Vistvænar vörur sem hægt er að selja í dropship verslun (2022)

dropshippingxl intro blog

Vistvænar vörur eru ekki bara góðar fyrir umhverfið, þær reynast betur að mati neytenda.

Í grein frá Kellogg Insights frá 2021 er komið inn á svokölluð geislabaugsáhrif þegar kemur að sjálfbærum og vistvænum vörum. Þetta kom rannsakendum á óvart en þeir áttu frekar von á að finna hið gagnstæða, þ.e. að vistvænar vörur myndu þykja lakari.

Þekkt dæmi um þetta eru Tesla-bílarnir. Neytendur meta þessa rafmagnsbíla sem umhverfisvænan kost og líta samtímis á þá sem trausta og örugga bíla.

Þegar þetta er haft í huga, hvað getur það sagt okkur almennt um vistvænar vörur? Við skoðuðum framboðið af vistvænum vörum og markaðsstöðu þeirra og hvaða vörur henta vel fyrir dropship seljendur.

Viðarhúsgögn úr endurheimtu timbri

Endurheimtur og endurunninn viður er markaður í gríðarlegri sókn en búist er við því að heildarviðskiptavirði hans á heimsvísu verði 70.37 milljarðar bandaríkjadala árið 2028, samkvæmt skýrslu frá Grand View Research. Þessi hækkun helst í hendur með áhuga á sjálfbærari framleiðsluháttum og áhuga neytenda á umhverfisþáttum þegar kemur að því að innrétta heimilið.

Hvað er endurheimt timbur?

Endurheimt timbur er efniviður sem hefur áður verið notaður í ákveðnum tilgangi. Timbrið er fengið úr t.d. gömlum byggingum á borð við verksmiðjum, skipasmíðastöðvum, skipum, vörugeymslum, bóndabýlum, járnbrautateinum o.fl. Þar stóð viðurinn ef til vill í áraraðir sem bjálki, arinhilla, trégólf, viðarþiljur eða annað.

Þessi efniviður er mjög eftirsóttur þar sem hann er yfirleitt að minnsta kosti 100 ára gamall og er úr "gamalgrónu" timbri. Með því er átt við hægvaxandi trjátegundir sem uxu úti í náttúrunni í stað nútímaefniviðs sem kemur úr skógum sem gróðursettir eru einungis fyrir timburframleiðslu. Eldri viðurinn er þekktur fyrir styrk og endingu en hann er einnig þolnari gagnvart rotnun og myglu.

Af hverju eru neytendur hrifnir af endurheimtu timbri?

Hækkun á markaði með endurunnið timbur stafar að mestu leyti af vinsældum þess í húsgagnaframleiðslu. Neytendur hugsa meira um umhverfið og kaupa inn út frá því hvernig vörur og umbúðir hafa áhrif á plánetuna. Í því skyni eru kostir endurheimta timbursins ótvíræðir:

  • Karakter og sjarmi sést í ytra byrði viðarins eftir því sem viðurinn eldist
  • Afar umhverfisvænn efniviður fyrir heimili og húsgagnagerð
  • Dregur úr eftirspurn eftir skógræktarsvæðum til framleiðslu
  • Eini möguleikinn á því að fá gamalgróinn við, enda eru eldri tré friðuð núorðið
  • Hann er afar traustur, endingargóður og stenst samanburð við allan nýjan við
  • Vörur úr endurheimtum við fyrir dropship verslun

    Þessar vörur eru frábærar fyrir netverslanir sem einbeita sér að húsgögnum og heimilismunum. Viðskiptavinir sem hafa áhuga á húsgögnum úr endurheimtum viði munu leita eftir:

  • Umhverfisvænum kosti fyrir heimilið
  • Vönduðum vörum
  • Einstökum hlutum í hlýlegum stíl
  • vidaXL skrifborð úr gegnheilu endurheimtu tekki (Ean: 8718475577409)

    vidaXL vínrekki úr gegnheilum endurheimtum viði (EAN: 8718475569169)

    Endurunnin viðarhúsgögn

    Endurunninn viður sem notaður er í húsgögn er yfirleitt yngri viður en endurheimtur viður, þótt orðin séu oft notuð á víxl. Endurunninn viður er fenginn úr t.d. vörubrettum, afgöngum úr timburframleiðslu eða úr garðafgöngum.

    Hvaða viðartegund hentar best fyrir endurunnin viðarhúsgögn?

    Viðartegundirnar sem er algengast að endurnýta í húsgögn eru fura og tekk. Samkvæmt gæðakröfum má viðurinn ekki hafa komist í snertingu við hvers konar efnablöndur, leysiefni eða málningu sem gæti verið skaðlegt mannfólki eða umhverfi.

    Vörur úr endurunnum við fyrir dropship verslun

    Endurunnin viðarhúsgögn hafa ef til vill ekki sama sjarmann og gamalgróinn viður en þau eru samt falleg og stílhrein.

    vidaXL Baðherbergisskápur úr gegnheilli endurunninni furu (EAN: 8718475600688)

    vidaXL Náttborð úr endurunnu tekki og stáli (EAN: 8718475601807)

    Umhverfisvænar gæludýravörur

    Vaxandi áhugi á sjálfbærum og umhverfisvænum vörum teygir sig inn í alla anga markaðarins. Flestar neysluvörur sem framleiddar eru í dag fást í umhverfisvænum útgáfum, þar á meðal eru gæludýravörur.

    Kostir umhverfisvænna gæludýravara

    Gæludýr eiga það til að eyðileggja leikföng og bæli. Þeim er þá gjarnan skipt út fyrir nýja hluti og þeir gömlu fara í ruslið. Endurunninn efniviður kemur í veg fyrir að óniðurbrjótanlegar vörur endi í landfyllingu.

