• keyboard_arrow_right
  • Námskeið 1

    

    Dropship rekstur

    Verkefnið þitt

    Langar þig til að vera með verkefni til hliðar sem gefur þér tekjur? Til hamingju! Við viljum aðstoða þig við að hefja netverslunarrekstur sem þú getur þénað tekjur af.


    DropshippingXL lærdómssetrið okkar hjálpar þér skref fyrir skref.


    Hver sem er getur byrjað í dropship rekstri án þess að þurfa að stofna fyrirtæki eða fylgja öðrum kröfum. Settu einfaldlega upp netverslun, notaðu dropshippingXL sem birgja og byrjaðu að selja vörurnar þínar.

    Við bjóðum einnig upp á blogggreinar sem geta aukið þekkingu þína á grundvallaratriðunum:

    Hvar áttu að selja?

    Veldu hvernig þú vilt selja vörurnar þínar á stafrænum markaði.

    Þetta eru vinsælustu valkostirnir:


    • Vefsíða
    • Markaðstorg á netinu
    • Samfélagsmiðlar

    Við mælum með því að þú setjir upp þína eigin vefsíðu. 


    Þetta er vinsælasta leiðin til að selja dropship vörur. Vefsíða gefur þér ekki bara kost á að vera með meiri stjórn, heldur spararðu einnig peninga þar sem þú þarft ekki að greiða þóknun eins og þú þarft að gera ef þú reiðir þig á þriðja aðila varðandi söluvettvang.

    Ef þú vilt byrja á því að nýta þér markaðstorg sem nú þegar er til, þá munu eftirfarandi blogggreinar hjálpa þér: 


    How to start dropshipping if you don't have a website

    

    A brief guide to Amazon dropshipping

    Búðu til netverslunina þína



    Áfangi 1: Kauptu lénið þitt  

     

    Áður en þú byrjar að byggja upp vefsíðuna þína þá þarftu lén. Þetta er einstök vefslóð á vefsvæðið þitt og hún samanstendur yfirleitt af nafninu á dropship versluninni þinni eða vörumerkinu þínu. Það er hægt að hafa fleiri en eitt lén og tengja þau þannig að þau leiði öll að sömu vefsíðunni. 

     

    SEO leitarorð

     

    Notkun SEO leitarorða í léninu þínu hjálpar viðskiptavinum að finna vefsíðuna þína. Hugsaðu um hvaða SEO setningar markhópurinn þinn væri líklegur til að nota í leit að þeim vörum sem þú selur. Því líkara sem lénið þitt er þessum SEO leitarorðum, því hærri mun staða síðunnar vera á leitarniðurstöðusíðum Google. 

     

    Tökum sem dæmi ef þú seldir gæludýravörur í dropship verslun í Ástralíu og vörumerkið héti "Soft Paws & Co.". Þá myndu sum eða öll af eftirfarandi lénum vera góður kostur: 

     

    • www.softpawsco.au 
    • www.softpawsco.com 
    • www.softpawsco.shop 
    • www.petsuppliesaustralia.com 
    • www.petsupplies.shop 
    • www.petsaccessories.au 
    • www.petaccessoriesaustralia.com 

    Taktu eftir því hvernig dropship verslanir innan gæludýramarkaðskimans nota mismunandi orðasambönd sem tengjast gæludýravörum og fylgihlutum fyrir gæludýr. Það er meira að segja gagnlegt að hafa landið sem þú selur í í léninu til að laða að þér viðskiptavini á netinu. 

     

    Hvar þú getur keypt lénið þitt 

     

    Þegar þú hefur búið til lista yfir möguleg lén þá þarftu að huga að því að kaupa það. Það eru til nokkrar vefsíður sem þú getur notað: 

     

    • Go Daddy 
    • Google Domains 
    • 1&1 IONOS 
    • Name Cheap 
    • Name Silo 
    • Blue Host 

    Þú getur notað leitarvél til að finna aðrar síður sem hægt er að kaupa lén á. 

     

    Þarf ég að kaupa lén?

     

    Ef þú vilt hafa verslunina eins faglega og þú getur þá er betra að kaupa lén. Vefsíðuveitur gefa þér kost á að vera með ókeypis vefslóð, en vefslóðin mun þá innihalda nafn vefsvæðisins sem þú notar. Segjum sem svo að þú vildir nota Shopify. Þá myndi vefsíðan fyrir gæludýrafyrirtækið sem við nefndum hér að ofan heita eitthvað á borð við www.soft-paws-co.myshopify.com. Til að sýna viðskiptavinum þínum að verslunin sé ósvikin og áreiðanleg þá mælum við með því að þú kaupir sérsniðið lén fyrir verslunina. 

     

    Aðrir kostir við að kaupa lén: 

     

    • Sérsniðið lén gefur traustvekjandi tilfinningu 
    • Verður hluti af þínu persónulega vörumerki 
    • Verndar vörumerkið þitt 
    • Þú getur keypt nafn fyrirtækisins á undan samkeppnisaðilum þínum 
    • Þú nærð markhópnum þínum 
    • Skapar eftirminnilegt vörumerki 

    Áfangi 2: Veldu vefsíðuveituna þína    

    Það eru ýmsir vettvangar sem hjálpa þér að byggja upp netverslunarsíðu án þess að þú þurfir að hafa nokkra tæknilega þekkingu. Eftirfarandi eru vinsælar valkostir fyrir byrjendur: 

     

    • Shopify 
    • WooCommerce 
    • Wix 
    • Prestashop 
    • BigCommerce 
    • Magento 
    • Opencart 

    Hvernig þú velur vefsíðuveitu  

     

    Þegar úrvalið af vefsíðuveitum fyrir dropship verslanir er þetta mikið þá getur verið erfitt að ákveða hvaða veita er best. Ákvörðunin fer eftir þessum þáttum:  

     

    • Tækniþekking þín á vefsíðubyggingu 
    • Reynsla þín af notkun vefsíðuveitu 
    • Persónulegar óskir þínar varðandi sérsnið 
    • Ráðstöfunarféð sem þú býrð yfir 

    Hver vefsíðuveita er mismunandi. WordPress er til dæmis í tæknilegri kantinum. WordPress er hannað þannig að þú býrð til efnið þitt bakvið tjöldin með hugbúnaði á þjóni og breytir þar um útlit til að sjá hvernig síðan lítur út fyrir viðskiptavinina. Kostir eins og Shopify og Wix gera þér kleift að byggja upp vefsíðu með auðveldri aðferð þar sem þú dregur og sleppur. Þetta þýðir að þú sérð hvernig vefsvæðið mun líta út á meðan þú ert að byggja það. 

     

    Margir bjóða upp á ókeypis eða ódýran prufutíma svo að þú getir prófað nokkrar vefsíðuveitur og séð hvaða veita virkar best fyrir þig. 

     

    Við mælum eindregið með því að þú notir Shopify eða WooCommerce þar sem við bjóðum upp á sérstök vidaXL tengiforrit með þessum tveimur samstarfsaðilum. 

     

    Er vefsíðuveitan þín samhæf við dropshippingXL?

     

    Það er mikilvægt að þú skoðir hvort vefsíðuveitan sem þú vilt nota sé samhæf við dropshippingXL. Þú getur skoðað samþættingarsíðuna okkar til að fá heildarlista yfir dropshippingXL tengiforritin sem eru í boði og hvaða vefsíðum þau virka með.

     

    Þú þarft eitt af þessum tengiforritum þegar þú byrjar að byggja upp dropship síðuna þína. Það er nauðsynlegt að þú tengir vefsíðuna þína við dropshippingXL. Eftirfarandi eru aðgerðir sem tengiforritin okkar veita: 

     

    • Uppfærslur á lager og verði í rauntíma
    • Magninnflutningur á vidaXL vörum á vefsíðuna þína 
    • Sjálfvirk pöntunarvinnsla  

    Áfangi 3: Byggðu upp vefverslunina þína  

    Þú getur búið til dropship vefsíðu á innan við einum degi. Til að sjá hversu auðvelt það er skaltu fylgja kennsluefninu okkar skref fyrir skref.  



    Áfangi 4: Ábendingar fyrir dropship vefsvæðið þitt

    • Gakktu úr skugga um að þú sért með samskiptasíðu svo að viðskiptavinir þínir geti sent fyrirspurnir um vörurnar þínar og pantanir. Samskiptasíða er nauðsynleg ef þú vilt að viðskiptavinunum líði eins og þeir geti treyst vörumerkinu þínu. Þú byggir þannig upp góðan orðstír. 
    • Hafðu þetta einfalt. Ekki fylla vefsíðuna þína með of mörgum valkostum í valmyndinni eða of miklum texta á hverri síðu. Gerðu það auðvelt fyrir viðskiptavinina að finna vörurnar og versla á síðunni þinni. 
    • Notaðu SEO leitarorð í efninu þínu. Ef þú vilt laða fleiri viðskiptavini að versluninni þinni þá þarftu að auka sýnileikann þinn á Google. Notkun á SEO leitarorðum sem eru viðeigandi fyrir markaðskimann þinn ætti að auka þann fjölda fólks úr markhópnum þínum sem finnur heimasíðuna þína.

    Kynntu þér allt sem þú þarft að vita um samstarfsaðila okkar á sviði samþættingar

    Námskeið 2

    

    Finndu markaðskimann þinn

    Áfangi 1: Veldu markaðskimann þinn​​


    Markaðskimi er í rauninni lítill og sérhæfður hluti af markaði. Þegar þú hefur dropship rekstur þá þarftu að ákveða hvaða vörur þú vilt selja og til hvaða kaupenda þú vilt selja þær.


    Ef þú ákveður til dæmis að selja allar tegundir af leikföngum til allra foreldra þá ertu að velja að keppa við himinháan fjölda af öðrum netfyrirtækjum. Kostnaðurinn við að þurfa að keppast við þetta mörg fyrirtæki og setja út auglýsingar fyrir þennan fjölda af kaupendum gæti orðið gífurlega hár. Það er mun hagkvæmara hvað varðar bæði tíma og kostnað að einblína á minni fjölda af vörum fyrir mjög hnitmiðaðan markhóp af kaupendum.

     

     

    Dæmi um markaðskima:


    • Umhverfisvæn leikföng fyrir heilsumeðvitaða og umhverfisvæna foreldra.
    • Reiðhjól fyrir börn og fullorðna ásamt útilegubúnaði fyrir fjölskyldur sem finnst gaman að fara í reiðhjólafrí.
    • Svefnherbergishúsgögn úr gegnheilum viði fyrir húseigendur sem vilja vandaða og tímalausa hluti á heimilið sem endast vel.
    • Endurnýtt og endurunnin húsgögn fyrir húseigendur sem vilja minnka kolefnissporið sitt.
    • Garðskálar og útirammar fyrir húseigendur með stóra garða og fólk sem skipuleggur viðburði.

