Af hverju að byrja með „dropshipping“ starfsemi í Úkraínu?

dropshippingxl intro blog

Netverslun er sístækkandi fyrirbæri. Ef við skoðum alþjóðlega tölfræði verður fjöldi netkaupenda á alþjóðavísu kominn yfir 2,14 milljarða í lok árs 2021 (það er um 30% af öllum íbúum heims).

Sem frumkvöðull gæti þetta verið rétti tíminn fyrir þig ef þú vilt taka þátt á netverslunarmarkaðnum í Úkraínu. Samkvæmt Ukrainworld.org. eru Úkraínumenn sífellt áhugasamari um að kaupa vörur og þjónustu á netinu. Á Black Friday 2019 keyptu viðskiptavinir PrivatBank, stærsta smásölubanka Úkraínu með 23 milljónir viðskiptavina, 4,5 milljón sinnum á netinu að verðmæti 1,3 milljarða UAH (46 milljónir USD).

Samkomutakmarkanirnar 2020 bættu í þessa tölfræði og margir prófuðu í fyrsta skipti að kaupa á netinu. Frá þessari tölfræði má álykta að í Úkraínu sé fjöldi fólks sem verslar á netinu og í leit að hágæðavörum.

Hvað er gott að selja í „dropshipping“ versluninni þinni í Úkraínu?

Velgengni „dropshipping“ heilsöluverslunarinnar þinnar er undir þeim vörum sem þú skráir í vefverslunina þína komin. VidaXL er með eigin framleiðslu innanhúss. Fyrir utan það flytja þeir inn vörur frá fjölmörgum söluaðilum, sem þýðir óskertur aðgangur að yfir 50.000 vörum.

Sumir af söluháum vöruflokkum í Úkraínu eru:

· Stofuhúsgögn

· Smávörur fyrir heimilið

· Líkamsræktarbúnaður

· Gæludýravörur

· Íþróttabúnaður

· Vörur fyrir fyrirtæki og iðnað

· Byggingavörur

„Dropshipping“ hagtölur frá Úkraínu

Samkvæmt könnun frá 2020 var framlag netviðskiptamarkaðarins í Úkraínu til heimsmarkaðarins meira en 29%. Búist er við að þessi tala hækki um 14% árið 2024, sem gefur til kynna hversu góð úkraínsk netverslun kemur til með að vera á næstu árum.

Það að opna „dropshipping“ verslun er einn besti kosturinn fyrir frumkvöðla. Þú getur sett upp „dropshipping“ verslun með startkostnaðinn í lágmarki og búist við miklum hagnaði. Ef þú ert ekki enn sannfærð(ur) má hér telja upp nokkrar góðar ástæður þess að byrja með „dropshipping“ starfsemi í Úkraínu:

Góð ávöxtun fjárfestingar

Með „dropshipping“ þarftu ekki að axla ábyrgð á framleiðslu eða hafa umsjón með lager. Þér er í raun í sjálfsvald sett að velja vörurnar og ákveða hlutfall hagnaðar. Vertu með góða markaðsstefnu og skráðu vinsælar og söluháar vörur og þú getur búist við góðri ávöxtun.

Búðu þig undir bestu „dropshipping“ skilyrðin

"Dropshipping" í Úkraínu hefði ekki getað verið auðveldara. Með aðgang að snjallsímum og háhraðainterneti geturðu sent frá hvaða hluta Úkraínu sem er. Í boði eru traustar greiðslugáttir, framúrskarandi sendingarþjónusta og frábærir „dropshipping“ þjónustuaðilar.

Bestu „dropshipping“ þjónustuaðilarnir

Til að starfsemin verði farsæl er mikilvægt að vinna með áreiðanlegum „dropshipping“ þjónustuaðila. Framboð einhverra af toppþjónustuveitendum „dropshipping“ starfsemi í Úkraínu hefur auðveldað það mjög að stjórna vöruskráningu og sendingu.

Þjónustuaðilar eins og dropshippingXL sjá til þess að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af birgðastjórnun, vörugeymslu og pöntunarvinnslu.

Aukning á neytendamarkaði á netinu

Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs versluðu yfir 33% úkraínskra netnotenda á netinu og þetta hlutfall á eftir að hækka um 42%. Þetta þýðir að ef þú ætlar að stofna „dropshipping“ fyrirtæki í Úkraínu er markhópurinn yfir 11 milljón manns.

Verð og traust eru tveir helstu þættirnir sem telja á á úkraínska markaðnum. Ef þú vilt ná árangri verður þú að halda í traust viðskiptavina og skrá vörurnar þínar með réttu verði.

Neytendur í Úkraínu eru mjög forvitnir um vörur sem koma frá löndum vestan við sig. Gakktu úr skugga um að þú skiljir þarfir þeirra og kröfur áður en þú mótar þér stefnu.

dropshippingxl intro blog