Heildsala eða „dropshipping“: Hvernig er best að velja?

dropshippingxl intro blog

Sumt fólk ruglar saman heildsölu og „dropshipping“. Þetta eru þó tvö ólík fyrirbæri og hvert hefur sína kosti og galla. Í þessari grein ætlum við að gera grein á muninum á hugtökunum tveimur.

Hvað er „dropshipping“?

Hver sem á netverslun getur byrjað með „dropshipping“-starfsemi. Þetta viðskiptamódel þarfnast varla neinnar fjárfestingar. Þú þarft hvorki birgðir né geymslupláss. Fyrir utan það greiðirðu aðeins fyrir þær vörur sem seljast.

Til eru „dropshipping“-þjónustuaðilar eins og dropshippingXL sem bjóða breitt úrval vara til að selja á netinu. Veldu þær vörur sem þú vilt selja og skráðu þær á vefsíðuna þína til að byrja „dropshipping“-starfsemina.

Einnig fer varan beint frá birgja til kaupanda þegar þú „dropshippar“ vörunni. Umsjá umbúða og sendingarstörf eru í höndum birgja svo þú getir einbeitt þér að sölunni.

Kostir við „dropshipping“

Enginn fyrirframkostnaður

Byrjunarfjárfestingin er í lágmarki þar sem þú þarft ekki að borga fyrir birgðir eða geymslurými. Þú borgar aðeins vörukostnaðinn eftir að sala á sér stað sem þýðir hagnað.

Enginn vinnuþrýstingur

Þar sem birgirinn sér um pökkun og sendingar þarftu engin aðföng til að uppfylla pöntun. Þar að auki hefurðu nægan tíma til að einbeita þér að markaðsmálum.

Hvað er heildsölustarfsemi?

Heildsala þýðir að vörur eru keyptar beint frá framleiðendum og birgjum í miklu magni. Heildsalar velja oft að selja vörurnar á lægra verði til að draga úr rekstrar- og geymslukostnaði. Þar sem þeir gera magkaup fá þeir vörurnar einnig með meiri afslætti.

Þetta snýst meira um kaupmátt; því meira sem þú kaupir, því meira geturðu selt og hringrásin heldur áfram.

Kostir við heildsöluþjónustu

Meiri stjórn

Í heildsölubransanum stjórnar þú sendingum, umbúðapakkningum og því að uppfylla pantanir. Einungis þú berð ábyrgð á því að pöntunin komist tímanlega til skila og að viðskiptavinur sé sáttur. Þú hefur heildarumsjón með starfseminni og tekur nauðsynleg skref til að stækka við hana.

Sell Online or in-person

Með eigin birgðum færðu tækifæri til að selja vöruna þína bæði á netinu og í verslun eftir aðstæðum.

Heildsala eða „dropshipping“

Ef þú átt erfitt með að velja milli heildsala eða „dropshipping“ erum við með nokkrar hugmyndir sem hjálpa þér að ákveða þig.

Aðeins skal fara út í heildsölu ef nægt fjárfestingarfé er fyrir hendi. Vertu reiðubúin(n) til að geyma, pakka inn og senda vörur. Annar góður punktur meðan þú byrjar heildsölustarfsemi er að þú þarft að byggja upp langtímasamband við birgja.

Ef þú velur „dropshipping“ -viðskiptamódelið skaltu ákveða hvaða sérsviði þú vilt einbeita þér að, hvað varðar vöruúrval. Einnig ættirðu að vera tilbúin(n) með góða markaðstækni.

Við vonum að þessi grein hjálpi þér að ákveða hvað hentar þér best.

dropshippingxl intro blog