     

     

    Þú færð fleiri en 90.000 vörur hjá vidaXL í 30 flokkum, eins og til dæmis:


    • Húsgögn (50.000+ vörur)
    • Garðhúsgögn (20.000+ vörur)
    • Járnvörur (6.000+ vörur)
    • Gæludýravörur (2.000+ vörur)
    • Íþróttavörur (1,500+ vörur)
    • Þar að auki bjóðum við upp á leikföng og leiki, ökutæki og vöruparta, viðskipta- og iðnaðarvörur, barna- og smábarnavörur, heilsu- og snyrtivörur og ferðatöskur.​

    Skoðaðu vöruflokkana okkar

    Kynntu þér markaðskimann þinn vel

    Áður en þú velur markaðskimann þinn þá skaltu taka smá tíma til að skoða samkeppnisaðilana og hvort líklegt sé að viðskiptin verði arðbær.


    Þú getur notað netverkfæri til að hjálpa þér:

     

    Google Trends

    Google Trends er ókeypis tól til að kynna sér að hverju fólk er að leita á netinu. Sláðu inn leitarorð sem tengjast markaðskimanum sem þú hefur áhuga á til að komast að því hversu algengt er að fólk leiti að þessum hugtökum á Google. Þannig kemstu einnig að því hversu vinsæl þessi leitarorð hafa verið með tímanum.

     

    Google Keyword Planner

    Annað ókeypis tól hjá Google, Keyword Planner, veitir þér upplýsingar um hversu samkeppnishæf ákveðin leitarskilyrði eru. Þetta mun hjálpa þér að komast að því hversu mikið það mun kosta þig að velja greiddar auglýsingar hjá Google og þú færð þannig skýrari mynd af því hversu vinsæl þessi leitarskilyrði eru hjá kaupendum á netinu.

     

    Meta Business Insights

    Notaðu öflug gögn frá Meta til að finna út hver verslunartrendin eru á Facebook, Instagram og WhatsApp. Leitaðu að spám og skýrslum til að fá mynd af því hversu vel markaðskiminn þinn stendur hvað varðar notendahegðun á þremur mest notuðu samfélagsmiðlunum.

     

    Samfélagsmiðlar

    Ekki sofa á verðinum þegar kemur að því að nota samfélagsmiðla sem upplýsingaveitu. Leitaðu beint á hverjum samfélagsmiðli á borð við Facebook, Instagram og TikTok til að finna út hvað viðskiptavinir vilja, hvaða vörur eru umtalaðastar og hvaða umfangsefni skipta viðskiptavinina máli. #TikTokmademebuyit er til dæmis vinsælt myllumerki fyrir verslunartrend.

     

    Emerald Insight

    Ef þú vilt borga fyrir gögn, prófaðu þá að skoða Emerald Insight. Þetta er fræðilegur gagnagrunnur sem gefur aðgang að skýrslum sem varða hluti eins og hvað núverandi kúnnar versla helst á netinu og hvaða verslunarrásir eru notaðar.

     

    BCC Research

    BCC Research er upplýsingalind sem greitt er fyrir og hún gefur þér nýjustu markaðsgreiningu og skýrslur innan atvinnugreinarinnar. Þessi markaðsgreining mun hjálpa þér að bera kennsl á styrkleika og veikleika, núverandi lykiltölur og spár fyrir afmörkuð markaðssvið á alþjóðlega vísu.

    Þú getur lesið meira um samkeppnisrannsóknir í blogggreininni okkar


    Áfangi 2: Byggðu vörumerkið þitt upp​


    Nú er vefsíðan, vörurnar og markaðskiminn kominn í hús. Þá er kominn tími til að fínstilla vörumerkið þitt til að það grípi augað í samanburði við samkeppnisaðilana þína. Þú þarft að ganga úr skugga um að merkið þitt beri af.

     

    Hvað er vörumerkjaþróun?

     

    Vörumerki fyrirtækisins er ekki bara lógóið þitt og nafn fyrirtækisins. Það er útlitið og tilfinningin sem þú kynnir fyrir viðskiptavinum þínum, orðspor þitt í augum neytandans og hvernig neytandinn tengist þér.

     

    Af hverju er vörumerkjaþróun mikilvæg?

     

    Með því að fjárfesta tíma í vörumerkjaþróun byggirðu upp betri tengsl við markhópinn þinn. Því meira sem þú höfðar til hugsjónar kaupandans því meira traust mun hann bera til þín sem vörumerkis, sem leiðir til endurtekinnar sölu og meðmæla á vörumerkinu við vini og vandamenn.

     

    Fjárfestu í myndefni

     

    Í stafrænum heimi hafa vörumerki lært af reynslunni að viðskiptavinurinn hefur miklar væntingar þegar kemur að netverslunarsíðum. Kaupendur á netinu vilja auðvelda, þægilega og fallega verslunarupplifun. 

     

    Hrífðu kaupendurna með útlitinu:


    • Notaðu hágæðamyndir í netversluninni þinni
    • Búðu til faglegt lógó 
    • Hafðu vídeó á síðunni til að grípa athygli kaupenda
    • Notaðu sömu ímyndarþróun á samfélagsmiðlum, heimasíðunni og við markaðssetningu

    Settu tóninn

     

    Tónn vörumerkisins vísar í hvernig þú talar við viðskiptavini þína. Fyrirtæki sem sérhæfa sig til dæmis í banka- og fjármálum halda yfirleitt uppi formlegum tóni við viðskiptavinina. Í dropship verslun má tónninn gjarnan vera frjálslegri og vingjarnlegri. Þú getur valið hversu gamansamur eða óformlegur tónninn á að vera og hversu mikið þú vilt reyna að tengjast kúnnunum og vera með glettni.  

     

    Hvernig þú átt að tala við áhorfendur:


    • Vertu með sama tón á öllum rásum
    • Vertu með tón sem höfðar til markhópsins þíns
    • Sýndu stefnufestu hvað varðar tón vörumerkisins til að byggja upp kunnugleika 

     

    Hvernig viltu að viðskiptavinirnir sjái þig?

     

    Hugsaðu um önnur vörumerki sem þú þekkir. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um þau? Eru þau klassísk, íburðarmikil og glæsileg? Eða eru þau ódýr, áreiðanleg og skemmtileg? Hvað fékk þig til að hugsa um hvert vörumerki á þennan hátt? 

     

    Íhugaðu hvernig útlit og tilfinning hvers vörumerkis er, hvernig vörumerkin tala við viðskiptavini sína og hvaða aðferðir þau nota til að gefa vörumerkinu þennan einstaka persónuleika.

     

    Skrefin að kjarna vörumerkisins:

     

    • Skrifaðu lista yfir orð sem þú vilt að viðskiptavinir þínir tengi við vörumerkið þitt. Þetta er persónuleiki vörumerkisins. 
    • Með þetta í huga skaltu skrifa niður hvaða form lógóið, vefsíðan, þjónusta við viðskiptavini og markaðssetning áað taka til að passa við þessi orð.
    • Hverju heldurðu að viðskiptavinir þínir búist við af vefsíðunni þinni og þjónustu við viðskiptavini ef þessar væntingar eiga að vera í samræmi við verðið á vörunum þínum?

    Lestu meira um hvernig þú getur bætt vörumerkið þitt:

    Námskeið 3

    

    XL alla leið


    Á þessu námskeiði aðstoðum við þig við að opna dropshippingXL reikning og undirbúum þig fyrir að selja fyrstu vörurnar þínar!


    Áfangi 1: Hvernig byrjarðu?

    Byrjum á því að opna dropshippingXL reikning fyrir fyrirtækið þitt.

    1. Skráðu þig á heimasíðu dropshippingXL

    • Skráðu upplýsingar um fyrirtækið þitt (ásamt VSK-númeri)
    • Greiddu fyrsta mánaðargjaldið

    Af hverju borga ég mánaðargjald?

    Áskriftin að dropship verkvanginum okkar kostar 30 evrur á mánuði. Þetta felur í sér viðskiptaaðstoð og reikningsstjórnun, aðgang að frábæru B2B verði á vörum og sendingar- og skilakostnaði við pantanir viðskiptavina.


    Hræðir skuldbindingin þig?

    Ef þú leggur ekki inn neinar pantanir innan fyrsta mánaðarins og vilt hætta við, þá verður áskriftin þín endurgreidd. Þú getur lokað reikningnum þínum hvenær sem er eftir það.


    2. Við staðfestum aðganginn þinn

    • Þjónustuverið okkar mun staðfesta og samþykkja aðganginn þinn innan 2-5 virkra daga.
    • Þú færð virkjunartölvupóst með innskráningarupplýsingum og vörustreymi.

    Hvað er vörustreymi?

    Við sjáum þér fyrir gagnastreymi sem uppfærist í rauntíma (CSV- og XML skrá) á:


    Nýjum vörum (uppfærðar í hverri viku) með vörulýsingu á tungumálinu sem vefverslunin þín er á, ásamt myndum, verði (getur verið mismunandi á hverjum degi allt eftir framboði og eftirspurn) og lagerforða (uppfærður á 15 mínútna fresti).

    3. Byrjaðu að selja!

    • Opnaðu vörustreymið og veldu fyrsta hollið af vörum sem þig langar til að selja.
    • Samþættaðu vörurnar við vefverslunina þína og settu þín eigin verð á vörurnar.

    Hvernig samþætta ég vörurnar í vefversluninni minni?

    Sameinaðu þitt eigið framkvæmdakerfi með okkar kerfi til að samstilla vöruuppfærslur og pantanir.

    Kíktu í Áfanga 2 ef þú vilt leiðbeiningar varðandi hvernig þú gerir þetta.

    4. Fáðu aðstoð

    • Þjónustudeildin okkar getur hjálpað þér með allar tæknilegar beiðnir og pöntunarbeiðnir.
    • Ef þú vinnur með okkur til langs tíma þá muntu fá viðskiptastjóra sem aðstoðar þig við að byggja upp viðskiptaáætlun. Þú getur búist við því að fá mánaðarlega söluskýrslu, vörutillögur fyrir næsta tímabil og gögn úr skýrslunum okkar yfir nýleg trend.

    Náðu í alla Skráningarhandbókina okkar


    Áfangi 2: Uppsetning

    Hvernig samþætta ég vidaXL vörur við vefverslunina mína?

    1. Gagnastreymi í rauntíma

    Við sjáum þér fyrir gagnastreymi sem uppfærist í rauntíma (CSV- og XML skrá) á:

     

    • Nýjum vörum (uppfærðar í hverri viku) með vörulýsingum á tungumálinu þínu, myndum og fjölda vörupakkninga
    • Verði (getur verið breytilegt á hverjum degi allt eftir framboði og eftirspurn)
    • Lagerforða (uppfærður á 15 mínútna fresti)

    2. Forritaskil (API)

    Notaðu forritaskil til að tengja vefverslunina þína við dropshippingXL og fá eftirfarandi ávinninga:

     

    • Sendu pantanirnar þínar sjálfkrafa á dropshippingXL
    • Náðu í nýjustu lagerverð
    • Fáðu rakningarnúmer og vörureikninga

    Hvað eru forritaskil?

