- Samþættingar
- Verðlagning
- Hjálparmiðstöð
- Lærdómssetur keyboard_arrow_down
Um dropshippingXL
dropshippingXL er heildsöluþjónusta á vegum vidaXL. Við bjóðum nýja dropship seljendur velkomna. Með skráningu hjá okkur hefurðu möguleika á að selja yfir 90.000 vörur í gegnum netverslun, þar á meðal húsgögn, garðvörur, íþróttavörur, heimilisvarning, leikföng og gæludýravörur.
Vertu með í hópi ánægðra dropship seljenda og settu upp fyrirtæki í stofunni heima. Þú ræður vöruúrvali og verði, við sjáum um allt varðandi sendingar og vöruskil og getum boðið aðstoð við viðskiptavinaþjónustu.
Við erum opin um starfshættina okkar og þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af földum kostnaði. Með dropship þjónustunni okkar geturðu selt til 34 landa í Evrópu ásamt Ástralíu, Kanada, Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Viðskiptaþjónustan okkar er aðgengileg allan sólarhringinn ef þú ert með spurningar varðandi dropship þjónustuna okkar.
Mánaðargjaldið fyrir dropship þjónustuna eru 30 evrur. Hjá dropshippingXL færðu aðgang að einfaldri en sveigjanlegri netgátt sem auðvelt er að tengja við netverslunina.
Það tekur aðeins nokkrar mínútur að nýskrá sig og ganga til liðs við yfir 4000 seljendur sem hafa gert það sama og þéna nú þúsundir dollara í hverjum mánuði.
Fyrir mánaðargjaldið færðu aðgang að vörugagnagrunni sem tengist á einfaldan hátt við netverslunina þína, rauntímaupplýsingar úr gagnagrunni og API-aðgang sem gerir þér kleift að fylgjast með vörum, verðlagningu, lagerstöðu og pantanastöðu. Þú færð aðgang að meira en 90.000 vörum sem þú getur boðið til endursölu, þar á meðal húsgögn, garðvörur, vörur fyrir persónulega umhirðu og heimilisvörur.
dropshippingXL sér einnig um vöruskilaferli, sem gefur þér tíma til að einbeita þér að markaðssetningu og sölu. Frekari upplýsingar er að finna á síðum okkar um verð og samþættingu.
Án skráningar er ekki hægt að endurselja vörur frá vidaXL.
Gjaldið er 30 evrur á mánuði. Þú getur gerst dropship seljandi á einfaldan hátt með því að skrá þig hérna.
Þú getur hafið dropship rekstur hjá vidaXL með því að skrá þig á heimasíðunni okkar. Einföld skref og lítið mál.
Skref 1:
Smelltu á hnappinn „Nýskráning“ á viðskiptasíðu vidaXL B2B og veldu landið sem þú vilt selja til.
Fylltu út nauðsynlegar upplýsingar fyrir skráningu skref fyrir skref, þar á meðal tölvupóstfang og leyniorð, og veldu síðan "Stofna aðgang".
Skýringar:
Notendur geta stofnað marga aðganga, en hvert tölvupóstfang gildir þó einungis fyrir einn aðgang.
Ef þú átt VSK-númer sem er gildandi þá skráirðu aðganginn undir "fyrirtækjarekstur", annars velurðu persónulegan rekstur.
Við þurfum greiðsluupplýsingar frá þér bæði fyrir fyrirtækjareikning og persónulegan reikning.
Skref 2:
Næsta skref er að smella á skráningarhnappinn og greiða mánaðargjald upp á €30.
Skref 3:
Það tekur 2 - 5 virka daga að samþykkja aðganginn þinn. Þegar við höfum staðfest aðganginn þinn þá færðu staðfestingarpóst með innskráningarupplýsingum sem þú getur notað til að skrá þig inn á dropshippingXL síðuna og hefja reksturinn.
Algerlega! Sama hvar þú býrð geturðu gerst dropship seljandi í samstarfi við dropshippingXL.
Sem stendur sendir vidaXL til: Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Írlands, Ítalíu, Lettlands, Litháen, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar, Sviss, Tyrklands, Úkraínu, Bretlands, Bandaríkjanna og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Ef allar upplýsingar eru rétt útfylltar tekur ferlið 1-2 virka daga.
Ef upp koma vandamál varðandi kennitölu eða ef greiðsluupplýsingar stemma ekki við uppgefið fyrirtæki sendum við tölvupóst til að biðja um staðfestingu á upplýsingunum. Það getur lengt tímann sem það tekur að virkja reikninginn.
Því miður er það ekki í boði sem stendur. Sérhver reikningur er bundinn við eitt land. Viljirðu senda til fleiri landa, geturðu gert það með því að stofna fleiri aðgangsreikninga fyrir hvert land sem þú vilt selja til.
