Er virkilega hægt að hagnast á dropship rekstri?

dropshippingxl intro blog

Er virkilega hægt að hagnast á dropship rekstri? Stutta svarið er já, við sjáum það gerast á hverjum degi.

Það vilja allir finna sér eitthvað að gera sem skilar góðum tekjum og dropship viðskiptamódelið getur gefið góðan ágóða á stuttum tíma.

Með uppgangi rafrænna viðskipta hafa tækifærin í hinum stafræna heimi aukist og margir gera það gott í gegnum netstarfsemi. Með dropship módelinu þarf ekki húsnæði fyrir reksturinn eða stórar fjárfestingar til að koma hlutunum í gang. Einmitt vegna þess að dropship módelið gerir þessar lágmarkskröfur um tímaframlag og fjármuni, getur það verið leiðin að farsælum rekstri.

Virkar dropship rekstur í raun og veru?

Dropship viðskiptamódelið er tiltölulega áhættulítið og getur skilað góðu hagnaðarhlutfalli á stuttum tíma. Fólk alls staðar að úr heiminum hefur notfært sér þetta nýja rekstrarform.

Ein af helstu ástæðunum fyrir vinsældum þess er að það er hægt að koma á fót arðbærri starfsemi, þrátt fyrir litla reynslu af viðskiptum eða rekstri.

Hér er raunverulegt dæmi af manni sem ætti að vera fyrirmynd allra sem hafa hug á að fara út í dropship rekstur. Sá heitir Irwin Dominguez, og hann hefur þénað yfir 1 milljón bandaríkjadala á dropship fyrirtækinu sínu.

Irwin hafði enga fyrri reynslu af fyrirtækjarekstri. Hann byrjaði á því að gera ítarlegar rannsóknir í gegnum Google og með réttum markaðsaðferðum, t.d. auglýsingum á Facebook og Instagram sögum, velti fyrirtækið hans milljónum.

Hvers vegna virkar dropship rekstur?

Þú spyrð þig kannski af hverju allir eru að tala um þetta nýstárlega viðskiptamódel. Við spyrjum af hverju ekki? Uppbygging hvers einasta dropship fyrirtækis er einstök, hagkvæm og áhættulítil. Með dropship módelinu koma nokkrir afgerandi kostir á borð við:

Lág upphafsfjárfesting

Ein helsta ástæðan fyrir því að fólk leggur út í dropship rekstur er þessi lága upphafsfjárfesting. Í fyrsta lagi þarf ekki að koma sér upp lager af vörunum sem á að selja. Í öðru lagi greiðir þú fyrir vöruna þegar viðskiptavinurinn pantar í gegnum síðuna þína. Þessir tveir þættir tryggja lágmarkskostnað frá upphafi og þú þarft heldur ekki að hafa áhyggjur af því að vörur dagi uppi á lagernum.

Fjölbreytt vöruframboð

Þar sem þú framleiðir vöruna ekki sjálf/ur og þarft ekki að leggja til lagerhúsnæði, er auðvelt að bjóða viðskiptavinum upp á fjölbreytt vöruúrval. Hægt er að einbeita sér að ákveðnum vöruflokki eða safna saman áhugaverðum vörum úr fleiri flokkum.

Tímasparnaður

Stærstur hluti starfseminnar fer fram í gegnum dropship samstarfsaðilann. Hjá honum er séð um pökkun, sendingu og vöruskil. Í ljósi þessa, getur þú aukið umfang verslunarinnar hvenær sem er án þess að þurfa að hafa áhyggjur af stækkun húsnæðis eða rekstrarkostnaði.

Þú getur unnið hvar sem er

Dropship verslun krefst þess ekki að þú sitjir á sömu skrifstofunni alla daga. Þú getur reyndar verið hvar sem er í heiminum, svo lengi sem þú hefur fartölvuna þína og aðgang að Wi-Fi tengingu og séð þannig um allt sem tengist rekstrinum og viðskiptavinum þínum.

Þessir kostir gera dropship rekstur að ákjósanlegum möguleika fyrir alla sem vilja vinna sjálfstætt. Það þarf þó að sjálfsögðu að sinna fyrirtækinu og markaðssetja verslunina á réttum vettvangi. Þegar vandað er til þeirra verka má vænta þess að sjá aukningu í sölu og umsvifum á skömmum tíma.

dropshippingxl intro blog