    Hér er stutt skýring á meginatriðunum:


    Forritaskil (API eða Application Programming Interface) er heiti yfir ákveðna virkniseiginleika sem tengja mismunandi hugbúnaðarvanga. Þetta þýðir að hægt er að senda nýjustu gögnin, eins og til dæmis lagerstöðu og verð, úr gagnagrunni birgja (okkar) í dropship verslunina þína.


    Hvernig get ég notað forritaskil?

    Þegar þú hefur búið til dropshippingXL reikninginn þinn þá geturðu óskað eftir aðgangsvottorðinu þínu (API token). Við munum veita þér aðgang með því að virkja aðgangsvottorðið þitt beint á reikningnum þínum.


    Eftir það geturðu tengt forritaskilin okkar við vefverslunina þína með því að nota aðgangsvottorðið sem fylgir með.


    3. Tengi

    Einfaldasta leiðin til að samstilla netverslunina þína við gögn frá vidaXL er að nota tengiforritin sem við mælum með. Þetta sparar þér tíma þar sem vörugögnin eru send beint í verslunina þína sjálfkrafa.


    Kostir þess að nota vidaXL tengiforrit


    SHOPIFY:


    • Þú getur niðurhalað (fullu) úrvali af vidaXL vörum í völdum flokki
    • Þú getur niðurhalað vöruupplýsingum á borð við myndum, lýsingum og verði
    • Þú getur ákveðið eigin föstu eða breytilegu framlegð eða notað verðið sem vidaXL mælir með
    • Þú getur samstillt lagerforða sjálfkrafa og í rauntíma
    • Þú getur samstillt verð sjálfkrafa og í rauntíma
    • Þú getur sent pantanir sjálfkrafa til vidaXL til að láta senda (kemur fljótlega)

    

    WOOCOMMERCE:

    

    • Veldu hvaða vöruflokka þú vilt flytja inn frá vidaXL til WooCommerce.
    • Settu framlegðina sem prósentuhlutfall eða fasta upphæð, eða veldu verðið sem vidaXL leggur til.
    • Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þurfa að búa til vöruflokka þar sem þeir eru fluttir inn með vörunum.
    • Pantanir sem berast verða sjálfkrafa fluttar yfir á vidaXL. Þetta þýðir að allt dropship ferlið með vidaXL er sjálfvirkt.
    • Uppfærslur á lager verða gerðar í rauntíma með að hámarki 5 mínútna töf.
    • Vörumyndir hlaðast ekki inn á WooCommerce; þetta er til að halda vefversluninni þinni snyrtilegri og hraðvirkri.

    Kynntu þér alla samstarfsaðila okkar í samþættingu

    Námskeið 4

    

    Hvernig þú ákveður hversu mikil álagningin þín á að vera

    Mikilvægt er að þú veljir vandlega á hvaða verði þú vilt selja dropship vörurnar þínar ef þú vilt selja vel en jafnframt ná góðum hagnaði. Til að ná rétta jafnvæginu þarftu að hafa rekstrarkostnað og utanaðkomandi atriði í huga sem gætu haft áhrif á rétta verðið fyrir þig.

    Áfangi 1: Hvernig þú tekur rekstrarkostnað með í reikninginn


    Með allan fyrirtækjarekstur er alltaf ákveðinn kostnaður sem fylgir því að halda fyrirtækinu gangandi. Þú greiðir þennan kostnað með tekjunum frá sölunni á vörunum þínum. Þú þarft því að telja þennan kostnað með til að geta náð hagnaði. Þetta felur meðal annars í sér:


    • Kostnað á söluvörum 
    • Markaðs- og auglýsingakostnað
    • Vefsíðu- og hýsingakostnað
    • Sendingarkostnað (ókeypis með dropshippingXL)
    • Gjöld fyrir dropship birgja (30 evrur á mánuði með dropshippingXL)

    1.   Kostnaður á söluvörum


    Kostnaður á söluvörum er það B2B verð (frá fyrirtæki til fyrirtækis) sem þú greiðir fyrir vöruna. Þetta er beinn kostnaður við framleiðslu vörunnar. Ef þú myndir framleiða vöruna upp á eigin spýtur þá þyrftirðu að greiða framleiðslukostnaðinn. Innifalin í þessum kostnaði væru til dæmis tæki og búnaður, efniviðir, vinnuafl, pökkun og geymsla. 



    2.   Markaðs- og auglýsingakostnaður


    Stærsti parturinn þegar kemur að dropshipping rekstrarkostnaði tengist sennilega markaðs- og auglýsingaherferðum. Stærstu mánaðarlegu upphæðirnar fara yfirleitt í kostaðar auglýsingar sem tengjast leitarniðurstöðum og samfélagsmiðlum. Í byrjun gæti kostnaðurinn verið hærri í dropship verslun þar sem þú þarft að prófa hvaða auglýsingar virka best. 


    Markaðstölvupóstar, markaðssetning með áhrifavöldum og markaðssetning með kostuðu efni er einnig kostnaður sem þú þarft að standa straum af ef það er hluti af stafrænu markaðsstefnunni þinni.



    3.   Vefsíðu- og hýsingakostnaður


    Bygging og hýsing á dropship vefsíðu mun krefjast ákveðins kostnaðar. Hafðu þessi gjöld í huga:


    • Mánaðargjald fyrir netverslunarsíðu (t.d. Shopify, WooCommerce)
    • Árlegt gjald fyrir lén
    • Gjald fyrir greiðsluveitu (t.d. PayPal, Shopify, Stripe)
    • Áskrift að tengiforritum
    • Þema fyrir vefverslun
    • Fagleg hönnun á lógói

    Sumt af þessu er stakur kostnaður; þú þarft til dæmis mjög líklega ekki að uppfæra lógóið þitt í mörg ár. Gjöld fyrir vefsíðugerð eru yfirleitt mánaðarleg eða árleg og lénið þarftu yfirleitt að greiða fyrir á 1-2 ára fresti.



    4.   Sendingarkostnaður


    Margir dropship birgjar taka sendingargjald fyrir að senda vörur til kúnnanna þinna. Sendingargjald með dropshippingXL er hins vegar ókeypis fyrir dropship aðila. Þetta nær yfir öll lönd í prógramminu okkar. Skil eru einnig ókeypis í öllum löndum fyrir utan Ástralíu og Noreg.


    Ástralía

    

    Ef viðskiptavinurinn gefur upp „ekki eins og ég bjóst við“ sem ástæðu skila þá er upphaflegi sendingarkostnaðurinn ásamt skilakostnaðinum dreginn frá endurgreiðslunni (skil frá Sydney, Melbourne, Brisbane og úthverfum þessara borga eru undanskilin). 


    Noregur


    Ef viðskiptavinurinn gefur upp „ekki eins og ég bjóst við“ sem ástæðu skila þá er skilagjald upp á 300 norskar krónur dregið frá endurgreiðslunni.


    Vinsamlegast skoðaðu skilastefnuna okkar fyrir ýtarlegri upplýsingar.


    5.   Gjöld fyrir dropship birgi


    Hvaða gjöld geturðu búist við að þurfa að greiða fyrir dropship birgi? Þetta fer algjörlega eftir þeim birgi sem þú velur. Dropship aðilar þurfa ekki að hafa áhyggjur af óvæntum kostnaði þegar þeir nota dropshippingXL. Það eina sem þú þarft að greiða er 30 evrur á mánuði. Það sem er ennþá betra er að þú greiðir 0% sölulaun af sölunni á vidaXL vörum.

    Eru önnur atriði sem geta haft áhrif á verðið?


    Fyrir utan rekstrarkostnaðinn þá gætu verið aðrir utanaðkomandi þættir sem þú þarft að hafa í huga. Þessir þættir hafa áhrif á það hvaða verð hentar best fyrir dropship vörurnar þínar. 


    Eftirspurnarsveiflur: Framboð og eftirspurn á vörunum þínum getur verið mikilvægur þáttur þegar kemur að því að ákvarða verðið á vörunum. Ef eftirspurnin er mikil þá geturðu nýtt þér þetta og sett hærra verð á vörurnar. Ef eftirspurnin er hins vegar lítil þá geturðu laðað að þér viðskipti með því að lækka söluverðið.


    Gildismat: Hversu eftirsóknarverðar eru vörurnar þínar fyrir kúnnana? Gildismat kúnnans á vörunni þinni fer eftir því hvort varan sé lúxusvara eða viðráðanleg í verði, í hvaða gæðum efniviðirnir eru og hversu frumleg varan er. Gildismat segir í rauninni til um hversu mikið viðskiptavinurinn er viljugur til að greiða fyrir vörunar þínar.


    Markhópurinn þinn: Íhugaðu vel hver markhópurinn þinn er. Hvað eru viðskiptavinirnir þínir að þéna? Hversu mikið elska þeir þá tegund af vöru sem þú selur? Kunna þeir að meta hágæðavörur eða ódýrari vörur?


    Samkeppnin: Ekki gleyma að skoða hvað samkeppnisaðilarnir þínir eru að bjóða upp á. Á hvaða verði selja þeir vörurnar sínar? Hvaða tilboð og vörubúnt bjóða þeir upp á? Hversu hátt gjald taka þeir fyrir sendingu? Íhugaðu hvort þú viljir jafna verðin þeirra, lækka verðin þín eða taka hærra verð og gefa meira fyrir peninginn á annan hátt (t.d. með frábærri viðskiptaþjónustu).


    Áfangi 2: Hvernig þú býrð til verðlagningarplan


    Get ég sett áætlað verð á vörurnar mínar án þess að vera með plan?


    Tæknilega séð geturðu komið með laust boð á því hvaða verðlag þú vilt hafa á vörunum þínum. En það felst mikil áhætta í því. Ef þú giskar vitlaust og selur ekki sérlega vel þá gætirðu átt á hættu að koma ekki einu sinni út á sléttu. Til að koma í veg fyrir að dropship fyrirtækið þitt fari á hausinn þá mælum við með því að þú takir þér góðan tíma í að finna út úr ýmsum verðlagningaráætlunum. Ekki byggja vöruverðið þitt á engu öðru en verði samkeppnisaðilanna!



    Hvernig vel ég rétta verðlagningarplanið?


    Það er engin ein verðlagningarstefna sem er best fyrir dropship verslun. Í staðinn þarftu að taka ákvörðun eftir því hvaða vörur þú selur og hafa ofangreinda þætti í huga. Verðflokkur vörunnar, þ.e.a.s. hvort hún sé almennt á lágu, miðlungs eða háu verði, hefur einnig áhrif á verðlagningarformúluna. Þegar vörurnar þínar byrja að selja geturðu svo byrjað að fínstilla verðið. Lestu efnisgreinarnar hér fyrir neðan til að fá útlistun á vörum sem eru í lágum, miðlungs og háum verðflokki.



    Hvaða tegund af verðlagningaráætlunum fyrirfinnast?


