Hvernig get ég orðið „dropshipper“?

dropshippingxl intro blog

„Dropshipping“-starfsemi er stærri en nokkru sinni og verður bara betri með tímanum. Í ljósi vaxandi vinsælda getur þetta verið fyrsta skrefið á frumkvöðlaferlinum. Þú getur selt vörur, sett eigin verð og ráðið þér sjálf(ur). Í þessari grein ætlum við að tala um hvernig á að verða „dropshipper“.

Ólíkt venjulegum netviðskiptum krefst „dropshipping“-starfsemi þess ekki að vörur séu aðkeyptar eða að fjárfest sé sérstaklega í birgðum. Hver sem er getur orðið verið „dropshipper“ með lágmarksfjárfestingu.

Ef þú ert einnig að hugsa þér að verða dropshipper þarftu að gera eftirfarandi:

Hvernig á að byrja „dropshipping“-starfsemi?

1. Veldu „dropshipping“-syllu

Til að byrja með „dropshipping“-starfsemi þarftu fyrst að ákveða hvað þig langar að selja. Við hvetjum viðskiptavini okkar alltaf til að velja sér sína syllu. Því þrengri syllu sem þú velur, því betri árangur næst. Algengur misskilningur hjá frumkvöðlum er að þeir geta valið hvaða syllu sem er en samt náð sama hagnaði. Þetta er ekki alltaf raunin. Þú verður að velja syllu sem þú hefur þekkingu á.

2. Finndu þér birgi

Lykillinn að farsælli „dropshipping“-starfsemi er samstarf við réttan birgi. Flestir „dropshipping“-birgjar bjóða þjónustu í mörgum löndum, athugaðu hvort það nái líka yfir þína staðsetningu.

Góð samskipti eru aðalatriðið þegar þú vinnur með „dropshipping“- þjónustuaðila. Best er ef birgirinn er með eigin verksmiðju þar sem löng aðfangakeðja mun valda vandræðum og samskiptaskorti.

3. Byggðu upp vefsíðuna þína fyrir netverslun

Þegar þú ert að ákveða söluvettvang hefurðu um tvennt að velja: veldu rótgróinn vettvang eins og eBay og Amazon eða stofnaðu þína eigin vefsíðu. Á vettvangi eins og Amazon og eBay þarftu bara að stofna reikning til að byrja að selja. Þessir vettvangar fá nú þegar mikið flæði viðskiptavina og fólk treystir þeim.

Ef þú vilt frekar koma á fót eigin vörumerki skaltu byrja að nota vettvang fyrir netverslun. Komdu á fót verslun, allt eftir þeim fjölda vara sem þú ert að selja og komdu fram með eigin hönnun og bættu við greiðslumáta og innheimtuaðferðum.

4. Áætlun til að afla viðskiptavina

Nú þegar þú hefur vefsíðuna og vörurnar skráðar þarftu að laða viðskiptavini að vefsíðunni þinni. Nýttu kraft samfélagsmiðla til að byggja upp traust milli viðskiptavina. Ein áhrifaríkasta leiðin til að fá til sín nýja viðskiptavini eru auglýsingaherferðir á Facebook.

Vettvangar eins og Facebook, Pinterest og Instagram hjálpa þér að koma vörunni á markað fyrir markhópinn þinn. Til lengri tíma litið geturðu líka fjárfest tíma í leitarvélabestun og markaðssetningu í tölvupósti. Settu upp sjálfvirkan tölvupóst til að senda út tilboð og kynningar.

5. Greining og fínstilling

Haltu samræmi í gagnarakningu og mælingum þar sem þetta hjálpar þér að halda viðskiptavinum sáttum. Einbeittu þér að umsögnum viðskiptavina. Það hjálpar þér að skilja einstakar þarfir þeirra svo að þú getir uppfært verslunina í samræmi við það.

Spennt(ur) eftir að hafa lesið ofangreindar ábendingar? Byrjaðu þá „dropshipping“-starfsemina strax í dag! Margir kjósa „dropshipping“ vegna þeirrar lágu áhættu sem fylgir. Ef þú ert að velta fyrir þér hvar þú átt að skrá þig fyrir „dropshipping“ getur vidaXL hjálpað þér með það.

dropshippingxl intro blog