    Helmingur mannfólks heldur gæludýr

    Alþjóða dýraheilbrigðismálastofnunin áætlar að helmingur jarðarbúa haldi gæludýr. Í Bandaríkjunum, Kína, Brasilíu og Evrópu einni er hálfur milljarður hunda og katta. Þetta er stór neytendahópur og innan hans má örugglega finna marga umhverfissinnaða gæludýraeigendur.

    Umhverfisvænar gæludýravörur fyrir dropship verslun

    Hundar og kettir eru vinsælustu gæludýrin svo það er góð hugmynd að einbeita sér að hunda- og kattavörum í dropship versluninni. Þó má finna umhverfisvænar vörur fyrir flestar dýrategundir, t.d. hænsnakofa úr endurunnu plasti og viði.

    vidaXL TRIXIE Be Eco Danilo gæludýrabæli (EAN: 4047974375068)

    Kerbl 'Eli eco' kattahús (EAN: 4018653995341)

    Umhverfisvænar sturtu- og baðherbergisvörur

    Hér snýst allt um vatnssparandi vörur.

    Það er ekki bara á þurrkasvæðum í löndum á borð við Qatar, SAF, Saudi-Arabíu, Indlandi og Pakistan sem þarf að huga að vatnsgæðum. Jafnvel í Bandaríkjunum má finna svæði þar sem þurrkar leika landið grátt, t.d. í Kaliforníu, skv. samantekt frá Earth.org árið 2022. Evrópa á einnig eftir að upplifa vatnsskort á næstu 25 árum eftir því sem hitastig jarðar fer hækkandi, segir breska umhverfisstofnunin.

    Af hverju þarf að spara vatn?

    Um allan heim er fólk hvatt til þess að minnka vatnsnotkun til þess að ganga ekki um of á birgðir af ferskvatni. Ferskvatn sér mannfólki yfir hreinu og öruggu drykkjarvatni og gerir dýralífi kleift að lifa í vatnskerfum á borð við mýrum og stöðuvötnum. Því meira sem heimilin spara við sig í vatnsnotkun, því meira sparast við vatnshreinsun og dælukerfi.

    Markaðurinn fyrir vatnssparandi vörur

    Vegna fyrirsjáanlegs vatnsskorts á næstu árum og áratugum auk hækkana á orkuverði er líklegt að það skapist eftirspurn eftir vörum sem spara vatns- og orkunotkun. Á heimsvísu er gert ráð fyrir að vatnssparandi pípulagningavörur muni velta um 5 og hálfum milljarði bandaríkjadala árið 2030, ef marka má spá Data Intelo frá 2022.

    Umhverfisvænar sturtuvörur fyrir dropship verslun

    Það eru til margs konar vörur sem minnka daglega vatnsnotkun heimilisins:

  • Lágflæðissturtuhausar sem minnka vatnsflæðið þegar farið er í sturtu
  • Sturtuhausar sem taka loft inn í bland við vatn
  • Vatnsflæðisstillar sem takmarka vatnsstreymi inn á kerfið
  • Tiger Splash vistvænt sturtusett (EAN: 4008915551408)

    Tréleikföng

    Tréleikföng eru sígild og Maximize Market Research spáir því að heildarmarkaðshlutdeild þeirra verði yfir 28 milljarðar bandaríkjadala árið 2027. Áætlaður vöxtur vöruflokksins er 3,4% milli áranna 2021-2027. Þúsaldarkynslóðin og Z-kynslóðin eru að vaxa úr grasi og eru umhverfismeðvitaðir foreldrar.

    Af hverju eru neytendur hrifnir af tréleikföngum?

  • Viður er öruggari efniviður í barnaleikföng en t.d. plast
  • Tréleikföng eru afar sterk og endast einstaklega vel
  • Þau geta því gengið í ættir langt eftir að fyrsti notandi hættir að leika sér
  • Viður er náttúrulegt hráefni og því er hægt að endurvinna tréleikföng
  • Þau eru hljóðlátari en leikföng úr öðrum efnum
  • Þau henta vel fyrir foreldra sem velja hefðbundin leikföng án rafhlaðna
  • Viður höfðar til snertiskyns barna
  • Tréleikföng og leikföng fyrir dropship verslun

    Hægt er að finna viðarpúsl, leikföng og spil fyrir alla aldurshópa. Hér eru nokkur dæmi um tréleikföng sem hægt er að selja í dropship verslun:

  • Rugguhestar
  • Trékubbar
  • Púsl, spil og þrautir
  • Hljóðfæri
  • Leikkofar
  • Leiktæki og sandkassar
  • Pinolino rugguhestur úr beyki (EAN: 4035769025632)

    Childhome 8 hluta leikfangasett (EAN: 5420007158699)

    vidaXL Leikkofi úr furu (EAN: 8718475742470)

    Skoðaðu úrvalið

    Umhverfisvænar vörur ná yfir alla vöruflokka og það getur því verið þess virði að leggja áherslu á sjálfbærni og umhverfishyggju þegar þú velur vörur til endursölu í dropship versluninni þinni. Með aukinni vitund um loftslagsmál og umhverfisvernd eru neytendur líklegri til að velja umhverfisvænni kosti.

    Tengdar greinar:

  • Kostirnir við að selja vistvænar vörur sem dropship seljandi
  • 5 húsgagnatrend fyrir dropship verslanir (2022)
  • Markaðsrannsóknir: hvernig finna má glufu á markaðnum fyrir dropship rekstur
  • dropshippingxl intro blog