    Það kemur þér eflaust á óvart hversu mörgum verðlagningarplönum þú hefur úr að velja. Hér að neðan skoðum við betur þau plön sem henta fyrir dropship verslun, eins og til dæmis:


    • Föst verðhækkun ofan á kostnað
    • Þrepaskipt verðhækkun ofan á kostnað
    • Há-lág verðlagning
    • Vörubúnt
    • Sálfræðileg verðlagning

    Það er hægt að setja þessi verðlagningarmódel saman, þannig að þér þarf ekki að finnast eins og þú megir bara halda þig við eitt plan.

    1.   Föst verðhækkun ofan á kostnað


    Þetta þekkist einnig sem álagsverðlagning eða verðákvörðun sem miðast við álag á kostnað. Föst verðhækkun þýðir að þú bætir ákveðinni uppbæð við hverja vöru ofan á það verð sem þú borgar birginum (B2B verð). Þetta gefur þér fasta hagnaðarprósentu. Það er engin sérstök verðhækkun að meðaltali sem hægt er að fylgja þar sem upphæðin fer eftir vörunni sem þú selur.


    Ímyndaðu þér að B2B meðalverðið á vörunni þinni sé 15 evrur. Þú gætir til að mynda ákveðið að vera með fasta verðhækkun upp á 15 evrur til að ná yfir rekstrarkostnað og fá lága hagnaðarprósentu. Þú myndir þá selja þessar vörur á smásöluverði sem jafngildir 30 evrum. 


    Þú getur líka verið með fasta verðhækkun í prósentuformi. Ef þú skoðar rekstrar- og markaðskostnaðinn þinn nánar þá gætirðu komist að þeirri niðurstöðu að þú þarft að hækka verðið um 80% til að ná hagnaði. Þú gætir þá selt vöru sem þú borgaðir 15 evrur fyrir á B2B verði á 27 evrur.



    2.   Þrepaskipt verðhækkun ofan á kostnað


    Þetta er það sama og fast verðhækkunarplan, fyrir utan að verðlagningarprósentan fer eftir því hvort varan sé í lágum, miðlungsháum eða háum verðflokki.


    Vara í lágum verðflokki er yfirleitt með söluverði sem er 50 evrur eða lægra. Hér ver kúnninn yfirleitt minni tíma í að íhuga kaupin gaumgæfilega, sem endar oft í skyndikaupum. Hér er álagningin yfirleitt mikil eða um 80-150%.


    Vara í miðlungsháum verðflokki kostar yfirleitt 60-180 evrur. Hér er álagningin yfirleitt um 40-80%.


    Vara í háum verðflokki er svo dýrasta varan sem þú getur selt eða að minnsta kosti 200 evrur. Kúnninn ver meiri tíma í að skoða kosti og galla vöru í þessum verðflokki. Verðálagningin er lægri eða um 20-40%.



    3.   Há-lág verðlagning


    Há-lág verðlagning vísar í söluverð sem er ætlað að vera lækkað á ákveðnum tímapunkti svo hægt sé að setja vöruna á útsölu. Þetta hentar fyrir dropship vörur sem eru árstíðabundnar, eins og til dæmis sundlaugar og eldstæði í garðinn.


    Varan er semsagt upphaflega seld á hærra verði en svo þegar eftirspurnin minnkar þá lækkar verðið í takt við það. Ef þú værir að selja sundlaugar fyrir garðinn rétt fyrir sumarið þá myndi verðið vera hátt til að mæta mikilli eftirspurn. Í lok sumarsins myndi svo verðið á vörunni lækka til að auka söluna þegar eftirspurnin minnkar.



    4.   Vörubúnt


    Ef þig langar til að ýta undir áhugann á vörunum þínum og fá kúnnana til að eyða meiri pening þá er sniðugt fyrir þig að prófa að vera með vörubúnt. Þú hefur eflaust séð þetta á netinu eða í verslunum, þar sem margar vörur eru seldar saman í pakka á niðursettu verði. Söluverð á vörubúnti er yfirleitt frábær díll fyrir viðskiptavinina þar sem þeir spara pening á vöru sem þeir hefðu hvort sem er keypt í sitthvoru lagi.


    Vörubúnt virka fyrir allskyns vöruflokka, þar á meðal húsgögn, húsmuni, barnaleikföng, gæludýravörur og íþróttabúnað. Þetta hjálpar þér ekki bara að selja margar vörur á skömmum tíma heldur spararðu einnig markaðskostnað. 


    Ef þú værir að selja vörurnar sér þá þyrftirðu að reikna með markaðssetningarkostnaði fyrir hverja vöru. Með vörubúnti geturðu hins vegar selt vörur án þess að þurfa að borga sérstaklega fyrir auglýsingar á Facebook eða Google.


    Þessi stefna gerir þér kleift að selja margar vörur saman, hvort sem það eru vörur af sömu gerðinni eða vörur sem passa saman. Þú gætir til dæmis ákveðið að selja garðborð, sófa og stóla sem búnt.



    5.   Sálfræðileg verðlagning


    Að lokum er það sálfræðileg verðlagning, en þetta er aðferð sem er notuð nánast alls staðar. Hugmyndin er að lokka kaupendur til að versla með því að nota söluverð sem enda á oddatölu. Algengasta, og án efa áhrifaríkasta, aðferðin er að láta verðið enda á 99. Til dæmis 15.99 evrur í stað 16 evra.


    Kúnnanum líður eins og hann sé að fá betri díl, en hann er í rauninni bara að spara örfáar krónur. Þú getur prófað þig áfram með hvernig þú endar söluverðin þín. Þú getur prófað að láta verðin enda á 95, 99, 97 eða 00 í dropship versluninni þinni til að sjá hvaða verði kúnnarnir bregðast best við. 


    Annað úrræði gæti líka verið að láta sendingarkostnaðinn vera innifalinn í vöruverðinu. Margir kaupendur yfirgefa körfuna ef þeim finnst eins og sendingarkostnaðurinn sé of hár ofan á verð vörunnar. Til allrar lukku er sendingarkostnaður ókeypis fyrir dropship aðila sem nota dropshippingXL. Þetta gerir þér kleift að leyfa kúnnunum að njóta góðs af sparnaðinum.

    Námskeið 5


    Hvernig þú býrð til markaðssetningarplan

    Markmiðið með markaðssetningu er að hjálpa þér að laða viðskiptavini að versluninni þinni. Dropship fyrirtæki getur nýtt sér ýmsar markaðssetningarrásir á netinu til að ná til ákveðins markhóps. Þessar rásir eru:


    • Auglýsingar með smelligreiðslum (PPC)
    • Markaðssetning í tölvupósti
    • Samfélagsmiðlar
    • Markaðssetning í gegnum áhrifavalda
    • Markaðssetning með efnissmíði
    • Leitarvélabestun (SEO)


    Áfangi 1: Smelligreiðsluauglýsingar (PPC)


    Ein fljótasta leiðin til að kynna vöruna þína eða verslunina er að kaupa smelligreiðsluauglýsingar. Hér er um að ræða kostaðar auglýsingar sem birtast efst á Google þegar leitað er að einhverju ákveðnu.


    Kostir við smelligreiðsluauglýsingar

    • Auðvelt að setja upp og búa til af sjálfsdáðum
    • Eykur umferðina á vefsíðuna á stuttum tíma
    • Miðar að mjög ákveðnum markhópi
    • Hægt að skapa sölu með rétta orðalaginu
    • Þú getur fylgst með hversu áhrifaríkar auglýsingarnar eru


    Fjárhagsáætlun

    • Við mælum með því að þú byrjir á því að hafa fjárhagsáætlunina í minni kantinum
    • Prófaðu auglýsingarnar af áður en þú eykur kostnaðinn við auglýsingarnar

    Áfangi 2: Markaðssetning með tölvupósti

    Markaðssetning með tölvupósti er þegar þú kynnir vöru eða tilboð með því að senda tölvupóst til viðskiptavinanna. Þetta er áreiðanleg og hagkvæm leið til að gefa viðskiptavinum nýjar upplýsingar eða byggja upp viðskiptasambönd.


    Hver er ávinningurinn af markaðssetningu með tölvupósti?


    1. Tölvupóstur býður upp á frábæra ávöxtun

    Samkvæmt skýrslu Omnisend frá árinu 2022 gefur markaðssetning með tölvupósti af sér að meðaltali 40 dollara ávöxtun fyrir hvern dollara sem þú eyðir. Þetta er hæsta ávöxtunin fyrir allar markaðsrásir.


    2. Ódýr markaðstækni

    Meðalkostnaður við markaðssetningu með tölvupósti getur verið 300-500 Bandaríkjadollarar á mánuði fyrir meðalstórt fyrirtæki sem notar umboðsskrifstofu. Stórt fyrirtæki gæti eytt allt að 2000 Bandaríkjadollurum á mánuði. Ef þú býrð tölvupóstana til upp á eigin spýtur þá getur þetta verið algjörlega ókeypis. Ef tekið er mið af ávöxtunarprósentunni þá er tölvupóstur afar hagkvæm leið til að auglýsa fyrirtækið þitt.


    3. Sérsniðnir tölvupóstar bjóða upp á mikla kosti

    Sérsniðin markaðssetning er hraðbraut að hærri sölutölum. Rannsókn McKinsey frá árinu 2023 sýndi fram á að einstaklingsmiðun minnkar það fjármagn sem þarf að eyða á hvern viðskiptavin til að það leiði til sölu um allt að 50%. Tekjurnar aukast einnig í takt við þetta um 5-15%.


    4. Mikil viðskipti þegar viðskiptavinir velja að fá póst

    Opnunarhlutfallið og smellihlutfallið er bersýnilega hærra þegar viðskiptavinir gefa leyfi til að láta senda sér markaðssetningarpósta. Ávöxtun upp á 40 Bandaríkjadollara eins við nefndum hér að ofan á aðeins við um tölvupósta þar sem viðskiptavinir ákveða sjálfir að móttaka tölvupóst. Ef við berum þetta saman við tölvupósta sem eru sendir þegar ekki hefur verið gefið leyfi, þá eru aðeins um 5% af þeim póstum opnaðir. Einnig er mikilvægt að nefna að það brýtur í bága við lög Evrópusambandsins um almenna gagnaverndarreglugerð (GDPR) að senda kynningarpóst án leyfis.


    5. Notaðu sjálfvirkni í tölvupósti þér í hag

    Markaðssetningarhugbúnaður fyrir tölvupósta sendir póst til viðskiptavinarins á öllum stigum viðskiptanna. Sjálfvirk þjónusta er tilvalin til að senda móttökupósta þegar nýir viðskiptavinir skrá sig, áminningarpósta varðandi yfirgefna körfu þegar viðskiptavinir yfirgefa vefsíðuna og ráðleggingarpósta fyrir vörur til að hvetja til endurtekinnar sölu.


    Sjálfvirkir og sérsniðnir tölvupóstar bæta einnig umbreytihlutfallið. Reyndar svo mikið að alþjóðlegar tekjur hugbúnaðariðnaðarins, sem sérhæfir sig í að sérsníða og betrumbæta upplifun viðskiptavina, ættu að verða 11,6 milljarða Bandaríkjadollara virði árið 2026 samkvæmt Statista.


