Hvernig er dropship verslun með garðhúsgögn sett upp?

dropshippingxl intro blog

Ertu að leita að garðhúsgögnum? Einföld leit á netinu skilar mörgum niðurstöðum frá netverslunum og nýir möguleikar verða til nánast daglega í rekstrarumhverfi netverslana á þessum tímum tækni og netsamskipta. Fyrir þá sem hafa áhuga á að reka sína eigin netverslun er rétti tíminn til að taka skrefið akkúrat núna.

Dropship verslanir hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarið og með vinsælustu vöruflokkunum í þeim eru garðhúsgögn og húsbúnaður. Ef þú vilt góð ráð til að koma á fót traustri dropship verslun með garðhúsgögn skaltu lesa áfram.

Hvað þarf að hafa í huga áður en verslunin er stofnuð?

Áður en þú ferð í gang með hvers konar rekstur þarf að íhuga eftirfarandi atriði vel:

· Hversu mikið fjármagn þarf til að hefja rekstur?

· Hversu stórt þarf vöruhús/lager að vera?

· Hvaða vöruflokka ætlarðu að selja?

· Hver hannar og framleiðir vörurnar sem þú ætlar að selja?

Með dropship verslun er í raun hægt að skauta yfir fyrstu tvær spurningarnar en hinar tvær verða þeim mun mikilvægari. Með dropship verslun þarft þú hvorki að koma þér upp vörulager né húsnæði fyrir starfsemina en það er gott að íhuga vandlega hvaða vörur þú ætlar að selja.

Garðhúsgögn eru nokkuð opinn vöruflokkur, þ.e. það er eftirspurn eftir þeim á réttum árstímum og hægt að ná athygli þeirra sem leita að garðhúsgögnum á netinu með réttum vörum. Sérhæfing er alltaf góð strategía þegar um nýja verslun er að ræða.

Hér eru nokkrir punktar til að hafa í huga varðandi vöruúrval:

Vöruflokkar: Svalahúsgögn, Garðskreytingar Vörur: Sólbekkir, garðstólar og borð Stíll: Nútímalegur, Sveitastíll, Minímalískur, 20. Aldar Viðskiptavinurinn: Blokkarbúi, Sumarhúsaeigandi Framleiðsluhættir: Sjálfbærni, Handgert í nærumhverfi, Fair Trade

Veldu réttan samstarfsaðila

Eitt af lykilatriðunum við stofnun dropship verslunar er að velja rétta heildsölu sem samstarfsaðila. Skoðaðu vel þau gjöld sem heildsalan tekur fyrir samstarfið, hvernig skilmálar eru varðandi pökkunar- og sendingarferla og að sjálfsögðu hvernig þjónustu viðskiptavinir fá ef spurningar vakna.

Sýndu vörurnar í réttu ljósi með góðum ljósmyndum

Rétt eins og fatasmekkur, er smekkur á húsgögnum afar persónulegur en góðar myndir geta haft mikið að segja þegar viðskiptavinurinn tekur ákvörðun um kaup. Taktu myndir í háum gæðum þar sem smáatriði vörunnar sjást vel, t.d. áferð, stærð, og mismunandi sjónarhorn.

Tips fyrir vöruljósmyndun

Taktu nærmyndir: Nærmyndir af smáatriðum á borð við áferð áklæðis eða viðarmynstri sýna viðskiptavininum betur við hverju hann má búast af vörunni.

3D mynd: 3D mynd af hlutnum er frábær leið til að sýna viðskiptavininum vöruna frá öllum hliðum.

Sýndu vöruna með réttum aukahlutum: Fyrir utan að sjá mál vörunnar, er auðveldast fyrir viðskiptavininn að gera sér grein fyrir stærðarhlutföllum með því að velja einfalda aukahluti með á myndina.

Láttu myndirnar tala sínu máli: Sýndu vörurnar í fullbúnu rými svo að viðskiptavinurinn skilji konseptið á bakvið hönnunina og fái hugmyndir fyrir stíliseringu á eigin heimili.

Skrifaðu góðar vörulýsingar

Vörulýsingar í netverslun þurfa að ná athygli viðskiptavinarins og það gerist með því að gæta að smáatriðum og nauðsynlegum upplýsingum. Láttu upplýsingar um vörumerki, liti, aldur (ef við á) og stærð koma fram í textanum, eða áhugaverðar staðreyndir um framleiðsluferlið sem gefa hlutnum lifandi forsögu. Mundu að leiðrétta villur í textanum fyrir birtingu. Einnig er alltaf gott að taka fram hversu langur sendingartíminn er.

dropshippingxl intro blog