Bestu íþróttavörurnar til að selja

dropshippingxl intro blog

Undir íþróttavörur falla til dæmis íþróttafatnaður og skór, æfingatæki og skrásett íþróttavörumerki. Hagtölur spá því að velta með sportvörur nái 70,6 milljörðum Bandaríkjadala árið 2026 og að árlegur vöxtur (CAGR) verði 2,6% samkvæmt tölum frá Global Industry Analysts, Inc.

Þessi gögn, sem koma frá Statista, sýna gildi íþrótta- og útivistarmarkaðarins í Evrópu. Frá árinu 2017 hafa tekjur af sölu íþróttabúnaðar og íþróttafatnaðar aukist jafnt og þétt. Utan Evrópu er mestur hluti teknanna upprunninn í Kína.

Nú þegar við höfum litið á hagnaðarmöguleika vöruflokksins, skulum við kíkja á nokkrar vörur sem við teljum að muni seljast eins og heitar lummur.

Standbretti

vidaXL Standbrettasett

Þetta áhugaverða sport er nýtt af nálinni og var fyrst stundað í lokuðum æfingahópum og námskeiðum. Eftir að Covid breiddist út og tekið var fyrir allt slíkt, féll iðkunin niður en hefur nú náð nýjum hæðum.

Vinsældir standbrettanna (SUP) má rekja til brimbrettaiðkara, notkun þeirra í ævintýraferðamennsku og vaxandi áhuga frá þeim sem stunda jóga- og íhugunaræfingar úti í náttúrunni, eins og kemur fram í skýrslu frá TechNavio.

Skv. úttekt Fact.MR er því spáð að velta standbrettamarkaðarins á heimsvísu verði 1,5 milljarðar Bandaríkjadala árið 2022 og 3,8 milljarðar dala árið 2032 (CAGR um 9,7% milli 2022 og 2032).

Sama úttekt spáir standbrettum auknum vinsældum í Evrópu á næstu árum. Standbrettin hafa verið hvað vinsælust í Frakklandi, þar sem þau nema nú um 10% af heildarbrimbrettamarkaði. Skv. franska brimbrettasambandinu eru 680.000 virkir brimbrettaiðkendur í Frakklandi. Bretland og Þýskaland eru í næstu sætum yfir fjölda iðkenda.

Á Google Trends er hægt að sjá að leit eftir standbrettum tók stórt stökk í júní og júlí 2021. Þau lönd sem sátu á toppnum yfir flestar leitir voru Danmörk, Holland og Þýskaland.

Þurrpokar

Annar vinsæll vöruflokkur fyrir vatnasport eru svokallaðir þurrpokar. Þetta eru vatnsheldir pokar úr PVC efni undir verðmæti og persónulega muni sem mega ekki blotna. Pokarnir henta öllu vatnasporti, hvort sem það er kajakróður, bretti eða bátsferðir.

Með auknum vinsældum stand- og brimbretta, eru æ fleiri sem sjá notagildi í því að fjárfesta í góðum þurrpoka til að geta haft síma, lykla og nesti með sér út á vatnið, svo eitthvað sé nefnt.

Niðurstöður fyrir leit að þurrpokum á Google Trends gefur til kynna að þetta geti verið metsöluvara fyrir réttan markhóp. Línuritið hér að ofan sýnir fjölda og þróun leita á heimsvísu að þurrpokum (e. Dry Bags) frá árinu 2004. Þar sést að þurrpokar eru meðal þriggja efstu leita í Singapúr, á Nýja-Sjálandi og Bretlandi.

Þurrpokarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum. Algengastir eru þeir á bilinu 5 til 30 lítrar, þeir fást í skærum litum fyrir sýnileika og með axlaról sem hægt er að losa af. Þá má einnig festa við bretti eða kajak og láta þá fljóta á vatninu á meðan ferðinni stendur.

vidaXL Þurrpoki Appelsínugulur 15 l

Líkamsræktarbekkir

Alþjóðamarkaður fyrir líkamsræktartæki til heimilisnota stefnir í að aukast úr 10,7 milljörðum Bandaríkjadala árið 2021 í 14,7 milljarða Bandaríkjadala árið 2028, samkvæmt Fortune Business Insights. Í kjölfar Covid, hefur þeim fjölgað sem kjósa að rækta líkamann heimavið, sérstaklega í Norður-Ameríku og Evrópu.