    6. Þú getur auðveldlega mælt árangurinn með markaðssetningarpóstum

    Sjálfvirkur hugbúnaður fyrir tölvupóstsmarkaðssetningu safnar saman tölvupóstgögnum fyrir þig. Þannig er auðvelt að sjá á hlutlægan hátt hvað virkar og hvað virkar ekki í tölvupóstsmarkaðsstefnunni, skilja markhópinn betur og hámarka arðsemina.


    Helstu mælikvarðarnir eru:


    • Opnunarhlutfall - prósenta þeirra tölvupósta sem eru opnaðir.
    • Úrskráningarhlutfall - prósenta þeirra viðtakenda sem segja upp áskriftinni eftir að kynningarpóstur hefur verið opnaður.
    • Smellihlutfall (CTR) - prósenta þeirra viðtakenda sem smelltu á að minnsta kosti einn hlekk í kynningarpóstinum.
    • Umbreytihlutfall - prósenta þeirra viðtakenda sem ljúka ákveðinni aðgerð (t.d. versla).
    • Hvarfhlutfall - prósenta tölvupósta sem ná ekki í innhólfið hjá viðtakandanum.
    • Áframsendingar- og deilihlutfall - prósenta viðtakenda sem smelltu á „áframsenda á vin“ eða „deila þessu“ hnappana.
    • Heildarávöxtun (ROI) - heildartekjur af tölvupóstsmarkaðssetningu deilt með heildarútgjöldum.


    7. Viðskiptavinir kjósa tölvupóst

    Markaðssetning með tölvupósti er sú aðferð sem viðskiptavinir kjósa helst þegar þeir velja að fá einhvers konar samskipti frá vörumerkjum. Símtöl og textaskilaboð eru of ágeng, en auðvelt er að stjórna tölvupósti.


    Samkvæmt The Future of Commerce: 2023 Edition skýrslunni sem gerð var af Square Up vilja 60% bandarískra neytenda heyra frá vörumerkjum í tölvupósti. Þetta er samanborið við 46% sem kjósa samfélagsmiðla. Í Bretlandi lesa 57% breskra neytenda meira en helming af þeim tölvupóstum sem þeir fá, samkvæmt gögnum frá Data & Marketing Association frá árinu 2019.

    Hvernig þú býrð til tölvupóstherferð


    1. Ákveddu hver markmiðin með markaðssetningunni eru

    Það eru nokkur atriði sem þú þarft að átta þig á áður en þú byrjar að gera uppkast að frábærum kynningarpósti. Byrjaðu á því að íhuga hver tilgangurinn með tölvupóstinum sé:


    • Tilgangurinn - t.d. að auglýsa tiltekna vöru, auglýsa tilboð, deila afsláttarkóða.
    • Viðtakendur - t.d. aðeins viðskiptavinir sem hafa verslað á síðustu 6 mánuðum, nýir viðskiptavinir eða viðskiptavinir sem yfirgáfu körfuna sína.
    • Hvatning til aðgerða (CTA) - hvað viltu að viðtakandi tölvupóstsins geri? Þetta gæti til dæmis að nýskrá sig, fara á lendingarsíðu eða ljúka greiðsluferlinu.


    2. Hugsaðu um fjölda tölvupóstanna í herferðinni þinni

    Það eru til mismunandi gerðir af sniðum á markaðssetningartölvupóstum. Þar á meðal eru fréttabréf, kynningarpóstar og pöntunarupplýsingar. Í markaðsherferð eru yfirleitt send nokkur stutt „skot“ í tölvupósti yfir nokkrar vikur. Þetta er mikilvægt þar sem við þurfum að taka tillit til þess hversu hratt meðalpósthólfið fyllist af tölvupóstum frá samkeppnisaðilum.


    3. Veldu hugbúnað fyrir markaðssetningarpóstana

    Það er mögulegt að senda markaðssetningarpósta handvirkt, en eftir því sem tölvupóstlistinn og fyrirtækið stækkar þá hættir þessi möguleiki að vera raunhæfur. Þú hefur úr ýmsum hugbúnaðarfyrirtækjum að velja fyrir markaðssetningarpóstana. Það er vel þess virði að fjárfesta í hugbúnaði til að fá aðgang að sjálfvirkni, persónusniði og greiningareiginleikum. Það er ekki lengur flókið að búa til tölvupósta þar sem „drag and drop“ aðferðin gerir þér kleift að velja fallega hönnun.


    Eftirfarandi eru nokkur dæmi um hugbúnaðarfyrirtæki sem bjóða upp á gott verð og eru tilvalin fyrir sprotafyrirtæki í dropship rekstri:


    • MailerLite
    • SendGrid
    • Sendy
    • Brevo
    • CakeMail


    4. Skrifaðu innihaldið

    Nú er kominn tími til að byrja að byggja upp efni tölvupóstsins. Uppbygging markaðssetningarpósts er yfirleitt eins og hér segir:


    • Subject - Hafðu efnið áhugavert svo að það grípi lesandann. Mundu að þú þarft að keppa við ógrynnin öll af auglýsingapóstum sem hreinlega grátbiðja viðtakandann um að opna póstinn og lesa hann.
    • Preview text - Birtist fyrir neðan efnislínuna. Það er yfirleitt bara hægt að vera með í kringum 35-90 stafi með bilum á skjánum.
    • Tónninn - Láttu tóninn í tölvupóstinum passa við vörumerkið þitt. Notaðu skemmtilegt orðbragð og léttan húmor ef það er í samræmi við annað markaðsefni hjá þér.
    • Hausinn - Þetta er það fyrsta sem viðskiptavinurinn les í meginparti tölvupóstsins. Hafðu hann stuttan og eftirtektarverðan.
    • Megininnihald - Skrifaðu sannfærandi texta til að fá viðskiptavinina til að aðhafast eitthvað. Þetta gæti til dæmis verið að versla eða skrifa umsögn. Þú gætir líka auglýst nýja vörulínu.
    • Hvatning til aðgerða (CTA) - Hvettu viðskiptavinina til að grípa til aðgerða eftir að hafa lesið tölvupóstinn þinn. Vertu með að minnsta kosti eina hvatningu aftast í meginhluta aðalpartsins. T.d. versla núna, skoða stöðu pöntunar eða klára greiðsluferli.


    5. Hafðu þetta fallegt

    Það er góð hugmynd að hafa alltaf heildarútlit herferðarinnar bakvið eyrað. Viðskiptavinir eru líklegri til að virða vörumerkið þitt ef þú notar stílhreina grafíska hönnun og fallegar litapallettur.


    • Myndir - Fókuseraðu á hágæðamyndir og myndskreytingar í tölvupóstinum. Myndir draga athygli betur að sér heldur en orð gera og nýttu þér því þessa staðreynd. Viðskiptavinir vilja ekki lesa of mikið.
    • Hönnun - Hugsaðu vandlega um staðsetningu mynda, texta og hvatningarorða til aðgerða. Það er sniðugt að gera textann stóran og auðlesinn. Notaðu bjarta liti á borð við gulan eða rauðan til að auglýsa útsölu.
    • Gif: Prófaðu að nota hreyfingu í tölvupóstunum. Gif-myndir láta efnið þitt skara fram úr og auka áhugann hjá viðskiptavinunum.


    6. Senda og rekja

    Þegar þú hefur lesið tölvupóstinn þrisvar yfir hvað varðar málfræði, stafsetningu og virkni hlekkjanna þá er tími til kominn að senda tölvupóstinn á rétta markhópinn. Fylgstu með árangri markaðsherferðarinnar með því að skoða opnunarhlutfallið, smellihlutfallið, hvarfhlutfallið og umbreytihlutfallið. Þessar tölur verða á stjórnborði hugbúnaðarforritsins sem þú getur svo yfirfært í töflu ef þú vilt skoða núverandi tölur miðað við eldri tölur.


    Fleiri greinar

    Markaðssetning með tölvupósti sem öflugasta tólið til að auka sölu

    Áfangi 3 : Markaðssetning á samfélagsmiðlum

    Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter, LinkedIn, Instagram og YouTube eru notaðir af vörumerkjum til að auglýsa þjónustu og halda utan um þjónustu við viðskiptavini. Þetta er ákjósanlegur samskiptamáti þar sem neytendur geta fylgst með fyrirtækjum og fengið skjót svör við fyrirspurnum.


    Kostir við markaðssetningu á samfélagsmiðlum


    • Þú getur vakið athygli á vörumerkinu þínu
    • Þú getur aukið umferðina á dropship verslunina þína
    • Þú getur átt samskipti við viðskiptavinina þína
    • Leitarniður birtast á Google
    • Kynntu viðburði, útsölur, nýjar vörur og skynditilboð
    • Fáðu ábendingar frá viðskiptavinum
    • Vertu með kostaðar auglýsingar á samfélagsmiðlum til að ná til fleiri
    • Nýttu þér greiningartól á samfélagsmiðlum eins og t.d. Facebook Insights


    Fjárhagsáætlun

    Eftirfarandi eru nokkur ráð varðandi kostnað sem þú þarft að hafa með í fjárhagsáætlunni þegar þú planar markaðssetningu á samfélagsmiðlum:


    • Atvinnuljósmyndir
    • Myndbandsframleiðsla fyrir vörur
    • Grafísk hönnun
    • Áhrifavaldar
    • Efnissmíði
    • Kostaðar auglýsingar á samfélagsmiðlum
    • Hugbúnaður fyrir samfélagsmiðlamarkaðssetningu


    Hvernig þú býrð til herferð á samfélagsmiðlum


    1. Ákveddu hvert markmiðið er með markaðssetningunni

    Eins og þú hefur kannski tekið eftir þá hefjast allar markaðssetningarherferðir með markmiði. Þú getur síðan valið réttu skrefin til að ná markmiðunum. Markmiðið með markaðssetningu á samfélagsmiðlum gæti verið að:


    • Koma af stað áhuga og mögulegri sölu
    • Auka meðvitund á vörumerkinu
    • Byggja upp lista með netföngum
    • Hvetja til þátttöku í samfélagsmálum
    • Auka umferðina á dropship verslunina þína


    2. Kynntu þér samkeppnina

    Áður en þú dembir þér í herferðina þá er gagnlegt að þú kynnir þér hvað keppinautarnir eru að setja inn á samfélagsmiðla. Taktu eftir:


    • Hvernig keppinautarnir laga efnið sitt að hverjum samfélagsmiðli
    • Hversu oft þeir setja efni inn
    • Hvers konar efni þeir eru að deila
    • Hvaða tón þeir nota
    • Hvernig þeir svara athugasemdum kúnnanna
    • Hvort þeir bjóði þjónustu við viðskiptavini á samfélagsmiðlum


    Þetta skref er gagnlegt til að fá hugmynd um hvað virkar hjá samkeppnisaðilunum og hvernig þú getur skarað fram úr.


