Hvernig vinn ég mér inn pening að heiman

dropshippingxl intro blog

Vissir þú að yfir 3,9 milljónir bandarískra launþega vinna nú að heiman? Fólk er í sífellt meira mæli að snúast að heimavinnu. Í þessari grein ætlum við að fjalla um nokkrar af nýjustu stefnum í atvinnulífinu sem gera fólki kleift að vinna sér inn pening að heiman.

Það eru fjölmörg tækifæri til að þéna pening á netinu, allt frá netpóker í sölu á gömlum kortum og myntum. En eru þetta raunveruleg tækifæri? Alls ekki! Þessar tekjuöflunarleiðir eru tilviljunum háðar og eru ógagnlegar til lengri tíma litið. Við skulum skoða nokkrar lögmætar leiðir til að vinna sér inn peninga að heiman:

Hvernig get ég aflað mér aukatekna heiman frá

Byrjaðu með 'dropshipping' heildsölu

Byrjum á einni vinsælustu leiðinni til að afla sér peninga heiman frá. Til eru margar velgengnissögur af 'dropshipping' frumkvöðlum sem vinna sér inn þúsundir evra á viku. Hvað er 'dropshipping' eiginlega, ef hugtakið skyldi vera þér ókunnt. Dropshipping er viðskiptamódel þar sem þú selur vöru fyrir hönd heildsala eða 'dropshipping' þjónustuaðila. Varan er skráð á vefsíðunni þinni, en um sendingar og pökkun sér 'dropshipping' þjónustuveitan.

Útgáfa á rafbók

Ef þú ert góður penni getur það að birta á Amazon KDP veitt þér ágæt mánaðarleg fríðindi. Hins vegar þarf aðeins meira en að bara ágætis skrif til að selja á Amazon Kindle. Eftir að hafa skrifað bókina þarftu að sníða hana og hanna kápu. Þú þarft að fá með þér grafískan hönnuð fyrir rafbókarkápuna, en hann finnurðu á vettvöngum fyrir verktaka eins og Upwork og Freelancer. Til að þéna pening á Amazon KDP ættirðu fyrst að gera bókina aðgengilega án endurgjalds, en það hjálpar þér að ná hærra í leitarniðurstöðum. Þegar þú hefur náð hámarksvinsældum geturðu verðlagt af sanngirni.

Leigðu út græjurnar þínar fyrir klukkustundargjald

Vissirðu að milli 2014 og 2019 jókst raftækjaúrgangur um 21%? Við verðum öll að leggja okkar af mörkum til að draga úr vaxandi magni úrgangs. Rent-A-Center og Flex shopper eru tvær vefsíður sem hjálpa þér að leigja hluti á netinu. Þú þarft bara að fylla út prófílinn þinn og leigja út vörurnar þínar til að byrja.

Bakað fyrir aðra

Ef þú fílar að baka og að eyða tíma í eldhúsinu geturðu byrjað á að taka við stökum beiðnum um bakstur. Þú getur þénað 200 til 400 evrur með því að vinna aðeins 20 tíma á viku. Fyrirtæki eins og Snap Kitchen eru þekkt fyrir veitingaþjónustu sína og þau byrjuðu smátt. Fáðu því innblástur frá þeirra velgengni og byrjaðu eitthvað sjálf(ur) að heiman.

Það er stöðug leit í gangi að tækifærum sem gera fólki kleift að vinna og afla sér tekna að heiman. Ofangreindar starfstegundir tryggja manni ekki aðeins stöðugar tekjur heldur gefa líka frelsi til að stjórna eigin vinnutíma.

dropshippingxl intro blog