Hvernig virkar 'dropshipping' greiðsla?

dropshippingxl intro blog

'Dropshipping' heildsala er spennandi kostur fyrir þá sem langar að byrja með nýtt fyrirtæki. Startkostnaður er mun lægri en í hefðbundinni smásölu. Í stað þess að fjárfesta fúlgu fjár í sprotafyrirtækjum geturðu sett fyrirtækið á laggirnar með netverslun og smá markaðssetningu. Marga langar að stofna 'dropshipping' fyrirtæki en glíma við eina spurningu: „Hvernig virkar 'dropshipping' greiðsla?“.

Í þessari grein munum við fara yfir kostnaðinn við 'dropshipping' starfsemi og það hvernig greiðslukerfið virkar. Höldum áfram:

Hvernig borga ég birginum?

Þegar þú leggur inn pöntun hjá birgi byrjar hann að vinna úr henni. Vörunni er pakkað og hún afhent viðskiptavini. Þú færð vikulegan eða mánaðarlegan reikning fyrir greiðslu samkvæmt samningum þínum við birgi.

Flestir 'dropshipping' birgjar biðja um kreditkortaupplýsingar til að rukka þig beint. Ferlið gæti verið mismunandi milli ólíkra aðila. Áður en þú byrjar skaltu hafa samband við þinn birgi til að fá slíkt á hreint.

Hver borgar sendingarkostnaðinn?

Nánast allir birgjar eru með einhvers konar stefnu eða leiðbeiningar um vörusendingar. Þeir sjá um flutning og skil í gegnum flutningsaðila síns svæðis. 'Dropshipping' þjónustuaðilinn ber einhvern hluta af sendingarkostnaði. Jafnvel þó að 'dropshipping' þjónustuaðilinn innheimti eitthvað gjald fyrir sendingar verður það ekki mikið. Kostnaðurinn getur endurspeglast í verðlagningarlíkaninu þínu, annaðhvort beint eða óbeint.

Hver borgar fyrir sendingu á vörum sem er skilað?

Birgjar gætu verið með ólík skilyrði hvað sendingarkostnað snertir. Oftast eru gallaðar vörur á ábyrgð birgja. Með nokkrum undantekningum mun 'dropshipping' þjónustuaðili annast flutninga og skil og bera kostnað af.

Ef viðskiptavinur skilar vöru vegna þess að hann skiptir um skoðun ætti hann að búast við því að borga sjálfur fyrir skil. Hins vegar eru ókeypis skil hagstætt sölulíkan því slíkt laðar að fleiri viðskiptavini og gerir þá almennt ánægðari.

Hvernig virkar 'dropshipping' greiðsla?

Það er alltaf erfitt fyrir nýja 'dropshippers' að finna jafnvægi milli sölu og hagnaðar. Það skiptir þar máli að kanna málið upp á eigin spýtur og að beita nálgun sem ber ávöxt. Byrjaðu á því að reikna út heildarkostnað við stofnun fyrirtækis þíns. Í þessu þarf að felast kostnaður á markaðssetningu, sölugjald og hýsingarkostnaður. Ákveddu verð fyrir skráðar vörur á grundvelli niðurstöðu útreikninga þinna.

Þegar vara er seld greiðir þú 'dropshipping' þjónustuaðila upprunalegt verð og þú heldur eftir viðbótargróðanum. Til dæmis er skráð verð fyrir leikfang hjá heildsala 20 evrur og þú vilt fá 30 evrur fyrir. Hér hagnastu um 10 evrur. Svo eru þjónustuaðilar, svo sem dropshippingXL, sem veita helstu viðskiptamönnum sínum verulegan afslátt sem gerir þeim kleift að auka hagnað sinn enn frekar.

Hagnaðarhlutfall eykst smám saman með stöðugri viðleitni og góðu viðskiptasiðferði. Ennfremur geturðu hvenær sem er stækkað eða breytt 'dropshipping' syllunni þinni.

dropshippingxl intro blog