Hver er heppilegasta stærðin fyrir YouTube smámynd?

dropshippingxl intro blog

YouTube var hleypt af stokkunum árið 2005 og er nú einn helsti vídeóvettvangur internetsins. Árið 2021 voru 74% fullorðinna í Bandaríkjunum virkir YouTube notendur og búist er við að notendur verði 228,1 milljón árið 2024. Með þetta stóran notendahóp er ekki hægt að neita því að YouTube getur verið gagnlegt þegar kemur að kynningu á dropship-versluninni þinni.

Þá er spurningin, hvernig á að fá fleiri til að smella á YouTube myndbönd. Eitt af því einfaldasta sem hægt er að gera til að auka áhorfendafjöldann er að velja rétta smámynd. Hér á eftir ætlum við að útskýra hvers vegna YouTube smámyndir eru svo mikilvægar og hvernig þú getur nýtt þær sem best.

Hvað eru YouTube smámyndir?

YouTube smámynd er það fyrsta sem áhorfandinn tekur eftir þegar hann skoðar myndböndin þín. Það má líta á smámyndirnar á nokkurn vegin sama hátt og bókarkápu. Fólk gefur sér upplýsingar um myndböndin þín, byggt á gæðum smámyndarinnar. Þetta eru fyrstu samskiptin við viðskiptavin og framkvæmdin þarf að vera rétt.

Í raun er YouTube smámynd ekkert annað en minnkuð mynd sem skilgreinir innihald myndbandsins á grípandi hátt með það að markmiði að fá fleiri áhorfendur til að horfa á myndböndin. Sem dropshipper er mjög mikilvægt að þú hafir hugmynd um hvernig er hægt að nota þessar smámyndir þér til hagsbóta.

Hver er rétt stærð YouTube smámyndar?

Samkvæmt Google ætti YouTube smámyndin að vera 1280 pixlar á breidd og 720 pixlar á hæð. Kjörhlutfallið fyrir þessa mynd er 16:9.

Það er líka hægt að taka kyrrmynd eða ramma úr myndbandinu þínu og láta standa sem smámynd. Það er aftur á móti ólíklegra til árangurs. Best er að sérsníða vídeósmámyndirnar þínar til að laða að fleiri áhorfendur. Reyndar eru 90% af topp-myndböndunum á YouTube með sérsniðna smámynd.

Samkvæmt Google þarf myndin að vera nógu stór upphaflega, svo hægt sé að minnka hana án þess að myndin missi skýrleika. Smámyndin er einnig notuð sem forskoðunarmynd í innfelldum spilurum. Myndskráin þarf að vera á sniðinu JPG, PNG eða GIF og hún ætti að vera undir 2 mb að stærð.

Til að ná sem bestum gæðum smámyndar, er best að nota mynd sem er nú þegar í góðri upplausn. Mynd í lágri upplausn mun teygjast og gefa lélega mynd af efni myndbandsins.

5 ráð til að gera frábæra YouTube smámynd

  • Að velja bestu myndirnar er lykillinn að því að ná til fleiri gesta. Gakktu úr skugga um að myndirnar séu ekki of dökkar og að góð birtuskil geri hana áberandi innan um önnur myndbönd.
  • Fylgdu öllum tæknilegum ráðleggingum um t.d. stærð, skráarsnið, stærðarhlutföll og skráarstærð.
  • Minna er meira þegar kemur að smámyndinni; mynd þar sem mikið gengur á í rammanum getur virkað ruglingsleg. Hafðu myndina einfalda og með plássi fyrir texta eða aðra grafík.
  • Smámyndir með lýsandi texta vekja meiri athygli, svo ekki gleyma að skrifa texta um innihaldið.
  • Hafðu samræmi í litum og leturgerð. Vertu viss um að litir og letur passi við lógó og litatöflu innihaldsins.
  • Þú getur búið til smámyndir með forritum á borð við Canva eða Adobe Spark. Sem þjónustuaðili mælum við hjá dropshippingXL eindregið með því að setja inn góða smámynd þegar þú gerir kynningarmyndbönd.

    dropshippingxl intro blog