Uppsetning viðskiptaáætlunar fyrir dropship rekstur

dropshippingxl intro blog

Þig langar kannski mest til þess að einbeita þér að því að útbúa vefverslunina þín en það er algjörlega nauðsynlegt að skipuleggja sig vel á upphafsstigum rekstursins. Hér kemur góð viðskiptaáætlun að gagni. Viðskiptaáætlunin er mikilvægt skjal sem útlistar uppbyggingu fyrirtækisins frá byrjun. Þurfir þú að taka lán eða kynna fyrirtækið fyrir hugsanlegum fjárfestum er það viðskiptaáætlunin sem þú þarft að sýna þeim.

Tilgangur viðskiptaáætlunar

Margir halda ef til vill að dropship rekstur sé svo einfaldur að það sé hægt að fara af stað án þess að huga mikið að undirbúningi eða áætlanagerð. Þetta er langt frá staðreyndunum. Það er rétt að með dropship viðskiptamódelinu er stofnkostnaðurinn minni en undirbúningurinn krefst samt jafnmikillar vinnu hvað varðar rannsóknir og markaðsathuganir.

Kostir við gerð viðskiptaáætlunar:

1. Viðskiptaáætlunin er nokkurs konar teikning fyrir allan reksturinn.

Viðskiptaáætlun er vegakortið sem heldur þér á réttri leið í rekstrinum. Með viðskiptaáætluninni hefurðu leiðbeiningar fyrir reksturinn og uppsetningu netverslunarinnar, skref fyrir skref. Með góðri áætlun er auðveldara að sjá fyrir sér næstu skref og í hvaða röð er best að framkvæma hlutina.

2. Vel ígrunduð viðskiptaáætlun kemur auga á möguleg vandamál.

Þegar þú einbeitir þér að hinum ýmsu lykilþáttum rekstursins tekurðu betur eftir ýmsu sem gæti leitt af sér vandamál þegar til lengri tíma er litið. Kannski yfirsást þér eitthvað, kannski voru tiltekin atriði vanmetin. Viðskiptaáætlunin gerir það auðveldara að taka eftir hugsanlegum vandamálum og taka á þeim um leið og þau koma í ljós.

3. Settu upp tímalínu fyrir markmið fyrirtækisins

Það getur verið auðveldara að vinna eftir ákveðinni tímalínu, svo það sé augljóst að hverju er stefnt og hvenær áfanganum á að vera náð. Með viðskiptaáætluninni geturðu greint framþróun rekstursins bæði til langframa og til skemmri tíma litið. Hér er svigrúm til þess að setja niður markmið á tímalínuna.

4. Gerðu alltaf ráð fyrir kostnaði

Öllum rekstri fylgir einhvers konar kostnaður, það á einnig við um dropship rekstur. Auglýsingar, kostnaður við vefhýsingu, kaup á léni og áskrift hjá dropship samstarfsaðila eru meðal þess kostnaðar sem leggja þarf út í í upphafi. Að gera ráð fyrir þessum kostnaði hjálpar þér að sjá heildarmyndina í fjármálum fyrirtækisins.

5. Það er alls ekki jafnerfitt að taka kostnaðinn saman og margur gæti haldið.

Við fyrstu sýn gæti það virst óyfirstíganlegt verkefni að taka saman viðskiptaáætlun en hún er vel þess virði og kemur til með að vera góður stuðningur í fyrstu skrefum rekstrarins. Til að vera viss um að öll atriði fari með í áætlunina er góð hugmynd að nota staðlað sniðmát. Bullet-punktar gera textann hnitmiðaðri og spara tíma við vinnuna.

