Hvernig þú velur nafn á dropship verslunina þína

dropshippingxl intro blog

Það borgar sig ekki að flýta sér þegar kemur að því að velja nafn á fyrirtækið þitt. Gott nafn endurspeglar vörurnar sem fyrirtækið selur, höfðar til rétta markhópsins og setur tóninn fyrir framtíðaráætlanir þínar. Nafnið birtist í tengslum við alla markaðssetningu, auglýsingar og vörukynningar. Það getur reynst afar snúið að breyta nafninu eftirá og því er vert að taka sér góðan tíma í að finna rétta nafnið.

Í þessari grein ætlum við deila góðum ráðum varðandi fyrirtækjanöfn og hvernig á að fá nafnið til að höfða til rétta markhópsins.

Áður en þú ræðst í nafnasmíðina

Gefðu þér góðan tíma til að skoða vel bæði markað og markhóp áður en þú kastar þér út í að ákveða nafn.

Einkenni góðs fyrirtækjaheitis:

1. Fyrstu viðbrögð

Er auðvelt að bera nafnið fram? Er hætta á að fólk stafi það rangt við leit á netinu? Er það móðgandi eða ófaglegt?

2. Vertu lýsandi

Skrifaðu niður lista af orðum sem lýsa fyrirtækinu þínu og vörunum sem þú selur. Þú getur notað samheitaorðabók til að stækka listann. Reyndu að horfa á vörurnar út frá sjónarhóli viðskiptavinarins.

3. Hafðu það einfalt

Ekki flækja nafnið um of eða hafa það ruglingslegt. Skoðaðu leitarorðalista SERP (search engine results page) til að fá tilfinningu fyrir því hverju viðskiptavinir leita að í tengslum við vörurnar þínar.

4. Hafðu það stutt og laggott

Auðvelt er að muna og bera fram stutt orð. Ef fyrirtækjanafnið samanstendur af mörgum orðum þá gæti það komið betur út sem skammstöfun.

5. Láttu það endurspegla vörurnar sem þú selur

Eru tengsl milli nafnsins og vöruúrvalsins? Tengist það vörunum þínum?

Endanleg nafnaákvörðun

Þegar þú ert tilbúin/n til að setja nafn á reksturinn þá skaltu safna saman eins mörgum hugmyndum og þú mögulega getur. Það gæti verið góð hugmynd að fá álit frá vinum eða viðskiptafélögum. Því næst skaltu skera listann niður í þau nöfn sem hljóma best.

Leiðir til að búa til vörumerki:

1. Notaðu nöfn stofnenda

Dæmi um þetta eru Sainsbury's, Warner Brothers, Johnson & Johnson, BEA Systems, Abercrombie & Fitch og Hewlett-Packard.

2. Breyttu nafni stofnanda til að búa til nýtt orð

Nöfnin Aldi og Adidas urðu til með þessum hætti.

3. Finndu upp nýyrði eða notaðu skemmtilegt orð

Þetta gerðu til dæmis Shazam, Skype, Zoom og Google.

4. Settu tvö orð saman

Salesforce, Groupon, Instagram, Airbnb og LEGO eru þekkt dæmi um þessa tegund nafna.

5. Notaðu orð sem lýsa því sem þú gerir

Paramount Pictures og Sports Direct eru dæmi um lýsandi fyrirtækjaheiti.

6. Búðu til skammstöfun

Til dæmis IKEA, BUPA, BMW, ASOS, H&M, MAC og NERF.

7. Notaðu táknræn orð

Nike (gríska gyðjan fyrir „sigur“) og Sony („sonus“ á latínu vísar í hljóðbylgjur) eru góð dæmi.

8. Notaðu karakter úr sögu

Nafnið Starbucks vísar t.d. í Starbuck úr Moby Dick.

9. Kauptu fyrirliggjandi nafn og fyrirtæki

Ýmsir kostir fylgja því að kaupa fyrirtæki sem þegar er til. Það gerir þér auðveldara fyrir að finna fyrirtækjaheiti sem er ekki í notkun nú þegar og það byggir upp traust hjá viðskiptavininum.

Nafngjafartól á netinu

Ef það kemur babb í bátinn hjá þér varðandi nafngjöf þá geturðu prófað nafngjafartól á netinu. Ýmsar vefsíður bjóða upp á ókeypis nafngjafaþjónustu. Þú skrifar einfaldlega niður nokkur lykilorð sem lýsa fyrirtækinu og þá stingur vefsíðan upp á ýmsum nöfnum.

1. GoDaddy - þar er hægt að velja landið sem þú vilt starfa í

2. Business Name Generator

3. Wix - gerir þér kleift að finna nafn eftir iðngrein

4. Namelix

5. Shopify

Athugaðu hvort nafnið þitt sé laust

Þegar þú hefur fundið nöfn sem þér líkar þá þarftu að athuga hvort þau séu þegar í notkun. Byrjaðu á því að skoða hvort þau séu tiltæk sem fyrirtækjaheiti í landinu þínu (þú getur skoðað stjórnarráðsvef ríkisins). Þegar þú hefur fundið nafn sem er laust þá skaltu athuga hvort hægt sé að nota nafnið á samfélagsmiðlum og sem lénsheiti.

dropshippingxl intro blog