Þú þarft að stofna nýjan B2B aðgangsreikning. Smelltu á hnappinn „Nýskráning“ á B2B viðskiptasíðu vidaXL og veldu það land sem þú vilt selja til.
Nei. Við leggjum okkur fram við að bjóða allt efni þýtt á þeim 26 tungumálum sem finna má á sölusvæðum okkar. Þú getur auðveldlega notað efni frá okkur inn á þitt eigið vefsvæði á XML eða CSV sniði. Athugaðu að við bjóðum aðeins upp á eitt tungumál fyrir hvern aðgang.
Já. Þegar þú hefur skráð þig í söluáskrift hjá dropshippingXL getur þú hlaðið upp myndum frá vidaXL í þína eigin netverslun.
Já. Sem endursöluaðili hjá dropshippingXL geturðu selt vidaXL vörur á þessum, og öðrum, netmarkaðssvæðum.
Gott að þú spurðir! Hér eru helstu kostirnir við samstarfið við dropshippingXL:
Rekstrarskráning og skattur
vidaXL International b.v., ef þú sendir til NL, ES, FR, GR, IE, NO, SE, PT, IT, BE.
Staðsett við Mary Kingsleystraat 1, (5928 SK) Venlo. Starfar í Hollandi með virðisaukaskattsnúmeri: NL8506.43.545.B.01, rekið skv. leyfi frá Verslunarráði Limburg númer 52876861.
vidaXL Europe b.v., ef þú sendir til BG, AT, CZ, DE, DK, EE, FI, HR, HU. LT, LV, PL, RO, SI, SK.
Staðsett við Mary Kingsleystraat 1, (5928 SK) Venlo. Starfar í Hollandi með virðisaukaskattsnúmeri: NL8200.55.220.B01, rekið skv. leyfi frá Verslunarráði TM Handelsgesellschaft GmbH (sala til CH) Staðsett á Lindenstrasse 16, (6340) Baar, starfar í Sviss með virðisaukaskattsnúmer: CH E45 1181434, og skráð undir númeri 1235780-81. vidaXL LLC (sala til Bandaríkjanna) Staðsett við 2200 Palmetto Ave, Redlands, (CA 92374), sem starfar í Bandaríkjunum og er skráð undir númerinu 323 315-0448. HB Commerce PTY Ltd (sala til Ástralíu) Staðsett á Suite 1, Level 11, 66 Goulburn Street, Sydney, NSW 2000, í Ástralíu með ABN-númer 48154339438 og skráð með ACN-númeri 154339438. vidaXL Marketplace LTD (dropship sala í Kanada)
Staðsett í 2000C- 410 West Georgia Street, Vancouver, starfrækt í Kanada og viðskipti stunduð þar undir viðskiptaauðkennisnúmerinu BC1295445 og fyrirtækjanúmerinu 772066544 BC0001.
HBI Commerce LTD (sala til Bretlands) Staðsett við C/O TMF Group, 13th Floor, OneAngel Court, London, EC2R 7HJ, United Kingdom. Starfar í Bretlandi með virðisaukaskattsnúmer: GB137229219, B01, rekið skv. leyfi frá Verslunarráði Limburg númer 07772128. VIDAXL MARKETPLACE E-TİCARET LİMİTED ŞİRKETİ(sala til Tyrklands) Staðsett í Huzur Mh. Maslak Ayazağa Cd.
Uniq İstanbul No. 4/B, Sarıyer, Istanbul, 34396. Starfar í Tyrklandi með VSK-númer: 9250979592 og skráð með viðskiptaleyfi númer 306015-5 í Tyrklandi. vidaXL ehf (sala til Íslands) Staðsett á Smáratorgi 3, 201 Kópavogur, Ísland. Starfar á Íslandi með VSK-númer 141496 og er skráð á Íslandi með kennitölu 430521-0390 og stundar viðskipti á Íslandi. vidaXL DWC-LLC (sala til Sameinuðu arabísku furstadæmanna)) Staðsett á Business Center Logistics City, Dubai Aviation City, P.O. Box: 390667, Dubai, United Arab Emirates. Starfar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum með TRN-númer 100455155000003, skráð undir númerinu 10457 og stundar viðskipti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Einkahlutafélagið vidaXL G.K., staðsett í 4F & 8F, KS Building4-5-20 Kojimachi, Chiyoda-ku, Tókýó, 102-0083. Starfrækt í Japan undir fyrirtækjakennitölu 9010003034630 og stundar viðskipti í Japan.
Ef skráningin er á vegum einstaklings þarf ekki að framvísa gildu skattanúmeri eða viðskiptakennitölu.
Sé skráningin gerð í nafni fyrirtækis þarf að gefa upp þær skattalegu upplýsingar sem beðið er um.