    3. Skipuleggðu efnið

    Sníddu markaðsefni á samfélagsmiðlum eftir markmiðunum sem þú valdir í skrefi 1. Eftirfarandi er dæmi um áætlun fyrir efni á samfélagsmiðlum ef markmiðið er að auka meðvitund neytenda á vörumerkinu þínu:


    • Forðastu að vera bara með kynningarefni
    • Vertu ekta og sýndu persónuleika
    • Komdu af stað samstarfi við önnur vörumerki
    • Aðlagaðu efnið að hverjum samfélagsmiðli fyrir sig
    • Deildu einungis áhugaverðu og gagnlegu efni
    • Notaðu hágæðamyndir og myndskeið til að vekja athygli


    4. Höfðaðu til markhópsins þíns

    Markaðsherferð á samfélagsmiðlum fer í vaskinn ef þú þekkir ekki markhópinn þinn. Aldur, áhugamál, landfræðileg staðsetning, persónueinkenni, viðhorf, áhugamál, menntun og heimilistekjur eru mikilvægir atferlisþættir sem þú þarft að þekkja hjá markhópnum. Öll þessi gögn geta haft áhrif á hvernig markhópurinn vill hafa samskipti við vörumerki og hvaða efni þeim finnst heillandi.


    Hvernig þú aflar upplýsinga um markhópinn þinn:


    • Viðskiptavinakannanir
    • Umsagnir og athugasemdir viðskiptavina
    • Athugasemdir viðskiptavina við færslurnar þínar á samfélagsmiðlum
    • Helstu gögn úr netpöntunum viðskiptavina
    • Prófun á efni á samfélagsmiðlum til að sjá hvað er vinsælast


    5. Notaðu alla samfélagsmiðla

    Nýttu þér eins marga samfélagsmiðla og þú getur. Ef þú hefur ekki tíma til að vera með færslur á samfélagsmiðlum á hverri rás, reyndu þá engu að síður að búa til aðgang fyrir hverja rás. Þannig tryggirðu að þú sért opinber eigandi vörumerkisins þíns á þessum rásum þar sem þú getur sett inn grunnupplýsingar um fyrirtækið og hlekk á dropship verslunina þína.


    Mundu að samfélagsmiðlasíður eru fullkomnar fyrir hlekki og til að senda fólk áfram á netverslunina þína. Þannig eykurðu einnig leitarvélabestunina (SEO).


    Því fleiri samfélagsmiðla sem þú notar til að setja inn efni, því stærri verður áhorfendafjöldinn. Viðskiptavinir kjósa mismunandi hluti allt eftir því hvaða samfélagsmiðla þeir kjósa að nota helst. Með því að ná til viðskiptavinanna á sem flestum samfélagsmiðlum nærðu einnig að mæta þörfum viðskiptavinanna og auka líkurnar á sölu á netinu.

    Áfangi 4 : Markaðssetning í gegnum áhrifavalda

    Áhrifavaldar eru stafrænir efnissmiðir. Þeir búa yfir samfélagi á netinu með tryggum fylgjendum sem treysta skoðunum áhrifavaldanna og ráðleggingum þeirra varðandi vörur.


    Hvernig virkar markaðssetning í gegnum áhrifavalda?


    Markaðssetning í gegnum áhrifavalda er ein tegund af kostuðum netauglýsingum. Þetta er leið til að efla meðvitund neytenda um vörumerkið þitt, ná til nýs markhóps og auka sölutölurnar. Eftirfarandi eru nokkrar leiðir til að nýta sér áhrifavalda:


    • Vörugjafir: Vörumerki geta sent ókeypis vörur til áhrifavalda sem hluta af almannatengslastefnu fyrirtækisins. Áhrifavaldarnir eru ekki skyldugir til að kynna vöruna eða sýna áhorfendum hana.
    • Eingreiðsla fyrir efni: Vörumerki geta greitt áhrifavöldum fyrir styrkt efni. Þetta gæti til dæmis falið í sér að minnast á vöru eða gefa umsögn um hana í YouTube myndbandi, TikTok myndbandi eða á Instagram Story. Svo gæti það líka falið í sér að minnast á vöruna eða tagga hana í Facebook, Instagram eða Twitter færslu.
    • Frammistöðumiðað: Borgaðu áhrifavöldum eftir því hver frammistaða þeirra með styrkta efnið er. Þetta gæti verið verð-per-samskipti, verð-per-viðskiptavin eða verð-per-smell.
    • Samstarfsaðilar: Áhrifavaldar geta unnið sér inn prósentu af þeim hagnaði sem fæst við sölu á vörunum þínum. Þá eru þeir yfirleitt með einstakan afsláttarkóða eða hlekk sem áhorfendur þeirra geta notað.


    Er þess virði að nota áhrifavalda?


    Það eru skiptar skoðanir um hvort áhrifavaldar á samfélagsmiðlum séu enn viðeigandi og hvort neytendur treysti þeim. Nýleg en viðfangslítil rannsókn EnTribe frá árinu 2023 sýndi að nær 90% af 1.000 svarendum í könnuninni voru orðnir þreyttir á kostuðu efni frá áhrifavöldum.


    Rannsóknin benti til þess að "86% eru líklegri til að treysta vörumerki sem birtir efni frá notendum, samanborið við aðeins 12% sem hafa tilhneigingu til að kaupa vörur sem kynntar eru af áhrifavöldum."

    

    Önnur rannsókn af Matter Communications frá árinu 2023 á 1.000 þátttakendum leiddi hins vegar í ljós algjörlega öfugar niðurstöður. 81% neytenda sögðust hafa freistast til að kaupa vöru eftir að hafa séð vini, fjölskyldu eða áhrifavalda skrifa um hana.

    

    Samkvæmt könnuninni eru eftirfarandi týpur vinsælustu áhrifavaldarnir á samfélagsmiðlum:


    • Persónuleikar sem hægt er að tengja við (61%)
    • Sérfræðingar (43%)
    • Skemmtilegir persónuleikar (32%)
    • Metnaðarfullir persónuleikar (28%)

    

    Tekið var fram að aðeins 11% þátttakenda sögðust kjósa og treysta frægum áhrifavöldum.


    Hversu miklu þú þarft að eyða í markaðssetningu í gegnum áhrifavalda


    Þú ættir að geta fundið áhrifavald sem hentar ráðstöfunarfénu þínu. Áhrifavaldar sem eiga stóran áhorfendahóp taka hærra gjald á meðan minni áhrifavaldar eru á verði sem er viðráðanlegra. YouTube áhrifavaldar eru dýrari en áhrifavaldar á öðrum samfélagsmiðlum. Gjaldið fer aðallega eftir því hversu marga fylgjendur áhrifavaldarnir eru með og hversu margir áhorfendur eru virkir eftir hvert myndband.


    Eftirfarandi eru mismunandi tegundir af áhrifavöldum og hversu hátt gjald þeir taka*:   

    Tegund áhrifavalds Fjöldi fylgjenda Meðalkostnaður á hverja færslu á Instagram á hverja færslu á Instagram Meðalkostnaður á hvert YouTube myndband
    Nanó-áhrifavaldar færri en 1.000 10-100 Bandaríkjadalir 300 Bandaríkjadalir
    Míkró-áhrifavaldar 1,000-100,000 100-500 Bandaríkjadalir 900-2.000 Bandaríkjadalir
    Makró-áhrifavaldar 100.000-1 milljón 500-5.000 Bandaríkjadalir 3-5 þúsund Bandaríkjadalir
    Risastórir áhrifavaldar Fleiri en 1 milljón 5-10 þúsund Bandaríkjadalir 4-20 þúsund Bandaríkjadalir

    *Byggt á gögnum frá Influencer Marketing Hub (2022) , Klear (2019) og MySocial (2022).


    Vörumerki greiða yfirleitt áhrifavöldum 2.000 Bandaríkjadollara á hverja 200.000 fylgjendur.

    Áfangi 5: Leitarvélabestun (SEO)

    Leitarvélabestun, eða „Search Engine Optimization“ á ensku, er markaðsaðferð sem bætir sýnileika vefsíðunnar þinnar á leitarsíðum. Það að netnotendur finni dropship verslunina þína á fyrstu 2-3 síðum Google er gulls ígildi.


    Af hverju skiptir leitarvélabestun máli fyrir dropship rekstur?


    Ef það er auðvelt að finna dropship verslunina þína á netinu þá mun umferðin aukast og fleiri netnotendur skoða síðuna þína. Þetta þýðir hærri sölutölur og meiri tekjur. Leitarvélabestun er mikilvæg til að ná árangri í netverslun til lengri tíma!


    Hvernig þú getur bætt leitarvélabestun dropship vefsíðunnar þinnar


    Notaðu leitarorð

    Viðskiptavinir geta aðeins fundið vefsíðuna þína ef hún birtist á Google með leitarorðunum sem þeir leita að. Hugsaðu um hvaða orð eða orðasambönd einhver myndi tengja við vörurnar þínar. Til dæmis myndi viðskiptavinur sem vill kaupa barnarúm líklegast leita að: „vagga“, „barnarúm“, „ungbarnavagga“ eða „barnarimlarúm“.


    Hvernig þú velur leitarorð:


    1. Notaðu Google Adwords til að finna viðeigandi leitarorð.
    2. Notaðu Google Trends og Google Keyword Planner til að sjá vinsæl leitarorð ókeypis.
    3. Hugsaðu eins og viðskiptavinur og finndu leitarskilyrðin fyrir markhópinn þinn
    4. Skoðaðu hvað samkeppnisaðilarnir eru að gera með því að skoða kostaðar auglýsingar og leitarorðin í þeirra innihaldi.
    5. Notaðu leitarorðatól sem þarf að greiða fyrir á borð við Ahrefs og SEMrush.


    Fleiri greinar

    Hvernig þú leitar að leitarorðum fyrir Google Ads í dropship verslun

    

    Hvar þú getur notað leitarorðin þín:


    1. Í meta lýsingunni þinni: Þetta er lýsingartextinn fyrir hverja vefsíðu sem þarf að vera 140-160 stafabil.
    2. Í titiltagginu þínu: Þetta er textinn sem er 50-60 stafabil fyrir hverja vefsíðu.
    3. Í titilinum á greininni: Þetta eru fyrirsagnirnar sem þú notar í efni vefsíðunnar.
    4. Í fyrstu 200 orðunum í textanum: Það skiptir ekki máli hvort um sé að ræða blogg eða vefsíðu - það gerir gæfumuninn að nota leitarorð í fyrstu setningunum.
    5. Settu inn leitarorð á náttúrulegan hátt allsstaðar í efninu án þess að ofnota þau.
    6. Í síðustu 200 orðunum af efninu: Hér gildir sama reglan og með fyrstu 200 orðin - vertu viss um að nota leitarorð hér.


    Hlekkjatenging

    Hlekkjatenging er þegar aðrar heimasíður setja hlekk á dropship verslunina þína á síðuna sína. Þetta þekkist sem innri hlekkjatengingar, en þær eru hluti af ytri hlekkjatengingum. Þegar aðrar vefsíður vísa á vefsíðuna þína þá skapar það ekki aðeins meiri umferð um vefsíðuna þína heldur er það ein helsta leiðin sem Google notar til að ákveða hvert síðan þín fer í stigveldi leitarvélabestunarinnar.