Sniðmát viðskiptaáætlunar

Heildaryfirlit

  • Þetta er yfirlit yfir allt sem kemur fram í viðskiptaáætluninni.
  • Þarna seturðu fram markmiðslýsingu og markmið, lýsingu á vörunni þinni, hvar fyrirtækið þitt hefur aðsetur, hverjir eru í leiðtogateymi fyrirtækisins og fjárhagsyfirlit.
  • Yfirlit og markmið

  • Hér er farið yfir það sem stefnt er að með rekstrinum næstu 1-5 árin.
  • Hafðu orðalag og textann allan hnitmiðaðan og knappan (passa að upplýsingarnar séu SMART: sértækar, mælanlegar, afleiðingar/árangur þeirra, raunhæfar og tímasettar)
  • Vörur

  • Hér fjallarðu um þær vörur sem verslunin þín selur.
  • Hvaðan koma vörurnar og hver er heildsalinn á bak við þær?
  • Hvert er upprunalegt vörusvið og hver er stefnan varðandi vöruúrval næstu 1-5 árin?
  • Hver er heildsölukostnaðurinn og hvaða hagnaðarhlutfall stefnirðu á?
  • Hvernig fær viðskiptavinurinn vöruna sína?
  • Hvaða áskoranir gætu komið upp? Gætu heimsatburðir á borð við covid-19 faraldurinn eða Brexit haft áhrif á skuldbindingar þínar við viðskiptavini?
  • Markaðssetning

    Markaðsrannsóknir

  • Hvernig er landslagið á markaðnum? Settu fram viðeigandi tölfræði um markaðsspár á þínu sviði, kauphegðun viðskiptavina og stærð netmarkaðarins sem þú ætlar inn á.
  • Gerðu sk. SWOT greiningu, sem tiltekur lykilupplýsingar um styrkleika, veikleika möguleika og mögulega áhættu á markaðinum.
  • Taktu saman yfirlit yfir samkeppnisaðilana; hverjir eru þeir, bæði beinir og óbeinir?
  • Hver er markhópurinn þinn? Settu fram gögn um meðal-viðskiptavininn sem þú vilt ná til; aldur, kyn, staðsetningu og heimilistekjur.
  • Markaðsstefna

  • Settu fram eins ítarlegar upplýsingar og þú getur um hvernig þú ætlar að markaðssetja til viðskiptavinahópsins.
  • Útlistaðu hvaða markaðsleiðir þú munt nota á netinu, svo sem samfélagsmiðla, vefsíðu, blogg, tölvupóst, netauglýsingar, leitarvélabestun (SEO), greidda leitarvélabestun (SEM) og tilvísunarmarkaðssetningu.
  • Hvernig mun notkun þín á þessum miðlum skila sér í sölu?
  • Hafðu 7 gildi markaðssetningar í huga: vara, staðsetning, fólk, umbúðir, kynning, ferlar, verð.
  • Hver eru markmiðin í markaðsáætluninni og hvaða áfangar marka þau?
  • Hvernig lítur fjárhagsáætlunin út?
  • Hvernig fylgistu með árangri af markaðssetningu og auglýsingum?
  • Rekstraráætlun

  • Ætlarðu að ráða starfsfólk til að létta undir rekstrinum?
  • Gerirðu ráð fyrir fleira starfsfólki eftir því sem reksturinn þróast á næstu 5 árum?
  • Sýndu fram á skilning og kunnáttu á skattamálum, tryggingum og lagalegum hliðum rekstursins.
  • Stjórnendateymi

  • Muntu sjá ein/n um reksturinn í byrjun eða með samstarfsfélögum?
  • Hverjir verða í stjórnendateyminu?
  • Hver verða laun þeirra?
  • Fjármálagreining

  • Láttu sjóðstreymisyfirlit fylgja með
  • Rekstraráætlun
  • Rekstrarreikningur
  • Bókhald (eignir og skuldir)
  • Hagnaðargreining
  • Afkomuáætlun (hversu mikla veltu þarf dropship verslunin til þess að skila tekjum sem gera þér kleift að lifa af rekstrinum)
  • Samantekt

    Með viðskiptaáætlunina klára geturðu óhrædd/ur tekið næstu skref í undirbúningi rekstursins. Mundu þó líka að áætlunin er ekki meitluð í stein; breyttu henni eftir þörfum eftir því sem reksturinn þróast á fyrstu mánuðum og árum.

    Tengdar greinar:

  • Hvernig á að velja rétt vörusvið fyrir dropship verslun?
  • Hvernig á að búa til skilastefnu fyrir dropship rekstur?
  • 5 áhrifaríkar auglýsingaleiðir fyrir dropship verslunina þína
  • dropshippingxl intro blog