Pantanir og greiðslur
Já. Þegar þú velur söluland tökum við eingöngu við þeim gjaldmiðli sem notaður er í viðkomandi landi. Ef þú vilt selja í Bretlandi eru verðin í breskum pundum. Í Þýskalandi eru verðin í evrum og svo framvegis.
Greiðsluaðferðir sem nú eru í boði hjá dropshippingXL eru PayPal, kreditkort og svokallað dropshippingXL rafveski, sem fyllt er á fyrir notkun.
Athugið þó að mánaðargjaldið, €30, er eingöngu hægt að greiða í gegnum PayPal.
Já. Verðin sem þú sérð í vöruveitunni okkar eru án skatta. Verðið að skattinum meðtöldum er reiknað út við afgreiðslu.
Þegar við höfum móttekið greiðslu frá þér, undirbúum við pöntunina fyrir sendingu og sendum þér rakningarkóða með tölvupósti. Frekari upplýsingar má finna í leiðbeiningahandbók okkar fyrir dropship seljendur.
Fyrir utan mánaðargjaldið, €30, rukkum við engan viðbótarkostnað fyrir heildsölusamstarf við dropshippingXL.
Þegar skráningarferlinu er lokið og reikningurinn þinn er orðinn virkur færðu tölvupóst með aðgangi að vöruveitunni okkar. Veitan uppfærist sjálfkrafa.
Þú getur sagt áskriftinni upp hvenær sem er. Það gerirðu með því að senda tölvupóst á [email protected].
Allar vörur okkar hafa 2 ára ábyrgð.
dropshippingXL býður samstarfsaðilum sínum upp á einfalt og þægilegt pantanakerfi. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar.
Algerlega. Við sjáum um allt sem varðar vöruábyrgð.
Sending og flutningur
Við sendum pantanir til viðskiptavina í eftirfarandi löndum:
Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Írlands, Ítalíu, Lettlands, Litháen, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar, Sviss, Tyrklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Þú getur þó aðeins sent til eins lands í einu með einum reikningi. Þú þarft að opna nýjan reikning fyrir hvert land sem þú vilt senda til.
Já. Þegar þú hefur skráð þig inn á reikninginn þinn finnurðu rakningarnúmer fyrir hverja pöntun sem í „Pantanasögu“.
Allar skyldur og kvaðir varðandi sendingar liggja hjá okkur og við sjáum til þess að pantanir berist á öruggan hátt til viðskiptavina.
Nei. Eins og er býður dropshippingXL ekki upp á þennan möguleika.
vidaXL innheimtir engin sendingargjöld í þeim löndum sem sent er til, að Ástralíu undanskildu.
Í Ástralíu er enginn sendingarkostnaður til Sydney, Melbourne og Brisbane. Sendingarkostnaður til annarra svæða fer eftir staðsetningu og þyngd pakkans. Frekari upplýsingar er að finna í leiðbeiningahandbók fyrir dropship seljendur sem finna má í Hjálparmiðstöð okkar.
Nei. Vörureikningar eru ekki settir í sjálfa sendinguna. Vörureikningar eru eingöngu sendir beint til seljanda, þ.e. þess aðila sem er skráður fyrir dropship reikningnum.
Sendingartími er mismunandi eftir löndum. Frekari upplýsingar er hægt að finna í vöruveitunni.
dropshippingXL notar landflutninga. Vörumiðstöðvar okkar vinna með mismunandi flutningsaðilum í mismunandi löndum.
Vöruskil
Já, vöruskil eru ókeypis innan 30 daga eftir að sending berst endanlegum viðskiptavini, með undantekningum í Ástralíu og Noregi. Nánari upplýsingar er að finna í þjónustuveri í Hjálparmiðstöðinni.
Teymið okkar er reiðubúið til aðstoðar með hvað sem er sem tengist vörum og þjónustu. Öll þjónusta er veitt á ensku og viðbragðstími að minnsta kosti einn virkur dagur.
Þú getur sent spurningar til [email protected] eða heimsótt þjónustusíðuna í Hjálparmiðstöðinni fyrir frekari upplýsingar.
Veitur og viðbætur
Íbætur eru hugbúnaðarviðbætur sem gera þér kleift að sérsníða vefverslun eða söluforrit.
Frekari upplýsingar má finna á Samþættingasíðu okkar.
Sem stendur bjóðum við upp á íbót fyrir WooCommerce vefverslunarsvæðið.
Rauntímavöruveitan inniheldur upplýsingar um vöruúrval, verð og birgðastöðu hjá vidaXL. Veitan uppfærist sjálfkrafa á klukkutíma fresti í .csv eða .xml.
Birgðaskráin er uppfærð á klukkutíma fresti. Verðið er uppfært daglega.