Góðar ástæður fyrir því að stofna dropship fyrirtæki í Sádi-Arabíu

dropshippingxl intro blog

Konungsríkið Sádi-Arabía (KSA) er þekkt fyrir margt, þar á meðal er það upprunastaður Bedúínaþjóðflokksins, þar er stærsta eyðimerkurvin heims og þar hefur fólk stundað viðskipti með kameldýr frá örófi alda. En hvað með nútímaviðskipti?

Sádi-Arabía nútímans er byggð ungu fólki; þar er lögð áhersla á net- og símaþjónustu og stjórnvöld styðja vel við viðskipti á netinu. Þessir þættir hafa orðið þess valdandi að netverslun og hvers konar viðskipti á netinu eru orðinn fastur hluti af tilverunni í landinu. Samkvæmt Samskipta- og upplýsingatæknistofnun KSA er mikill vöxtur í innlendum netviðskiptum en einnig hefur orðið aukning í framboði frá nágrannalöndum og alþjóðlegum fyrirtækjum sem telja Sádi-Arabíu vera vænlegan markað fyrir netviðskipti.

Lestu áfram til að sjá hvaða kostir fylgja því að fara inn á sádi-arabískan netmarkað.

Upplýsingar um land og þjóð

Sádi-Arabía er eitt af þeim löndum sem í daglegu tali eru kölluð Mið-Austurlönd og nær yfir nærri 80% af Arabíuskaga. Höfuðborg landsins er Riyadh og þau lönd sem eiga landamæri að KSA eru Sameinuðu arabísku furstadæmin, Jemen, Óman, Katar, Kúveit, Írak og Jórdanía. Samkvæmt upplýsingum frá DataReportal frá janúar 2022 var íbúafjöldinn þá 35,59 milljónir, þar af var miðgildisaldur 32 ár.

KSA er einn af fremstu olíuútflytjendum heims og landið á fimmtung alls olíuauðs í heiminum, að því er Britannica greinir frá.

Gögn frá Alþjóðabankanum sýna að verg landsframleiðsla var 700,1 milljarður Bandaríkjadala árið 2020.

Dropship rekstur í Sádi-Arabíu

Árið 2016 hrintu stjórnvöld í KSA í framkvæmd svokallaðri umbreytingaráætlun og efnahagsáætlanir landsins hafa æ síðan tekið mið af því að auka stafrænt aðgengi að vörum og þjónustu. Í áætluninni eru útlistuð skref til þess að byggja upp nauðsynlega stafræna innviði í landinu og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði að mestu lokið árið 2030.

Með þessari þróun stafræns hagkerfis verður auðveldara að byggja upp annars konar iðnað og þjónustu en það sem snýr að olíuiðnaðinum. Með þessari áherslu á stafræn viðskipti eru möguleikarnir miklir fyrir netverslanir og viðskipti á netinu.

Yfirlit yfir kosti þess að hefja dropship rekstur í KSA:

  • 97,9% íbúa Sádi-Arabíu nota internetið árið 2022.
  • Verðmæti smásöluverslunar á netinu jókst um 41,6% árið 2020.
  • Í fjárhagsáætlun KSA er gert ráð fyrir 7,4% vexti vergrar landsframleiðslu árið 2022.
  • Framúrskarandi sendingar- og afhendingaraðilar á svæðinu tryggja að vörur berist fljótt.
  • Umhverfi netverslana

    Umsvif netviðskipta í Mið-Austurlöndum ásamt löndum í Norður-Afríku (MENA-svæðið) hafa hingað til verið minni en á vesturlöndum og í Kína. Markaðshlutdeild netviðskipta á MENA-svæðinu er 2,7% og 8,0% ef Sádi-Arabía er skoðuð sérstaklega. Á heimsvísu er hlutfallið 18%. Sádi-Arabía hefur nú ákveðið að feta í fótspor nágrannalandsins Sameinuðu arabísku furstadæmanna og leggja áherslu á stafræna ferla, bæði í viðskiptum og þjónustu. Tölfræðin kemur fram í gögnum frá BCG (Boston Consulting Group), 2021.

    Árið 2021 var Sádi-Arabía í 27. sæti yfir netviðskiptamarkaði með veltu fyrir 8 milljarða bandaríkjadollara, skv. ecommerceDB. Með aukinni áherslu á netviðskipti er því spáð að þessi tala hækki til muna á næstu árum.

