Hvað er Shopify og hvaða þýðingu hefur það fyrir dropshippara?

dropshippingxl intro blog

Þú hefur örugglega rekist á Shopify á einhverri netverslun. Kannski heyrðirðu af því frá vinum eða samstarfsfólki. Hvað svo sem drífur forvitnina um Shopify þá erum við til staðar til að svara spurningum. Við skulum því aðeins skoða Shopify og hvernig það tengist dropship verslun:

Hvað er Shopify?

Shopify er söluvettvangur á netinu sem gerir notendum kleift að búa til einstaka netverslun. Ástæðan fyrir vinsældum þess er notendavænt viðmót og viðráðanlegur upphafskostnaður. Tæknilega séð er Shopify hugbúnaður á skýi sem notendur geta nálgast með því að greiða mánaðarlega áskrift. Þegar búið er að greiða áskriftina færðu aðgang að stjórnborðinu. Þá hefurðu frelsi til að búa til netverslunina þína, bæta við vörum og taka á móti pöntunum.

Hvernig virkar Shopify?

Viðmótið er frekar einfalt í notkun og dropshipparar ættu því ekki að vera í neinum vandræðum með að setja upp netverslunina. Auðvelt er að velja úr fjölda hönnunarsniðmáta og þema. Þeir sem vilja þróa sitt eigið þema geta notað tólin sem Shopify býður upp á.

14-daga prufuáskrift er í boði fyrir þá sem langar að kynna sér eiginleika og þemu í Shopify sér að kostnaðarlausu. Shopify er allt sem dropshipparar þurfa á að halda til að stofna netverslun. Ókeypis SSL-skilríki og 99,9 8% uppitími fylgir og þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af gagnaöryggi, viðskiptahindrunum eða að vefsíðan hrynji sökum umferðar. Þú getur valið úr þremur mismunandi áskriftarleiðum allt eftir því hversu mikinn aðgang þú þarft:

Shopify Grunnpakki

Grunnpakkinn er $29 á mánuði og gerir notendum kleift að setja upp tvo starfsmannareikninga og vera með birgðahald á fjórum mismunandi stöðum. Hann gefur þér einnig færi á að bæta ótakmörkuðu magni af vörum við netverslunina og kynna hana á samfélagsmiðlum.

Shopify Millipakki

Næsti pakki er $79 á mánuði og gerir þér kleift að bæta við fimm starfsmannareikningum og vera með birgðahald á fimm mismunandi stöðum. Eins og áður geturðu hlaðið upp ótakmörkuðu magni af vörum á sölutorgið þitt.

Shopify Stærsti pakkinn

Besta útgáfan af Shopify fæst á $299 á mánuði. Með þessari áskrift geturðu sett upp 15 starfsmannareikninga og verið með birgðahald á átta mismunandi stöðum.

Þú færð ókeypis SSL-skilríki og góða afslætti með öllum þremur áskriftum, ásamt færi á að leggja inn beinar pantanir og minna viðskiptavini á ókláraðar pantanir með öllum þremur áskriftum. Shopify er svo skipt í tvo hluta: Shopify lite og Shopify Plus.

Shopify lite er hentugt fyrir seljendur sem þurfa heila netverslun. Með þessari útgáfu geturðu bætt vöruupplýsingum inn á hvaða vefsíðu sem er. Ef þig langar til dæmis að afla tekna af Instagram færslunum þínum nægir Shopify light, aðeins $9 á mánuði.

Shopify Plus hentar aftur á móti fyrir stór fyrirtæki. Þessi útgáfa er tilvalin fyrir fyrirtæki og kostar $2.000 á mánuði. Með þessari úrvalsútgáfu færðu fyrsta flokks eiginleika og ótakmarkaða sölugetu. Nú þegar þú skilur tilganginn með Shopify skulum við skoða hvað hægt er að selja.

Hvað er hægt að selja á Shopify?

Shopify styður allskyns rafræn viðskipti, þar á meðal dropship verslanir. Sem dropshippari hefurðu færi á að selja mikið úrval af vörum í Shopify versluninni þinni, þar á meðal:

  • Handunninn varning
  • Heimilisvörur
  • Fatnað
  • Húsgögn
  • Stafrænar vörur
  • Leikföng og leiki
  • Útivistarbúnað
  • Sumar af söluhæstu vörunum eru geymsluílát, innanhússskreytingar, föndurvörur og fylgihlutir fyrir handstýrðan búnað. Það eina sem þú getur ekki selt í gegnum Shopify verslunina eru vörur með takmörkunum, eins og til dæmis tóbak, áfengi, flugeldar og tölvuleikjainneignir.

    Kostir og ókostir við Shopify

  • Afar einfalt í notkun
  • Lítill upphafskostnaður
  • Þú færð mögnuð þemu fyrir farsíma
  • Besti kosturinn fyrir dropshippara
  • Viðskiptaþjónusta allan sólarhringinn
  • Ókostir við Shopify

  • Viðbótarfítusar geta verið örlítið dýrir
  • Ákveðin færslugjöld fylgja
  • dropshippingxl intro blog