    Það eru fjórar leiðir til að búa til innri tengingar:


    1. Bættu handvirkt við hlekkjum á vefsíður og skrám yfir netfyrirtæki
    2. Spurðu vefsíðueigendur hvort þeir vilji setja hlekk á vefsíðuna þína
    3. Greiddu fyrir hlekk á vefsíðuna þína ef það er ekki í boði ókeypis
    4. Búðu til gæðaefni eins og blogggreinar til að auka líkurnar á að annað fólk setji hlekk á vefsvæðið þitt á náttúrulegan hátt


    Samfélagsmiðlar og Google Ads

    Greiddu fyrir auglýsingar á Google og samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, YouTube, Twitter og TikTok til að bæta umferðina á vefsíðuna þína og færa þig hærra um set í leitarvélabestuninni.


    Smelligreiðsluauglýsingar hjálpa ekki beint við leitarvélabestunina en það fæst hins vegar óbeinn ávinningur af þeim:


    1. Neytendur sem sjá greidda auglýsingu hjá þér eru líklegri til að heimsækja vefsíðuna þína þar sem þú hefur lagt orku í að auka meðvitundina á versluninni þinni
    2. Neytendur gætu viljað heimsækja verslunina þína á náttúrulegan hátt eftir að hafa séð auglýsinguna þína í stað þess að smella á kostaða auglýsingu.
    3. Aukin vefsíðuumferð af kostaðri auglýsingu mun auka þá athygli sem vefsíðan þín fær þar sem fjallað hefur verið um hana á samfélagsmiðlum.


    Fleiri greinar

    Kennsluefni fyrir Google auglýsingar í dropship verslun

    Course 6


    Online marketplaces

    Dropship without creating an e-commerce store. Many successful dropshippers choose to be third-party sellers on online marketplaces. Examples include Amazon, eBay, Allegro, Bol, and Carrefour.


    What is an online marketplace?

    An online marketplace, sometimes known as an electronic marketplace, is an ecommerce site. It is defined by two criteria:

    

    • A wide variety of products available to purchase
    • There are third-party sellers

    This type of website allows consumers to browse a large number of products from many different sellers. 


    Why do consumers like online marketplaces?


    Digital shoppers enjoy using online marketplaces for these reasons:


    • It's easy to compare products 
    • It saves times searching for the best deal
    • Products have to pass quality standards and delivery times
    • A larger choice of products
    • The option to buy from overseas sellers
    • Bigger online marketplaces can offer better discounts

    Why sell via online marketplaces?

    Pros Cons
    • Take advantage of their big-budget marketing campaigns
    • Popular marketplaces have millions of visitors per month
    • Immediately access a large customer audience
    • High customer trust and loyalty
    • High customer brand awareness
    • Monitor your revenue with sales analytics
    • Easy and quick to get started
    • No costs for website creation, hosting, apps, or search engine optimisation
    • Strict rules for selling
    • Breaking any of the rules leads to the suspension of your account
    • High competition with other sellers
    • Some marketplaces don't allow branding on the outside of packages or customer invoices
    • Some marketplaces require that you have stock upfront in your inventory

    Dropshipping with Amazon 

    As of 2023, Amazon has more than 185 warehouses globally and operates in over 23 countries across five continents. In 2022, Amazon reported in their blog that it had 300 million active users. The American retailer hit USD 514 billion in 2022 in net sales worldwide, according to Statista.

    

    New dropshipping rules

    Recent changes in Amazon's terms and conditions in 2023 state specific rules for Fulfilment By Merchant (FBM) sellers. These are:

    

    • You must be the seller of records that appear on packing slips, invoices, and external packaging. It is strictly prohibited for any other name or company branding to be used that isn't listed as the seller of record.
    • Remove any packing slips, invoices, or external packaging that identifies a third-party dropshipper prior to shipping the customer order.
    • You must be responsible for accepting and processing customer returns.
    • Comply with Amazon's seller agreement policies (check for your specific country).

    

    Further reading: 

    Amazon dropshipping ideas

    Steps for setting up an Amazon store in the UAE

    Amazon Prime Day: What it means for your dropshipping store and how to take advantage of it

    

    Dropshipping with ManoMano


    ManoMano is a French online marketplace with a presence in Europe, the Middle East, and Africa (EMEA). It specialises in DIY, hardware, furniture, garden, sports equipment, and pet products.


    According to their website, ManoMano has 50 million online visits each month and 7.3 million active DIY, home and garden customers (as of 2023).

    

    To start dropshipping with ManoMano you need to create a selling account. These are the requirements for becoming a seller:

    

    • You must sell DIY, home and garden goods
    • Respond to customer messages within 24 hours
    • Send tracking identifiers to customers
    • A customer refund rate of less than 3%
    • Offer competitive prices
    • Submit 3 photos per product and description for the catalogue
    • Non-EU sellers need a European tax code and sell from European or ManoMano warehouses
    • UK sellers must have a UK tax code and sell from the UK or the EU

    The ManoMano selling terms are dependent on the country:

    

    • Payment of a monthly seller subscription
    • Agree to the ManoMano commission rate (12-20%)
    • Taxes are not included (price of the product plus shipping costs)

    Create a seller account on the ManoMano website according to the country where you want to sell.

    

    Further reading:

    How to sell on ManoMano: An online marketplace guide

    

    Dropshipping with Bol.com


    Bol.com is a Dutch online marketplace with a presence in the Netherlands and Belgium. It sells books, music, toys, sports equipment, furniture, garden, baby, pet, and beauty products. According to their website, Bol.com has 13 million active customers, 35 million items online, and 52,000 sellers (as of 2023). 

    

    To start dropshipping with Bol.com you need to create a selling account. These are the requirements for becoming a seller:

    

    • Be based in the EU
    • Minimum sales potential of €500k in the first year
    • Excellent record of sales in the international marketplace
    • Offer customer service in Dutch
    • Agree to use the Bol.com API to integrate products

    Create a Bol.com seller account here.

    Explore other online marketplaces

    Besides Amazon, there are many popular online marketplaces, varying in each country. See which marketplaces to consider with our guides below. They compare the most-visited online marketplaces in Europe, Australia, and the UAE.



    Top 7 Online Marketplaces in Italy (2023)

     

    Unlock the potential of the Italian market with our guide to the top 7 online marketplaces in 2023. Discover the key platforms to start your dropshipping business in Italy.


    Top 8 Online Marketplaces in Portugal (2023)

     

    Tap into Portugal's thriving e-commerce scene with our guide to the top 8 online marketplaces in 2023. From pet furniture to home decor, we help to position your dropshipping business for success.

     


    Top 9 Online Marketplaces in Spain (2023)

     

    Navigate the dynamic Spanish e-commerce landscape with our guide to the top 9 online marketplaces in 2023. These platforms offer ideal opportunities for dropshippers.

     


    Top 11 Online Marketplaces in the Netherlands (2023)

     

    Maximize your presence in the Netherlands with our guide to the top 11 online marketplaces in 2023. From furniture to outdoor gear, these platforms are meant for your dropshipping venture.

     


    Top 10 Online Marketplaces in France (2023)

     

    Capture the French market with our guide to the top 10 online marketplaces in 2023. Tweak your dropshipping strategy to the French consumer on these influential platforms.

     


    Top 4 Online Marketplaces in Austria (2023)

     

    Seize opportunities in Austria with our guide to the top 4 online marketplaces in 2023. Whether selling home goods or niche products, these platforms cater to the Austrian consumer.

     


    Top 8 Online Marketplaces in Germany (2023)


    Thrive in Germany's e-commerce market with our guide to the top 8 online marketplaces in 2023. Strategically position your dropshipping business for success.


    Top 7 Online Marketplaces in the UK (2023)


    Gear up for dropshipping in the UK with our guide to the top 7 marketplaces in 2023. Gain insights into consumer trends and preferences to elevate your dropshipping game.

     


    Top 7 Online Marketplaces in Australia (2023)


    Explore the Australian market with our guide to the top 7 online marketplaces in 2023. Whether your niche is home decor or outdoor equipment, these platforms cater to all.

     


    Top 16 Online Marketplaces in the UAE (2023)


    Enter the UAE market with our guide to the top 16 e-commerce stores in 2023. Strategically market your products on platforms that resonate with luxury-oriented UAE consumer.

    Course 7


    What is COD?

    What is cash on delivery (COD)?


    Cash on delivery (COD), also known as collect on delivery, is a payment method used by some ecommerce retailers. It allows the customer to order online but only pay once it is delivered to their door. 

    

    How does COD work?


    This payment method has various rules, depending on the provider. In some cases, customers don't have to pay immediately upon receiving their goods. They can decide after checking their purchase and trying them on whether or not they will keep them. 

    

    Deposite

    Often, a deposit is made by the customer at the time of purchase. This is to cover the risk associated with customers receiving their goods but not paying. 

    

    Leaving card details

    Alternatively, card details are given at checkout so the retailer can charge the customer if no payment is made after delivery. 

    

    Delivery payment

    Some businesses charge for the shipping only and allow customers to pay for the product once delivered.

    

    Can customers only pay with cash when using COD?


    Unlike the name suggests, there are different payment options for COD. These include cash, card, mobile, bank transfer, cheque, and digital wallet.

    

    What are the advantages of COD?


    The benefits of COD are:

    

    • It offers a flexible payment option for the customer
    • Attracts a larger customer base
    • The customer can review the product before purchasing
    • No dependency on card payments
    • No risk of online credit card fraud if using cash

    

    What are the disadvantages of COD?


    The downsides of COD are:

    

    • No guarantee that the customer will pay 
    • Possible high return rates
    • Extra preparation for the business

    

    Can I offer cash on delivery with dropshippingXL?


    At this time, dropshippingXL doesn't offer the option for cash on delivery with our delivery carriers.


    To let your customers pay by COD, you will need to have your own warehouse and delivery carrier. When your customer places an order, you will send the vidaXL package to your warehouse address. From here, you would send the package using your own shipping methods that support COD.

    

    Where is cash on delivery popular?


    Asia and the Middle East predominantly use cash on delivery for online purchases.

    

    According to a G4S report, 75% of online orders in these geographical regions are paid cash on delivery.

    

    This table shows some countries that have a high preference for COD as a payment method.

    Rank Country Popularity Source
    1 Vietnam 90% Asian Banking & Finance, 2017
    2 Romania 78% Cash Matters, 2021
    3 Indonesia 65% Asian Banking & Finance, 2017
    4 Bulgaria 64% Cash Matters, 2021
    5 Slovakia 64% Statista, 2021
    6 India 62% Rakuten Insights, 2022
    7 Pakistan 58% Checkout.com, 2022
    8 Malaysia 51% Asian Banking & Finance, 2017
    9 Hungary 50% Statista, 2023
    10 Thailand 49% YouGov, 2023
    11 Philippines 47% Asian Banking & Finance, 2017
    12 Jordan 45% Checkout.com, 2022
    13 Egypt 38% Checkout.com, 2022
    14 Qatar 22% Checkout.com, 2022

    How can I set up COD for my Shopify store?


