4 atriði sem koma sér vel í markaðssetningu

dropshippingxl intro blog

Til þess að ná góðum árangri sem dropship seljandi þarf að hafa gott viðskiptavit og það sakar ekki að afla sér vitneskju um þessi 4 atriði markaðssetningar. Leggðu rækt við þau í stað þess að velja söluvörur af handahófi og fjárfesta í misgóðum auglýsingaherferðum. Þú sérð árangurinn með eigin augum innan skamms.

Dropship viðskiptamódelið byggir að miklu leyti á því að nota góðar markaðsaðferðir. Án þeirra er hætta á að fyrirtækið missi dampinn og að arðsemin verði minni en lagt var upp með.

Hér eru 4 lykilatriði sem þú þarft að hafa á hreinu þegar kemur að dropship rekstri.

1. Textagerð

2. Mynda- og myndbandavinnsla

3. Vefsíðuhönnun

4. Auglýsingaumsjón

Textagerð

Hér er átt við þann markaðstexta sem er skrifaður sérstaklega fyrir auglýsingar og annað kynningarefni fyrirtækisins. Þetta tekur líka til texta á vefsíðu, í fréttabréfum og póstum til viðskiptavina, efnis á samfélagsmiðlum og alls markaðsefnis sem fyrirtækið sendir frá sér.

Hvers vegna er góður texti mikilvægur fyrir dropship fyrirtæki?

Góður texti selur bæði vöruna og fyrirtækið. Hann grípur athygli lesandans og fær hann til þess að staldra við og, ef rétt er haldið á spilunum, kaupa vöruna. Markmið textans er að leggja áherslu á eiginleika vörunnar og ávinning neytandans af henni og sannfæra hann um að kaupa hana.

Einföld ráð fyrir textaskrif:

  • Farðu alltaf vel yfir málfar og stafsetningu
  • Notaðu sannfærandi orðalag sem viðskiptavinurinn tengir við
  • Notaðu stuttar og hnitmiðaðar setningar
  • Fá orð geta komið miklu til skila
  • Gættu þín á notkun tjákna - fellur notkun þeirra að ímynd fyrirtækisins?
  • Skrifaðu beint til markhópsins
  • Þekktu viðskiptavinahópinn þinn

    Hér er mikilvægasta ráðið okkar: Vertu viss um að tónninn í textanum og orðalag höfði til þeirra viðskiptapersóna sem skipa markhóp vörunnar

    Ef varan er til dæmis nestisbox, þarftu að íhuga hver það er sem kaupir nestisbox. Á hvaða aldri eru kaupendur nestisboxa? Er nestisboxið ætlað fyrir skrifstofuna eða háskólanema á ferðinni? Er það fyrir konur, karla, kvára eða krakka? Er það lúxusvara eða er verðið gott?

    Þegar þú veist hverjum þú ætlar að selja boxið veistu líka hvernig texti getur höfðað sérstaklega til þess hóps.

    Prufutextar

    Eins og flest annað markaðsefni er góður texti skrifaður út frá því hvað virkar og hvað ekki. Þess vegna leggja markaðssérfræðingar fram prufutexta í nokkrum útgáfum til að sjá hvaða útgáfa nýtur mestra vinsælda og hefur mest áhrif á kauphegðun.

    Þegar þú býrð til auglýsinga- og kynningarefni, prófaðu þá nokkrar mismunandi útfærslur af textanum. Niðurstöðurnar gætu komið á óvart, stundum hefur örlítil breyting á orðalagi heilmikil áhrif á útkomuna.

    Mynda- og myndbandavinnsla

    Auglýsingar með stuttu myndskeiði verða æ algengari á samfélagsmiðlum. Myndbandsmiðlar á borð við YouTube, Instagram og TikTok eru afar vinsælir og um að gera að nýta sér þá.

    Samfélagsmiðlar eru gerðir fyrir sjónræna framsetningu.

    Samkvæmt alþjóðlegri könnun Data Reportal frá 2022, verjum við að meðaltali í hverjum mánuði 23,7 klukkustundum á YouTube, 19,6 klukkustundum á Facebook, 11,2 klukkustundum á Instagram og 19,6 klukkustundum á TikTok. Athugið að þessi könnun náði eingöngu til símanotenda með Android-stýrikerfið.

    Myndbönd eru sístækkandi hluti af því efni sem er hlaðið upp á Facebook og Instagram. Árið 2020 setti Instagram upp smámyndbandaveitu þar sem notendur geta skoðað skemmtileg myndbönd sem eru undir 90 sekúndur að lengd.

    Vídeóið nær til fleiri notenda

    Fyrirtækið Biteable gerði tilraun árið 2021 sem staðfesti að auglýsing með myndskeiði fékk þrisvar sinnum meiri svörun en stöðuauglýsing (auglýsing með ljósmynd eingöngu). Gerðar voru tvær auglýsingar, önnur með ljósmynd og hin með myndskeiði, sem báðar fengu sömu upphæð til birtinga á samfélagsmiðlum og var beint að sama markhópi.

