Vektu eftirtekt með hjálp þessara 5 markaðsverkfæra

Ef þú ert seljandi sem bætir stöðugt við nýjum vörum í verslun sína væri markmiðið líklega að vekja athygli á nýju vörunum. Auðvelt er að fá viðskiptavini þína til að veita nýjum vörum athygli, að fá eftirtekt á því sem skiptir máli. Engar áhyggjur, við höfum útbúið lista yfir markaðstæki sem aðstoða þig við að vekja athygli á nýju vörunni þinni.

Tölvupóstsmarkaðssetning

Tengsl við viðskiptavini þína snúast um að gefa og þiggja, þú þarft að skilja að viðskiptavinir þínir vilja heyra í þér og þess vegna þarftu leið fyrir þá til að fara í áskrift að uppfærslunum þínum, ef þú hefur ekki þegar gert það. Nú á dögum er tölvupóstsmarkaðssetning talin ein hagkvæmasta leiðin til að auglýsa vöru með skjótum árangri, en þetta á aðeins við þegar þú ert í samskiptum við réttan markhóp. Ef þú hefur íhugað að nota tölvupóstsmarkaðssetningu sem strategíu til að ná athygli viðskiptavinar, (1) skaltu forðast að senda tölvupóstsprengingar á allan listann þinn. Þess í stað skaltu kynnast markhópnum og safna gögnum; það hjálpar þér að ná til réttra viðskiptavina. Vertu viss um að (2) staðfesta netfangalistann þinn, þar sem þetta mun tryggja að markaðsherferðir í tölvupósti skili sér. (3) Skiptu upp netfangalistunum þínum þar sem það mun hjálpa þér að finna áskrifendur sem hafa líklegast áhuga á kynningu þinni.

Leyfðu viðskiptavinum þínum að fjárfesta í vildarklúbbi

Vildarklúbbar hjálpa þér að bæta virði viðskiptavinar, virkja frekari innkaup og jafnvel bæta meðalvirði pöntunar. Klúbba má ekki aðeins nota til að kynna nýjar vörur, heldur einnig til að auka söluna þegar þeir eru notaðir rétt. Ef þú hefur enn ekki íhugað að nota vildarklúbb, þá eru hér nokkrar af bestu aðferðunum þegar þú innleiðir slíkt:

  • Náðu til þeirra viðskiptavina sem koma aftur og aftur með sérstökum kynningum á vörunni þinni.
  • Sýndu afslátt af vörum þínum sem er miðaður að ákveðnum þátttakendum.
  • Hvettu viðskiptavini þína til að skrá sig og nota punktakerfi sem gerir þeim kleift að leysa út hluti þegar þeir hafa náð tiltekinni kaupupphæð.

Vöruráðleggingar

Margur vettvangur fyrir netverslun nýtir sér nú ráðleggingar um vörur til að auka upplifun viðskiptavina af versluninni. Það eru fjölmörg tækifæri á vefsíðunni þinni sem gera þér kleift að skrá vöru sem er í kynningu:

  • Settu vöruna á heimasíðuna þína sem kynningarvöru.
  • Skráðu það sem skylda vöru, svipað og hjá Amazon „fólk sem keypti þessa vöru keypti líka“.
  • Sem ráðlögð vara á flokkasíðum.
  • Mældu með vörunni í innkaupakörfu viðskiptavinar áður en hann skráir sig út.

Búðu til gjafahandbók

Gjafahandbækur eru frábært efnisinnihald sem skapar hlutlausa umferð með tímanum, en aðeins ef það er gert rétt. Skráðu vöruna sem þú vilt kynna og hafðu aðra tengda hluti sem passa við þema gjafahandbókarinnar með. (Mæðradagur, Páskar, Valentínusardagur o.s.frv.). Svo því meira verðmæti sem þú setur inn á listann, því líklegra er að þú sjáir mikið af samfélagsmiðladeilingum, hlekkjum, hlutlausri umferð og umferð vegna meðmæla.

Kynning og sala á mörgum sölutorgum

Ef þú vilt stækka reksturinn þinn og það hratt, þá er það að selja vörurnar á sölutorgi valkostur sem þú ættir að íhuga. Ávinningurinn er endalaus. Það að selja á utanaðkomandi sölutorgum hjálpar þér við að halda áfram að reka snuðrulausa starfsemi þar sem þú þarft ekki að viðhalda framlínu sölutorganna eða virkni þeirra. Kynntu þér meira um sölu á sölutorgum með því að smella hér.