Hvernig er best að auglýsa „dropshipping“ verslunina þína með Instagram Marketing

dropshippingxl intro blog

Instagram er ört vaxandi samfélagsmiðill með milljónir nýskráðra notenda dag hvern. Með svo breiðan markhóp gætti þetta verið varanleg markaðslausn fyrir nýju „dropshipping“ verslunina þína.

Tölum um það hvernig þú getur sett upp Instagram markaðsverslun. En áður en við höldum áfram skulum við sjá hvernig Instagram Marketing getur verið auglýsingalausnin þín.

Kostir Instagram Marketing

· Nær utan um gríðarstóran markhóp

Eins og er eru meira en 1 milljarður notenda á Instagram. Þar að auki koma notendur frá mismunandi bagrunni sem þýðir að þú hlýtur að finna markhópinn þinn þarna. Þetta getur verið gott tækifæri fyrir þig til að skilja kröfur viðskiptavinarins og auka viðskiptahlutfallið.

· Gagnvirkt viðmót og einfalt í notkun

Þótt þú hafir enga reynslu af Instagram gerir það ekkert til – vettvangurinn er svo notendavænn að þú getur lært allt það helsta innan örfárra daga.

· Fallegt útlits

Ef þú vilt birta dropshipping vörur þínar einhvers staðar annars staðar en á vefsíðunni þinni er enginn betri staður en Instagram. Það eru alls konar síur til að gera efnið þitt fallegt og gagnvirkt.

· Ódýrara

Það besta við að vera á Instagram er að þú getur byrjað markaðsherferðina án nokkurs tilkostnaðar. Þú getur keypt þér kostaðar auglýsingar en það er alveg undir þér komið hvort þú viljir nota það eða ekki.

Hvernig á að auglýsa „dropshipping“ reikning á Instagram - Instagram 101

Ef þú ætlar ekki að keyra neina auglýsingaherferð dugar persónulegur reikningur. Annars þarftu fyrirtækjareikning. Ef þú ert nú þegar með persónulegan Instagram reikning skaltu fara í 'settings' og smella á 'switch to business account'. Gakktu úr skugga um að reikningurinn þinn sé opinn þar sem þú getur ekki búið til lokaðan fyrirtækjareikning.

Með fyrirtækjaprófíl er hægt að fá rauntímatölur fyrir færslurnar þínar og aðgerðir notenda. Það hjálpar þér að skilja hvernig fylgjendur eru að bregðast við færslunum þínum.

Tengdu Instagram reikninginn þinn við Facebook síðu

Næsta skref eftir að hafa stofnað Instagram reikning er að tengja það við Facebook síðuna. Þannig færðu tvöfalda kynningu fyrir vörur. Til þess þarftu að skrá þig inn á Facebook reikninginn þinn. Farðu í ‚settings‘ og smelltu á 'Instagram ads‘, skráðu þig inn með því að nota skilríki fyrir Instagram síðuna þína. Með því að ljúka þessu tengiferli geturðu keyrt Instagram auglýsingar fyrir „dropshipping“ fyrirtækið þitt í gegnum Facebook Ad Manager.

Hvernig á að búa til Instagram auglýsingaherferð

Instagram býður upp á 7 snið á auglýsingaherferðum, þar á meðal:

  • Myndaauglýsingar
  • Stories auglýsingar
  • Myndbandsauglýsingar
  • Instagram Shopping auglýsingar
  • Safnauglýsingar
  • Hringekju auglýsingar
  • Könnunarauglýsingar
  • IGTV auglýsingar
  • Fyrir „dropshipping“ Instagram auglýsingar væri best að nota Shopping auglýsingar, myndaauglýsingar og Stories auglýsingar. Ef þú hefur tengt Facebook reikninginn þinn við Instagram geturðu sett átta markmið, þar á meðal varðandi vörumerkjaþekkingu, myndbandsskoðunum, þáttöku í appi, seilingu, umferð, tækifærasköpun og lokun sölu.

    Greindu afköstin

    Nú þegar þú hefur hleypt Instagram herferðinni af stokkunum skaltu ekki gera ráð fyrir að verkefninu sé lokið því þú verður samt að fylgjast með hversu vel auglýsingar eru að virka. Það er "insight" flipi fyrir neðan hverja mynd sem sýnir tölur eins og hverjir fylgjendur þínir eru, meðalaldur þeirra, staðsetningu og kyn. Hægt er að stilla auglýsingu fyrir mismunandi breytur og markmið, allt eftir afköstum.

    dropshippingxl intro blog