    Niðurstöðurnar voru ótvíræðar: vídeóauglýsingin fékk 480% fleiri smelli en stöðuauglýsingin sem bendir til þess að hreyfingin í myndskeiðinu nái athyglinni betur en ljósmynd. Þetta hefur verið kallað 'skrunstöðvun' og er þar átt við að notandinn hættir að skruna niður veituna þegar hann sér eitthvað áhugavert renna framhjá.

    Það er þó ekki þar með sagt að vídeóauglýsingar séu eina leiðin sem virkar. Það er gott að prófa sig áfram á mismunandi samfélagsmiðlum með bæði myndir og myndskeið og bera árangurinn saman.

    Vefsíðuhönnun

    Nú til dags eru gerðar miklar kröfur til vefsíðna. Á vefsíðum netverslana búast neytendur við myndum í hágæðaupplausn, skipulögðu innihaldi, hnökralausu notendaviðmóti og einfaldleika þegar vörur eru skoðaðar.

    Ástæðan fyrir þessum væntingum er einfaldlega sú að með nýrri tækni og auknum umsvifum netverslana verður auðveldara fyrir stærri fyrirtæki að bjóða upp á bestu hugsanlegu þjónustu á netinu.

    Það þarf þó ekki að fjárfesta í tölvuinnviðum fyrir milljónir til þess að bjóða viðskiptavinum upp á gæðaupplifun.

    Lykilatriðið er að hafa eftirfarandi atriði í lagi:

  • Myndefni í góðri upplausn - ekki birta óskýrar myndir eða nota myndir úr myndabönkum
  • Sjálfgefið notandaviðmót - sjáðu þarfir viðskiptavinarins fyrir og gerðu honum auðveldara fyrir í afgreiðsluferlinu
  • Gefðu alltaf upplýsingar um hvernig viðskiptavinur getur náð í fyrirtækið þitt eða þjónustuver ef eitthvað kemur upp á
  • Leyfðu viðskiptavinum að velja um fleiri en eina greiðsluaðferð
  • Mundu eftir snjallsímunum - vefverslunin verður að virka fyrir bæði iPhone og Android stýrikerfi!
  • Hvernig er hægt að keppa við allan þann fjölda netverslana sem eru til þarna úti? Góðu fréttirnar eru þær að það er óþarfi að finna upp hjólið á ný. Skoðaðu vefsíðu sem hefur það sem þú vilt bjóða upp á og lagaðu hana að þínum þörfum. Hvernig geturðu bætt síðuna og/eða viðmótið?

    Auglýsingaumsjón

    Auglýsingar og markaðssetning er kafli út af fyrir sig. Fyrir byrjendur getur verið erfitt að skilja hvernig greiddar auglýsingar á netinu virka. Meira að segja Google Ads auglýsingakerfið getur virst vera endalausir rangalar af óskiljanlegum upplýsingum. Möguleikarnir eru svo margir, orðfærið of tæknilegt og stillingarnar flóknar.

    Kerfið er þó alls ekki jafnógnvænlegt og það gæti virst í fyrstu. Það þarf bara að gefa sér tíma til að læra á það setja sig inn í ferlið og þá verður markaðssetningin leikur einn.

    Stofnaðu reikning hjá Google Ads og Meta Ads og íhugaðu hvort viðskiptavini þína sé að finna á öðrum miðlum á borð við Pinterest og TikTok. Skoðaðu möguleikana á hverjum miðli fyrir sig og kynntu þér hvernig auglýsingakerfin þeirra virka. Þú finnur kennslumyndbönd á YouTube og einnig er hægt að finna lengri námskeið, bæði ókeypis og gegn gjaldi, til að bæta kunnáttuna í auglýsinga- og markaðsfræðum.

    Nokkur góð ráð fyrir greiddar auglýsingar:

  • Finndu bestu leitarorðin fyrir hverja auglýsingaherferð
  • Settu markmið fyrir hverja greidda auglýsingu
  • Birtu áhugavert efni í hárri upplausn
  • Prófaðu auglýsingarnar þínar - notaðu mismunandi texta, myndir og leitarorð til að finna út hvað virkar best
  • Berðu saman niðurstöður auglýsinga við fyrri árangur.
  • Þessi fjögur atriði krefjast þolinmæði, æfingar og stöðugrar þekkingarleitar. Aðferðirnar sem Google, Meta og aðrir samfélagsmiðlar nota fyrir leitarorð og auglýsingakerfi breytast ört. Ef þú fylgist með helstu trendunum og lærir að nýta þær markaðsaðferðir sem bera árangur, mun dropship reksturinn þinn bera árangur.

    Tengdar greinar:

  • 11 viðskipta-, vörumerkja- og auglýsinganámskeið fyrir dropshippers 2022 (greitt og frítt)
  • Er þess virði að ráða verktaka til að aðstoða við rekstur dropship fyrirtækisins?
  • 6 algeng mistök í dropship rekstri sem ber að forðast
  • dropshippingxl intro blog