Algengustu kvartanir viðskiptavina og hvernig má takast á við þær

Sem fyrirtækjaeigandi ætti ánægja viðskiptavina að vera efst á forgangslistanum þínum. Þegar upplifun viðskiptavina á fyrirtæki þínu er jákvæð eru viðskiptavinir líklegri til að vilja kaupa af þér. Að hafa viðskiptavini ánægða þýðir að þú getur aukið söluna og byggt upp dyggt fylgi sem snýr aftur til þín hvað eftir annað.

Til að byggja upp þetta orðspor er mikilvægt að kaupferli viðskiptavina sé jákvætt við hvert skref: frá fjölbreyttu vöruframboði til þægilegrar sendingarþjónustu og áhrifaríkrar meðhöndlunar á kvörtunum. Já, við sögðum það. Óttalega „K“ orðið.

Því miður eru kvartanir eitthvað sem þú verður að takast á við. Það getur verið að viðskiptavinurinn sé óánægður með vöru eða óviss um hvernig eigi að meðhöndla skil. Að öðlast hæfileika fyrir þjónustu við viðskiptavini er lykilskref til að auka ánægju viðskiptavina. Þetta gerir þér kleift að kljást hratt við vandamálin þegar þau dúkka upp og kemur þér langt fram úr samkeppninni.

Teymið okkar er til staðar til að leiðbeina þér um hvernig á að takast á við málin, en sem andlit fyrirtækisins þíns muntu bera ábyrgð á samskiptum við viðskiptavininn. Til að hjálpa þér höfum við sett saman lista yfir algengar spurningar og stuttar leiðbeiningar um hvernig á að takast á við þessi mál.

dropshippingxl intro blog

As a business owner, customer satisfaction should be at the top of your list of priorities. When the customer perception of your business is positive, customers are more likely to want to buy from you. Having happy customers means that you can increase your sales and build a loyal following who will return to you, time and time again.

To build this reputation, it’s important that the customer journey is positive at every touchpoint: from a varied product offering, to a smooth delivery service and effective handling of any complaints. Yes, we said it. The dread “C” word.

Unfortunately, handling complaints is something that you will have to deal with. It may be that the customer is not satisfied with a product, or is confused about how to handle a return. Learning customer service skills is a key step to increasing customer satisfaction. It will allow you to deal with problems swiftly when they arise, and will put you streaks ahead of your competitors.

Our team is on hand to give you guidance on dealing with issues, but as the face of your business, you will be responsible for the communication with the customer. To help you out, we’ve put together a list of common queries and a quick guide on how to deal with these issues.

Spurning: Hvar er pakkinn minn?

Því er ekki að neita að um leið og viðskiptavinur pantar vöru á netinu er hann spenntur fyrir komu hans. Þetta er líklega spurningin sem mest er spurt en hver er rétta leiðin til að svara spurningu sem þessari?

Svar:

Biddu viðskiptavininn um upplýsingar, þar á meðal pöntunarnúmer, pöntunardag, hvort hann hafi fengið rakningarnúmer og staðfestingarpóst.

Þegar þú hefur fengið nauðsynlegar upplýsingar skaltu fletta upp SKU og pöntunarnúmeri í kerfinu þínu. Ef þú finnur rakningarnúmerið skaltu miðla upplýsingunum áfram og fullvissa viðskiptavininn um að pakkinn komi fljótlega.

Ef þú sérð að rakningarnúmerið vantar örugglega í kerfið skaltu hafa samband við viðskiptavininn og bjóðast til að skipta út hlut sem vantar eða endurgreiða pöntunina. Vertu viss um að upplýsa dropshippingXL B2B stuðningsteymið um stöðuna.

Spurning: Má ég skila hlutnum?

Sem viðskiptavinur pantarðu stundum hlut á netinu og ert vonsvikinn yfir honum. Ef viðskiptavinur hefur beðið um að skila pöntun bjóðum við upp á lausnir skv. aðstæðum.

Svar:

Taktu niður allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi pöntunina, þar á meðal:

  • Pöntunarnúmer
  • Ástæðu skila
  • Móttökudagsetningu
  • Æskilega lausn
  • Vörunúmer (SKU)
  • Pöntunarmagn

Hafðu samband við dropshippingXL teymið til að skipuleggja skil. Teymið mun útvega merkimiða til að afhenda viðskiptavini. Hægt er að skipuleggja skil annað hvort með því að pakkinn sé sóttur heim eða honum skilað (viðskiptavinurinn þarf að taka pakkann á sína móttökustöð).

Spurning: Það vantar nokkra hluta í pöntunina hjá mér, geturðu leyst þetta vandamál?

Stundum gæti viðskiptavinur haft samband við þig vegna þess að hluta vantar í pöntunina. Þetta er ekki gott mál, en auðvelt að leysa.

Svar:

Lofaðu viðskiptavini að þetta verði leiðrétt strax.

Fáðu nauðsynlegar upplýsingar frá viðskiptavini þínum (pöntunarnúmer, vörunúmer (SKU), magn, hluta sem vantar). Láttu B2B teymið vita, sem mun þá afhenda þér varahlutalista til að deila með viðskiptavininum. Viðskiptavinurinn getur síðan komist að því hvaða hlutanúmer vantar.

Þegar þú ert með upplýsingarnar skaltu skipuleggja að fá hlutana sem vantar senda til viðskiptavinar þíns.

Spurning: Pöntunin mín er ekki að virka/er skemmd. Hvað ætti ég að gera?

Í óheppilegum tilfellum gæti viðskiptavinur fengið hlut sem er skemmdur eða bilaður. Það getur verið erfitt að vita hvernig á að takast á við þetta, en haltu ró þinni - við erum með leið til að leysa vandamálið.

Svar:

Biddu viðskiptavin þinn um að senda þér myndband eða mynd af skemmdu vörunni, þar sem gallinn sést greinilega. Einnig skaltu biðja um frekari upplýsingar (voru skemmdir sýnilegar á kassanum, kom hluturinn rennblautur, skemmdist hann viku eftir að hann var settur saman o.s.frv.). Meðan viðskiptavinurinn lýsir ástandi vörunnar skaltu biðja um mynd eða myndband af skemmda hlutnum. Skv. þeim gagnreyndu upplýsingum og fýsísku sönnunum sem þú hefur fengið skaltu skera úr um hvað hafi ollið tjóninu: Flutningur, verksmiðjuskemmdir, veðurskilyrði, meðhöndlun viðskiptavinar o.s.frv. Þegar þú hefur ákvarðað orsök tjóns skaltu bjóða viðskiptavininum lausn (skipti, skil eða endurgreiðslu).

Það sem þú þarft að muna þegar þú ert að eiga við viðskiptavini er að vera vingjarnlegur, þolinmóður og upplýsandi. Gakktu úr skugga um að þú svarir tímanlega og hafðu samband við B2B þjónustuteymið okkar ef þú ert í vafa!