Seldu á alþjóðlegum vettvangi með dropship verslun á milli landa

Ekki takmarka viðskiptin við sölu innanlands. Þú getur náð til milljóna kaupenda á netinu á markaðssvæðum um allan heim. Hvernig er það hægt? Með því að stofna dropship netverslunarfyrirtæki.

Stofnaðu dropshippingXL reikning.

Hvað er dropship verslun á milli landa?

Netviðskipti á milli landa, eða „xborder“, er sala á vörum til alþjóðlegra kaupenda. Dropship viðskipti á milli landa eru aðgengileg leið til að selja til annarra landa án þess að þurfa að fjárfesta í lager og vörugeymslu eða að þurfa að senda vörur upp á eigin spýtur.

Ávinningur af dropship verslun á milli landa:
1. Aukinn fjöldi mögulegra viðskiptavina
2. Hærri sölutölur og tekjur
3. Eftirspurn frá viðskiptavinum allt árið um kring
4. Þú getur byggt upp alþjóðlegt vörumerki
5. Viðskiptatækifæri með lítilli áhættu

Hvernig þú stundar dropship rekstur á milli landa

Það er ekki eins erfitt að byrja og þú heldur. Fylgdu þessum skrefum til að fá aðgang að öllum ávinningi af alþjóðlegum viðskiptum:

1. Finndu rétta markaðskimann

Þú þarft fyrst og fremst að finna rétta vörukimann – þ.e.a.s. ef þú hefur ekki fundið hann nú þegar. Þetta er tíminn til að gera rannsóknir á vörum og trendum í netverslun.

Leitaðu að gati í markaðnum. Er pláss fyrir þig að selja vörur á markaði sem er lítið þekktur? Varan þarf ekki að vera glæný og glansandi.

Þetta gæti hreinlega snúist um hvernig þú markaðssetur vöruna og um viðskiptavinaupplifunina, sem þú veitir. Þetta gæti verið það sem fær þig til að standa upp úr meðal keppinauta.

2. Samkeppnisrannsóknir

Finndu út hverjir samkeppnisaðilarnir eru. Hverjir eru styrkleikar þeirra og veikleikar? Búðu til samkeppnisskýrslu,til að hjálpa þér að bera kennsl á göt í markaðnum.

Þetta ætti líka að hjálpa þér að átta þig á því hvað er einstakt við vörumerkið þitt.

3. Tölfræði fyrir lönd

Kynntu þér helstu tölfræðina til að komast að því hvaða land væri sniðugt að selja í. Það er hægt að finna mikið af upplýsingum á netinu á síðum á borð við Data Reportal og Statista.

Mikilvægustu gögnin sem þú þarft að skoða⁠ eru tölur fyrir internetnotkun, tölur fyrir snjallsímanotkun, internethraða að meðaltali, aldurshópa netnotenda, vinsælustu vefsíðurnar fyrir netverslun, og væntingar neytenda á kaupum á netinu.

Þegar þú hefur fundið þau lönd sem henta best til að selja í, þá skaltu hugsa um kostnaðinn. Taktu saman kosti og galla þess að fjárfesta í auglýsingum í hverju landi.

4. Búðu til viðskiptavinaímynd

Notaðu allar upplýsingarnar sem þú hefur sankað að þér til að ,búa til viðskiptavinaímynd yrir hvert land. Þetta mun gagnast þér þegar þú setur saman auglýsingaherferðir og skipuleggur markaðssetningu og þjónustu við viðskiptavini í hverju landi.

5. Uppfærðu afhendingartímann þinn

Gakktu úr skugga um að viðskiptavinirnir séu meðvitaðir um sendingarupplýsingar. Vertu með upplýsingarnar á sendingarsíðunni þinni og í greiðsluferlinu. Viðskiptavinirnir eiga eftir að vilja fá að vita áætlaðan tíma fyrir afhendingu pantana í hverju landi fyrir sig og á hverju svæði.

6. Notaðu traustan dropship birgi

Dropship birgir sér um að nálgast vöruna og hann sér einnig um vörugeymsluna, birgðastjórnun og afgreiðsluferli pöntunarinnar.

Til að halda alþjóðlegum viðskiptavinum ánægðum skaltu nota áreiðanlegan birgi á borð við dropshippingXL.

dropshippingXL býður upp á yfir 90.000 vörur til smásölu í yfir 33 löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Evrópulöndum, Ástralíu, Japan og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þar að auki geturðu nýtt þér sérstakt viðskiptateymi sem veitir þér stuðning og svo eru pantanirnar þínar afgreiddan í vöruhúsum um allan heim.

Stofnaðu aðgang núna ,til að hefja dropship rekstur á milli landa.