Hvernig hefur maður 'dropshipping' að fullu starfi?

dropshippingxl intro blog

Ertu að spá í hvernig á að byrja starfsemi á netinu? 'Dropshipping' gæti orðið stökkpallurinn í heim netsölu. Margir eru hræddir við að fara úr húsi og því eru sífellt fleiri að versla á netinu. Þú spyrð þig þess vegna, er hægt að vinna að 'dropshipping' í fullu starfi? Svarið er já.

Er hægt að hafa dropshipping að fullu starfi?

Fólk byrjar vanalega 'dropshipping' starfsemi sem aukastarf í því skyni að það þróist í fullt starf. Síðasta áratuginn hefur 'dropshipping' heildsala tekið stökk upp á við og vaxið í sífellu.

Skv. nýlegri skýrslu er talið að 'dropshipping' heildsala vaxi að virði 557,9 milljarða evra fyrir 2025. Þetta er gríðarstórt tækifæri fyrir þig til að stökkva á gigg sem gæti orðið að fullu starfi.

Hvernig get ég gert 'dropshipping' að fullu starfi?

'Dropshipping' starfsemi krefst líkt og annars konar starfsemi fyrirhafnar og skuldbindingar. Ef þú býst við að ná sex tölustafa tekjum með aðeins nokkurra mánaða vinnu gætirðu orðið fyrir vonbrigðum. Þú þarft konkret áætlun og stöðuga fyrirhöfn til að gera þetta að fullu starfi. Við höfum skráð niður nokkur trix sem sérfræðingar mæla með:

Ekki hætta núna

Lykillinn að góðum árangri er að setja sér markmið og fylgja eftir af skuldbindingu og alúð. Þannig ertu ólíklegri til að verða fyrir vonbrigðum og hætta. Hins vegar öðlastu sjálfkrafa staðfestu til að taka starfsemina enn lengra þegar þú horfir á stöðuga stækkun á starfseminni.

Settu meiri tíma í starfið

Fyrir nýja 'dropshipping' frumkvöðla mælum við með því að eyða eins miklum tíma og hægt er í að koma upp verslun. Þessi tími sem settur er í starfsemina verður þess virði þar sem þú ætlar að læra hvernig fyrirtækið virkar inn og út og skilja hvers viðskiptavinir þínir krefjast. Með þessu muntu einnig þróa nýja færni sem er mikilvæg fyrir mörg fyrirtæki.

Hverjar ættu tekjur þínar að vera af 'dropshipping' starfsemi áður en þú gerir það að fullu starfi?

Fólk setur sér oft of stór markmið í upphafi og nær þess vegna aldrei að gera 'dropshipping' að venjulegu starfi. Samkvæmt nýlegri könnun er það nóg ef einhver þénar 50.000 evrur á ári. Þess vegna stendurðu vel ef árleg velta 'dropshipping' fyrirtækisins er 50.000 evrur.

Fólk bíður bara eftir því að þessar tekjur aukist, áður en það gerir það að fullu starfi. En hugsaðu þetta svona - ef þú þénar 50.000 evrur af aukagiggi, hversu mikið geturðu þénað í fullu starfi?

Hvernig á að ná 50.000 evru markmiðinu?

Settu upp raunverulegan hagnað

Sem nýr frumkvöðull verður þú að hafa í huga þá samkeppni sem fyrir er. Við mælum alltaf með að þú setjir upp 20% hagnað. Þetta gæti verið eitthvað minna í upphafi en til lengri tíma litið ná þessi viðskiptatrikk til þín fleiri og fleiri viðskiptavini. Einnig geturðu alltaf aukið hagnaðarprósentuna.

Auktu virði körfunnar

Í stað þess að hækka vöruverð skaltu einbeita þér að aukinni sölu. Segjum sem svo að viðskiptavinur sér að kaupa vöru á 20 evrur. Þú gætir skráð aðra vöru á góðum afslætti. Til dæmis er einhver að kaupa hafnaboltakylfu á 40 evrur. Þú getur sýnt hafnabolta með 5 evru afslætti. Ekki munu allir falla fyrir þessu bragði, en að endingu mun verðmætið þitt hækka.

Ráðfærðu þig við sérfræðinga

Til að byrja að vinna að markmiði þínu í átt að 50.000 evrum þarftu sérfræðiráðgjöf. Sérfræðingar dropshippingXL aðstoða þig við hvert skref. Þú getur tekið þátt í 'dropshipper' samfélagi okkar til að læra og vaxa.

dropshippingxl intro blog