Alhliða leiðarvísir um markaðssetningu

dropshippingxl intro blog

Öll fyrirtæki þurfa að setja sér trausta markaðsstefnu til að kynna vörur sínar og þjónustu. Markaðssetning sem slík er aldagömul og hefur alltaf snúist um að ná til hugsanlegra viðskiptavina. Í þessari grein ætlum við að afhjúpa nokkur grunnatriði markaðssetningar. Hefjumst handa:

4 grunnatriði í markaðssetningu

Það er sama hvað þú ert að selja, markaðssetningin fyrir hverja vöru og þjónustu snýst um fjögur atriði: Vöruna, verð, kynningu og markaðssvæði. Þessi fjögur hugtök voru, eru og verða lykillinn að hvers konar markaðssetningu. Þau fyrirtæki sem einbeita sér að þessum fjórum hugtökum geta náð árangri.

Þegar þú setur á fót dropship verslun, er best að búa til áþreifanlega áætlun með fókus á vörusvið, verðbil, kynningarstefnu og hvar þú ætlar að auglýsa og selja vöruna.

7 meginreglur markaðssetningar

Já, við byrjuðum á því að kynna 4 hugtök en bætum þremur við og við erum komin með 7 meginreglur til að hafa í huga. Þau þrjú sem bætast við eru fólk, ferlar og verslunarumhverfi. 7 punkta markaðslíkanið var sett fram árið 1960 af E. Jerome McCarthy. Hann bendir á að með þessu háþróaða markaðslíkani, geti fyrirtækið einblínt á þau lykilatriði sem hafa áhrif á markaðsáætlun.

Skoðum stuttlega þessi sjö lykilatriði:

Vara

Til að ná umsvifum á markaðnum skaltu einblína á hvert aðdráttarafl vörunnar er. Horfðu á vöruna frá sjónarhóli viðskiptavinarins og spurðu þig svo hvort þú myndir kaupa vöruna sjálf/ur? Ef já, hversu oft? Varan sem þú velur ætti að hafa augljósa kosti sem höfða til neytenda.

Verð

Fyrsta hugsun margra sem stofna fyrirtæki er að hámarka hagnaðarhlutfall en það er ekki endilega rétta stefnan til að byrja með. Verðið sem þú setur þarf að byggjast á því hvað viðskiptavinir þínir eru tilbúnir að borga fyrir vöruna og til að fá þær upplýsingar þarf að framkvæma vel úthugsaðar markaðsrannsóknir. Hafðu verðlagninguna á því bili sem viðskiptavinir þínir eru vanir og mundu að aðlaga verðið að markaðsaðstæðum hverju sinni.

Kynning

Vel heppnuð kynning er kjarninn í markaðsstefnunni og hana þarf að taka alvarlega. Þegar þrír fyrstu punktarnir; varan, verðið og markaðssvæðið eru klárir, er kominn tími til að kynna vörurnar fyrir fjöldanum. Til að auðvelda kynningarstarfsemina er kjörið að nýta leitarvélabestun (SEO), markaðssetningu á samfélagsmiðlum (SMM) og markaðssetningu í tölvupósti til að koma vörum þínum á framfæri til hugsanlegra viðskiptavina.

Markaðssvæði

Með aukinni hnattvæðingu og tölvuvæðingu undanfarinna ára hafa seljendur núna möguleikann á að selja dropshipping vörur í fleiri en einu landi. Dæmi um þetta er samstarf við dropshippingXL, sem gerir þér kleift að selja til yfir 30 landa.

Fólk

Sumu fólki finnst það þurfa að gera allt sjálft en það er alls ekki eins manns verk að stofna fyrirtæki. Til að gera góða hugmynd að veruleika þarf fleiri hendur á dekk. Hver einstaklingur sem þú ræður til starfa fyrir fyrirtækið þitt, hvort sem það er í stór og smá verk, ætti að hafa raunverulegan áhuga á velgengni fyrirtækisins. Finndu rétta fólkið og leiðbeindu því eftir þörfum til að fá sem mest út úr samstarfinu.

Ferlar

Í þessu skrefi eru afhending vöru og þjónusta við viðskiptavini skoðuð. Þegar um er að ræða dropshipping snýst þetta stig að verulegu leyti um það hversu vel vörunum er pakkað og hversu fljótt þær eru sendar til viðskiptavina. Réttar umbúðir skipta miklu um hvernig viðskiptavinir upplifa vörurnar þínar og þjónustu. Tæknilega séð gefa umbúðirnar viðskiptavininum fyrstu áþreifanlegu upplifunina af dropship versluninni þinni, þjónustu og vöruúrvali. Þjónustuveitendur dropship verslana, eins og dropshippingXL sjá til þess að vörunum sé pakkað í smekklegar umbúðir og að þær nái til viðskiptavinna þinna eins fljótt og hægt er.

Verslunarumhverfi

Verslunarumhverfi, þar sem viðskiptavinir sjá nýjar vörur og fá áhugaverðar upplýsingar er mikilvægt fyrir allan rekstur. Þegar um er að ræða dropship verslun vísar þessi punktur í vefsvæðið þar sem verslunin er uppsett. Netverslunin ætti að höfða til neytenda og hafa góðar sjónrænar upplýsingar sem auðvelt er að vafra í. Þannig nærðu árangri og færð ánægða viðskiptavini.

dropshippingxl intro blog