Hvað hef ég lært af dropship rekstri?

dropshippingxl intro blog

Ég stofnaði dropship verslunina mína án nokkurrar fyrirframþekkingar á viðskiptamódelinu. Til að byrja með var þetta aukavinna en núna er reksturinn orðinn að fullu starfi.

Þó að vöxturinn hafi verið nokkurn vegin samfelldur frá árinu 2018, eru nokkur atriði sem ég vildi að ég hefði haft á hreinu áður en ég byrjaði. Hversu mikilvægir eru samfélagsmiðlar í markaðsskyni, til dæmis? Það jafnast þó ekkert á við reynsluna sem maður öðlast við að takast á við vandamálin upp á eigin spýtur.

Ég hef lært margt í gegnum árin og í þessari grein langar mig að deila með ykkur nokkrum lykilatriðum. Ef þú stefnir á dropship rekstur skaltu lesa áfram:

Ekki skipta um birgja

Eins og með öll önnur fyrirtæki, tekur það þónokkurn tíma fyrir dropship verslun að verða arðbær. Lykilatriðin eru þolinmæði og samkvæmni. Dropshipparar skipta stundum ítrekað um birgja til að minnka kostnað eða til að láta reyna á nýjar vörur. Þetta eru mistök sem geta kostað fyrirtækið fúlgur fjár.

Áður en ég valdi dropshippingXL sem varanlegan þjónustuveitanda fyrir dropship verslunina mína skipti ég um tvo birgja og það endaði í miklu tapi.

Í stað þess að skipta á milli birgja skaltu kynna þér dropship þjónustuveitendur vel. Skoðaðu umsagnir, einkunnir og vörumyndir og athugaðu hvort verðið henti þér. dropshippingXL gerir þér kleift að senda meira en 50.000 vörur til 30 landa. Verðið er lágt, vörurnar eru ósviknar og þjónustuverið er opið allan sólarhringinn.

Áhersla á alþjóðamarkað

Þegar kemur að dropship verslun hefur fólk tilhneigingu til að leggja einungis áherslu á innlendan markað eða stór markaðssvæði, en aðrir markaðir geta einnig reynst gagnlegir fyrir dropship verslunina þína. Dropshippurum bjóðast prýðileg tækifæri í löndum eins og Bretlandi, Ástralíu, Hollandi, Spáni og Þýskalandi. Önnur lönd sem vert er að íhuga fyrir markaðssetningu eru Belgía, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Eistland, Finnland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía.

Veldu margskonar markaðsleiðir

Í upphafi rekstursins þarf að huga vel að markaðssetningu. Til að byrja með langar mann kannski að prófa nokkrar markaðsaðferðir en sú nálgun leiðir aðeins til sóunar á tíma og fé. Bæði Facebook og Instagram eru pottþéttir miðlar fyrir auglýsingar og markaðssetningu. Pinterest og Google Shopping Ads nýtast einnig vel. Hafðu þó í huga að greiddar auglýsingar eru skammgóður vermir. Reyndu því að einbeita þér að færslum á Facebook og Instagram til að ná langtímaávinningi.

Lærðu af mistökum þínum

Það er alltaf eitthvað sem fer úrskeiðis, sama hvaða fyrirtæki þú rekur, þannig að passaðu þig á því að gefast ekki of fljótt upp. Markaðsáætlunin gæti mistekist eða þú gætir lent í því að ráða einstakling sem er ekki nógu hæfur. Þó að ein auglýsing mistakist þýðir það ekki að allt sem þú ert að gera sé rangt. Sýndu þolinmæði og lærðu af mistökum þínum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það á þinni ábyrgð að móta vörumerkið þitt.

Alltaf er hægt að læra og bæta, sama hversu mikilli kunnáttu og þekkingu þú hefur sankað að þér. Ekki sóa tímanum í áhyggjur yfir öllum þeim hlutum sem þig skortir þekkingu á. Það er ekkert sem getur stöðvað þig í að byggja upp farsælt fyrirtæki ef þú býrð yfir nægri staðfestu.

dropshippingxl intro blog