem snýr að stýrikerfi og mótun dropship verslunar og það færir sig þannig alfarið frá vörupöntunarþjónustu.

Oberlo „var ekki vinsælasta appið“

Þótt Oberlo hafi verið talið stærsta nafnið sem tengdist Shopify tengiforritum þá þykir það ekki hafa verið það vinsælasta. Meðlimir Shopify töldu önnur forrit sýna betri frammistöðu og tilkomumeiri eiginleika.

Aðalástæðan bakvið endalok Oberlo var líklegast sú að fjölda notenda meðal dropship söluaðila fór sífellt fækkandi. Shopify gefst nú færi á að einbeita sér að meginþjónustu fyrirtækisins í stað þess að keppa við háþróuð vörupöntunarforrit og þjónustuveitendur.

dropshippingXL sem valmöguleiki

Spurningin sem er á allra vörum nú þegar Oberlo er við það að hverfa fyrir fullt og allt: hvaða keppinautum geta söluaðilar snúið sér að? dropshippingXL er virtur evrópskur birgir með vöruhús í fjórum heimsálfum og forritið er svo sannarlega verðugur keppinautur.

dropshippingXL er dropship forrit frá hollenska smásölurisanum vidaXL sem selur heimilis- og garðvörur. Dropship rekstraraðilar greiða mánaðarlega áskrift fyrir aðgang að meira en 90.000 vörum af ýmsum tegundum: heimilis- og garðhúsgögnum, gæludýravörum, íþróttavörum, fylgihlutum fyrir börn, barnaleikföngum og DIY- og iðnaðarvörum.

Stýrikerfi sem þú getur samlagað netversluninni þinni

dropshippingXL býður upp á tengiforrit fyrir sameiningu á WooCommerce, Magento, Lightspeed og bráðlega Shopify. Þetta þýðir að dropship rekstraraðilar geta flutt vörur frá vidaXL sjálfkrafa yfir á netverslunina sína ásamt breytingum á verðlagi og vörubirgðum í rauntíma.

Stuttur sendingartími

Oft eiga dropship birgjar þann ókost sameiginlegan að bjóða aðeins upp á gríðarlega langan sendingartíma. Vinsælir og annasamir birgjar á borð við AliExpress og Alibaba eru með aðsetur í Kína, sem þýðir að viðskiptavinir utan Austur-Asíu þurfa oft að bíða vikunum saman eftir vörum sem þegar er búið að greiða fyrir.

Margra vikna sendingartími getur skiljanlega reynst viðskiptavinum afar óásættanlegur. Netkaupendur eru orðnir vanir leifturhraðri afgreiðslu frá veitendum eins og Amazon og þá gengur hreinlega ekki að þurfa að bíða í margar vikur eftir pöntun.

dropshippingXL er með vöruhús í Hollandi, Póllandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum og pantanir ættu því að berast viðskiptavinum mun hraðar. dropshippingXL sér einnig um vöruskil fyrir þig.

Gæðavörur skila betri sölu

Leyndarmálið bakvið árangursríkan dropship rekstur er góður birgir sem býður upp á vel gerðar og einstakar vörur sem finnast ekki víðsvegar á netinu.

Þetta getur reynst áskorun ef þú notar vinsælustu dropship birgjana þar sem þeir eiga í mikilli samkeppni um sama pottinn af vörum í lægri gæðaflokki. Samstarf við dropshippingXL gerir dropship söluaðilum hinsvegar kleift að nálgast ríkulegt úrval af gæðavörum sem eru bæði eftirsóttar og með færri keppinautum í dropship bransanum.

Hjá vidaXL býðst viðskiptavinum kostur á að kaupa flotta sófa, innréttingar fyrir heimilið, garðsett, leikföng og íþróttabúnað í nýjustu tísku, svo fátt eitt sé nefnt.

Hvernig þú skráir þig í dropshippingXL

dropshippingXL veitir þér aðgang að einfaldri dropship gátt, forritaskil fyrir samþættingu verslunarinnar þinnar, auðvelda stjórnun á pöntunum og yfirgripsmikinn vörulista.

Það er lítið mál að skrá sig og engar forsendur eru fyrir skráningu. Dropship söluaðilar geta tengst dropshippingXL fyrir aðeins €30 á mánuði. Áskriftin felur í sér viðskipta- og tækniaðstoð allan sólarhringinn ásamt markaðsúrræðum og vali á einu af 30+ sölulöndum um gjörvallan heim.

dropshippingxl intro blog