Er hægt reka dropship verslun án þess að auglýsa á Facebook?

dropshippingxl intro blog

Er hægt að auka sölu í dropship verslun án þess að eyða fúlgum í auglýsingar á Facebook? Auðvitað er það hægt! Við fáum margar fyrirspurnir um það hvernig best er að reka dropship verslun án þess að eyða of miklu í auglýsingakostnað. Facebook auglýsingar eru reyndar áhrifaríkar en það getur samt verið dýrt að koma sér á framfæri. Sem betur fer er Facebook ekki eini vettvangurinn þar sem þú getur náð til viðskiptavina og það er alveg gerlegt að reka arðsama dropship verslun með lítilli eða engri hjálp frá Facebook auglýsingum.

Sjónræn framsetning á Pinterest og Instagram

Samfélagsmiðlar á borð við Instagram, Pinterest og Tiktok eru góðir til að ná til viðskiptavina. Með því að birta myndir af vörum, bæði auglýsingamyndir og persónulegar myndir þar sem varan er sýnd í notkun, og skrifa skemmtilegan texta sjá hugsanlegir kaupendur vöruna á annan hátt en bara sem auglýsingu. Það er líka hægt að taka upp vídeó sem sýna hvernig varan er notuð og gefa hugmyndir um stíliseringu eða þá ímynd sem tengist vörunni. Vandaðar og skýrar myndir gefa alltaf bestan árangur.

Auglýsinga-stönt

Önnur leið til að fá umferð inn á vefsíðuna þína er að gera eitthvað einstakt og/eða öðruvísi en aðrir. Ef vel tekst til, gætirðu fengið þúsundir heimsókna á síðuna á einum degi. Vertu skapandi og finndu uppá einhverju fyndnu, einstöku og óvenjulegu! Stutt vídeó eru t.d. frábær leið til að kynna skemmtilegar vörur, sjáðu t.d. YouTube notendur sem ná heimsfrægð á innan við sólarhring!

Markaðssetning í tölvupósti

Tölvupóstur er löngu orðinn að hefð þegar kemur að kynningum og markaðssetningu. Bjóddu gestum heimasíðunnar þinnar að skrá sig á tölvupóstlista og sendu þeim upplýsingar um nýjar vörur, tilboð og afsláttarkóða. Það er einfalt að setja upp skráningarferli á heimasíðunni og bjóða gestum að skrá sig á listann. Til að hvetja fólk til að skrá sig er hægt að bjóða t.d. ókeypis vöru með fyrstu pöntun eða afsláttarkóða.

Sammarkaðssetning

Að standa ein/n í markaðssetningu og kynningarstarfi getur verið erfitt verk svo af hverju ekki að leita til samstarfsaðila? Samstarf við áhrifavalda getur aukið vinsældir einstakrar vöru eða vöruflokka. Athugaðu þó að áhrif sammarkaðssetningar fara svolítið eftir því hvað þú býður samstarfsaðilum þínum. Góð umbun skilar betri vinnubrögðum við kynningar svo vertu tilbúinn að deila hagnaðinum með samstarfsaðilum.

Ókeypis eitthvað!

Allir vilja fá eitthvað ókeypis! Af hverju ekki að bjóða upp á tilboð í kringum ókeypis vörur, t.d. sýnishorn eða eitthvað smátt sem hægt er að láta fylgja með stærri kaupum. Tilboð þar sem greitt er fyrir eina vöru og næsta er ókeypis virka afar vel. Finndu áhugaverða vöru sem nær athygli hugsanlegra viðskiptavina og líkurnar á sölu aukast.

Markaðssetning Dropship verslana fer fram á nýjum og skapandi vettvangi samfélagsmiðla, þar sem er hægt að gera fjölmargt til að ná athygli viðskiptavinarins. Það er vel hægt að prófa sig áfram með skapandi markaðssetningu á borð við það sem nefnt er hér fyrir ofan án þess að eyða miklum fjármunum en ef þeir eru til staðar er sjálfsagt að nýta þá í auglýsingar á hefðbundnari samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Google Ads. Vel hugsuð strategía þar nær til markhópsins og skilar arði fyrir fyrirtækið.

dropshippingxl intro blog