Leit að líkamsræktarbekkjum (e. Gym Bench) tók snaran kipp í apríl 2020 og hefur haldið sessi þrátt fyrir að margt fólk hafi snúið aftur á líkamsræktarstöðvar. Í skýrslu frá Global Data kom fram að helmingur neytenda í Bretlandi keypti einhvers konar heimaæfingavörur meðan á heimsfaraldrinum stóð og að 75% af þeim ætla að halda áfram að æfa heima þó faraldurinn líði undir lok. Út frá þessum tölum gæti verið góð hugmynd að selja líkamsræktar- og æfingabekki fyrir heimili í netverslun eða á markaðstorgi.

Í Bretlandi voru líkamsræktarbekkir næstvinsælasta varan sem keypt var í flokki líkamsræktarbúnaðar fyrir heimilið, að því er Statista greinir frá. Æfingabekkir til heimanota eru almennt handhæg og góð fjárfesting í heilsu. Eftir því sem fleira fólk lítur á heilsurækt sem mikilvægan þátt þegar kemur að langvarandi heilbrigði og forvörn gegn ótímabærri öldrun, kemur eftirspurn eftir líkamsþjálfunarvörum til með að aukast.

Líkamsræktarbekkir fást í mörgum útfærslum, t.d. stillanlegir bekkir fyrir mótstöðuæfingar eða lyftingabekkir fyrir lóðalyftingar.

vidaXL Samfellanlegur Lyftingabekkur fyrir Handlóð og Lyftingastöng til Heimanotkunar

Líkamsræktarbuxur

Leitarorðið líkamsræktarbuxur (e. gym leggings) gefur áhugaverðar niðurstöður þegar það er skoðað í Google Trends. Síðustu tíu ár hefur notkun orðsins aukist umtalsvert. Frá janúar 2021 og fram í janúar 2022 var leitað mest að líkamsræktarbuxum í Írlandi, Bretlandi, St. Helenu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Á TikTok hafa svokölluð 'haul' myndbönd, sem sýna neytendur skoða vörur og gefa umsagnir, notið mikilla vinsælda og mörg þeirra innihalda íþrótta- og æfingafatnað. Í kjölfar þess konar myndbanda tók leitarhugtakið 'scrunch gym leggings' á flug. Þessar haganlega sniðnu buxur frá Amazon þóttu hinn heilagi gralur æfingafatnaðar, þar sem þær hentuðu fyrir margar ólíkar líkamsgerðir. Fleiri vinsæl TikTok myndbönd hafa sýnt líkamsræktarfatnað sem fæst hjá Amazon. Markaðssetning af þessum toga gefur möguleikann á að keppa við þekktari merki á borð við Gymshark á jafnari grundvelli.

Handlóð

Þegar kemur að sport- og útivistarvörum á Amazon, hafa handlóð löngum verið ein vinsælasta varan skv. tölum frá janúar 2022. Á Google hafa tölur um fjölda leita að handlóðum verið nokkuð stöðugar frá því að heimsfaraldurinn var í hæstu hæðum. Írland, Bretland og Kanada eru þau lönd sem leita hvað mest eftir orðinu. Af tengdum leitarorðum er 'stillanleg handlóð' einnig mikið notað.

Handlóð fást bæði í fastri þyngd og í settum. Handlóðasett með nokkrum lóðaplötum sem hægt er að setja saman á marga vegu í mismunandi þyngd eru frábær til heimanotkunar fyrir þau sem vilja þjálfa tiltekna vöðva og bæta styrk. Efniviður lóðanna er misjafn, allt frá steypujárni upp í neophrene efni.

vidaXL 18 Hluta Handlóðasett 30 kg Steypujárn

dropshippingxl intro blog