    Statista áætlar að fjöldi þeirra sem versla á netinu verði 19,3 milljónir árið 2022 sem er aukning úr 12,9 milljónum árið 2018.

    Aukningin í netverslun í Sádi-Arabíu hefur ekki farið framhjá spekingum á sviðinu, en í Alarabiya News árið 2022 kom fram að 83% neytenda ætluðu sér að versla jafnmikið eða meira á netinu árið 2022 og árið áður.

    Umsvif netviðskipta í Sádi-Arabíu á undanförnum árum hafa aukist um 470%. Þetta er til marks um breytingar á kauphegðun neytenda.

    Samkvæmt ecommerceDB voru þetta vinsælustu vöruflokkarnir í KSA árið 2021:

  • Tískuvörur (32%)
  • Raftæki og fjölmiðlar (32%)
  • Matur og snyrtivörur (21%)
  • Leikföng, áhugamál og DIY (10%)
  • Húsgögn og heimilistæki (5%)
  • Netnotkun

    Data Reportal greindi frá því árið 2022 að 97,9% íbúa Sádi-Arabíu nota internetið, sem gefur til kynna gríðarlega möguleika fyrir netverslun á svæðinu.

    Á MENA-svæðinu hefur almenningur góðan aðgang að háhraðaneti. Sameinuðu arabísku furstadæmin, Katar og Kúveit, ásamt Sádi-Arabíu, eru meðal þeirra 8 landa heims sem bjóða upp á hröðustu nettenginguna í gegnum farsíma (Statista, 2021). Þau eru þar með ofar á listanum en fjölmörg lönd með meiri umsvif á netmarkaði.

    Í febrúar 2022 voru 29,30 milljónir virkra notenda á samfélagsmiðlum í KSA, segir Data Reportal. Það jafngildir 82,3% af heildaríbúafjölda. Þó er athyglisvert að á auglýsingar á samfélagsmiðlum ná frekar til karlmanna en hlutfallið er 76,1% á Facebook, 60,1% á YouTube, 58,4% á Instagram, 60,9% á TikTok og 77,8% á LinkedIn.

    Snjallsímanotkun

    Yfir 98% netnotenda í Sádí-Arabíu á aldrinum 16 til 64 ára áttu snjallsíma árið 2021 samkvæmt eMarketer. Það er mun hærra hlutfall en fyrir far- og borðtölvur (54,3%), spjaldtölvur (29%) og snjallúr (25%), samkvæmt upplýsingum frá Data Reportal, 2022. Að meðaltali verja Sádar rétt rúmlega 8 klst á dag á netinu. Það er því ljóst að þar eru gríðarmiklir möguleikar á að ná til neytenda á stafrænan hátt.

    Innviðir sendingaþjónustu

    Í Sádi-Arabíu er Aramex öflugasti afgreiðslu- og þjónustuaðili fyrir sendingar. ecommerceDB gerði könnun á meðal netverslana sem selja í KSA árið 2021 og í henni nefndu 42% þeirra Aramex sem einn af þjónustuaðilum sínum. Auk Aramex eru DHL og UPS meðal vinsælustu sendingafyrirtækja í Sádi-Arabíu.

    Samantekt

    Ef við rennum í stuttu máli yfir þær upplýsingar sem hafa komið fram, sjáum við að Sádi-Arabía er stafræn þjóð sem leggur áherslu á hraða nettengingu og notfærir sér þægindin sem fylgja því að versla á netinu. Með stefnumótun stjórnvalda um stafræna innviði má ætla að netverslun komi til með að aukast mikið á svæðinu og verði með því mesta á heimsvísu innan fárra ára. Það getur því verið skref í rétta átt að stofna dropship verslun sem þjónar Sádi-Arabíu. Vörur ná skjótt til viðskiptavina með traustum sendiþjónustum og góðu vegakerfi.

    Svipaðar greinar:

  • Hvernig á að finna traustan dropship samstarfsaðila?
  • 5 áhrifaríkar auglýsingaleiðir fyrir dropship verslunina þína
  • Stuttur leiðarvísir fyrir dropship rekstur í gegnum Amazon
  • dropshippingxl intro blog