    Cash on delivery may not be offered as a payment method by all ecommerce website providers. Shopify, for example, only offers cash on delivery for online stores in India that use Indian rupees as the store currency.

    

    You will need Shopify's Advanced Cash on Delivery app to set up this payment for an Indian Shopify store. Follow Shopify's cash on delivery instructions. 

    

    How can I set up COD for my WooCommerce store?


    WooCommerce allows users to set up cash on delivery as a payment option.


    Go to WooCommerce > Settings > Payments. On this screen, search under payment methods and look for "Cash on delivery."

    

    Use the toggle to enable this as a payment option on your dropshipping store. Follow WooCommerce's cash on delivery instructions.      

    

    Course 8


    Ecommerce website design

    How to improve your website for maximum sales

    

    An ecommerce website should be designed specifically for online consumers. This means, focusing on what online consumers need from a website to make it more convenient for them to browse and purchase. 

    

    Factors to consider:

    

    • Who is the target audience?
    • What do they need to do on the website?
    • What will make it easy for them to do this?
    • How can the customer journey be simplified?
    • How can purchasing be as easy as possible?


    Website user experience 


    Adjusting your website design to be more comfortable and convenient for your target audience is called improving the user experience (UX). It refers to the interaction a customer has with your brand and website.

    

    Best practices for UX:

    

    • Simplicity works best as customers want information and products quickly without being distracted.
    • Include a navigation bar so website visitors can easily find what they need. 
    • Don't clutter your website with too much text (website visitors usually skim-read).
    • Don't clutter your menus with too many options.
    • The website should load almost immediately to prevent visitors from leaving in frustration.
    • Design your website around the customer and how they will use your ecommerce store (less talking about the company and more function for the user).


    Further reading: How to provide a personalised customer experience in ecommerce


    Website speed

    

    According to Google and SOASTA Research in 2017, as many as 32% of online visitors will leave your website if it takes more than 3 seconds to load. Check your website speed for free using one of these tools:

    


    Further reading: 5 ways to improve a bad bounce rate for ecommerce websites


    Creating a home page that converts


    The home page of a website gives you a few seconds to impress online users. It's a chance to make it clear what you sell and why they should choose you over your competitors. If your home page is interesting to online users, they are more likely to stay, browse, and make a purchase.

    1. Start with an eye-catching headline

    

    This could be an introductory offer, a seasonal offer, or a summary of your services (or brand tagline) to draw online users in. It doesn't need to be directly at the top of the home page. It could be beneath your top menu and logo, but still "above the fold" (the top section of your web page before the user has to scroll down to see more). For example:

    

    • 20% off your first order
    • Black Friday deals
    • Cyber Week deals
    • The Christmas shop is open
    • Your next adventure starts here (e.g. for cycling or camping gear)
    • Toys for smart kids (e.g. for educational toys)


    Don't forget to show a call-to-action (CTA) alongside your headline. These are buttons with a link to direct your customers to the relevant web page. For example: 

    

    • Shop now
    • Browse deals
    • Browse offers
    • Shop offers
    • See offers
    • Shop gifts


    Further reading: What are calls-to-action? Examples for ecommerce

    

    2. Organise your main menu

    

    Your main menu is a powerful tool for your website visitors. If it's badly organised, you can lose potential customers. Organise your products into their categories and sub-categories. Then display the main categories in the main menu. 

    These are the primary pages to include in your main menu:

    

    • About 
    • Contact
    • Products (split into their relevant subcategories)

    

    You can look at your competitors to get an idea of how they have categorised their products and grouped them for the menu and sub-menus. Don't be worried if you have a lot of items in your main menu. If it helps customers to navigate their way around your website to find what they need, then it's good for UX.

    

    Further reading: How to create the perfect about us page (that makes money)

    

    3. Create a footer menu

    

    The footer menu isn't very exciting but it's necessary. It includes legal information and easy access to common requests such as returns, shipping, and FAQ details. As an example, your footer can have links to these web pages:

    

    • Privacy policy
    • Terms and conditions
    • Returns
    • Delivery information
    • Help (or FAQs)

    

    4. Show your products

    

    Once your customer can see above the fold what your website is about, they will be eager to see the products you sell. It's convenient to display these beneath the main menu and promotional banners. 

    

    As the customer scrolls down they will expect to see some products without needing to go through to another page. This helps them to decide if they are interested or not, and whether to stay and browse more.

    

    Since you will be showing a small selection of your product catalogue, you might like to split them into groups. For example, a pet shop might show a section with cat products, dog products, fish products, and reptile products. 

    Informative product pages

    

    Product pages are a key selling tool. This is where you will be able to entice your customers into making a purchase. These are some useful tips.

    

    Do:

    • Include relevant product details such as colour, number of items if it's a set, dimensions, brand, and weight.
    • Display the key features and benefits of each product.
    • Keep the copy short, useful, and easy to understand.
    • Use high resolution images of your products from different angles so the customer has a good idea of what they are purchasing.

    

    Don't:

    

    • Forgo writing about the features and benefits. This is crucial for painting a picture for the customer to show them how they must buy this fantastic product. It's also great for SEO if you include keywords.
    • Hit the customer with an essay about each product.
    • Forget to tempt customers with other products at the bottom of the product page e.g. "Similar items you may like" or "Customers also purchased." These encourage customers to stay and browse your dropshipping store.

    

    How to plan your website design

    

    Now that you have an idea about some of the content, it's time to plan the design and layout of your website. If you prefer to jump in the deep end, it might work for you to just get started and make adjustments as you go. This is easy to do when you are creating a website with a website builder or content management system.

    

    However, if you prefer to plan first, here are some options.

    

    Wireframes

    Wireframes are sketches of your website pages. They can be drawn with pencil and paper or digital drawing software. Website designers use these when pitching their ideas to clients and to help them visualise how they will build each page. 


    Drawing wireframes is quite quick and can save time by avoiding mistakes you might make if you jump in and start without a plan. It's also a great way to think about the layout without worrying about the content details such as photos, videos, colours, branding, and copy.

    

    How to use wireframes:


    • Use boxes to represent images
    • Use lines to represent text
    • Use shapes and boxes to represent buttons
    • Draw the basic outline of the main menu, text boxes, headers, footers, and search bar.


    Site map


    According to Google Search Central, a site map is an important map of your website. It is useful for users to navigate your website, especially if it has hundreds of pages. There are three types of sitemap:

    

    • One for developers 
    • One for search engines
    • One for human users

    

    It visually displays how to get to each webpage from the main menu, header and footer links. A sitemap can also be used for planning the layout of a website. Draw a site map with digital drawing software, a spreadsheet, or a writing document. 

    

    Additional benefits of a sitemap:

    

    • Generating a HTML or XML sitemap allows search engines to crawl your web pages easily and index your website (good for SEO)
    • They are great for new websites that have few external links directing to it. Again, this helps search engines to rank your website.
    • It is especially advantageous for websites that have over 500 pages.

     

    Course 9


    Customer service

    The importance of excellent customer service


    Providing excellent customer service is a crucial part of making sure your ecommerce business survives. Not only is it expected by online customers, but your successful competitors are offering this as well. Bad customer service leads to bad word-of-mouth and reviews, and a loss of repeat business. 

    

    Statistics


    The Shep Hyken survey in 2023 shows that 76% of customers would go to another competitor if they experienced bad customer service. The study also found that 82% of customers have more trust in a company that provides excellent support.

    

    Ecommerce customer service channels


    Ideally, you should provide your customers with support on as many channels as possible. These include:

    

    • Email
    • Live chat (human preferred)
    • Phone
    • Website form
    • Social media


    How can I handle customer complaints?


    Tips for handling customer complaints:

    

    • Respond promptly to all customer messages including complaints. Aim to reply within one business day to prevent the customer from having a worse experience with your brand.
    • Always use a courteous and polite tone.
    • Apologise for customer dissatisfaction and offer ways to rectify the problem such as a refund or sending another item.
    • Investigate customer problems diligently to show that you care about your customers and the service they receive.
    • When customers complain openly, for example, on social media, leave a public reply that you will handle the issue by a private message.
    • Have dedicated support channels for customer service, such as an email address, social media account, and/or telephone number.


    Further reading: Best practices for ecommerce customer service

    

    Templates for replying to customer complaints 


    There are some common complaints that you might receive at some point as a dropshipping business. You can write template responses to help you reply consistently and save time writing the same message to multiple customers. Here are some examples:

    

    I've been waiting for my order for weeks and it still hasn't arrived?

    

    • Ask for an order number if they didn't send one and if it's needed to find their order details
    • Apologise for the delay
    • If the tracking details show the order never arrived, it's recommended to offer a refund 


    Hi [NAME], we're very sorry to hear that your order hasn't arrived. I've checked your order number 1234 and I can see that it wasn't successfully delivered. To rectify the situation, I have authorised a full refund. Please allow 2-3 working days for the credit to show in your account. Our apologies again for this discrepancy and we hope that you will let us prove to you our true level of service in the near future.

    

    I contacted you a while ago about my order and I haven't had a reply?

    

    • Check to see the previous messages
    • Apologise if no response was given
    • Customise your reply depending on the situation
    • If possible, give clear dates of when they can expect a solution 


    Hi [NAME], I'm sorry to hear that you are still waiting for a response from our customer service team. This isn't our normal level of service. We can confirm that this issue has now been transferred to one of our specialists who is looking into the matter. Please expect a reply with further information by Friday. Thank you for your patience.

    

    I'm unhappy with the quality of my order. Can I get a refund?

    

    • This depends on the law in the country you are selling. Typically, customers have a legal right to a refund if they are unsatisfied with an unused product within 14-30 days.
    • If the vidaXL product hasn't been used, you can offer a refund once they send it back within the agreed time period.
    • If the product is claimed as faulty, ask for photos as evidence.
    • If a vidaXL product was damaged during transit or breaks within a short period of time, ask the customer to send the product back for a refund.
    • Check the laws in your area and the return policy published on your dropshipping store.


    Hi [NAME], we're sorry that you aren't satisfied with your order. Please send your unused item back to us within 14 days for a full refund. The address is listed below. Kindly note that customers will need to cover the cost of the return shipping. Thank you.  

    

    Part of my order is missing

    

    • If it's possible, check if the whole order was sent to the customer.
    • Send any missing products or missing pieces such as screws, nails, or accessories to assemble furniture, or issue a part refund.
    • If the customer still doesn't receive the missing parts or items, you can offer a full refund.


    Hello [NAME], we would like to apologise that your order has been sent incomplete. This is not our usual level of service and would like to correct this for you. Please confirm whether you would like us to send the missing items again without any charge, or if you would prefer a refund on these missing items. Thank you for your patience. 

    

    A product I want to purchase is always out of stock?

    

    • Give clear dates for when there is a restock if possible
    • Ask the customer to keep checking the website


    Hi [NAME], thank you for your message. We're sorry that you have been unable to purchase the [PRODUCT NAME]. This is an extremely popular item and it typically sells out within the first day of restock. Please keep checking our website to see the product availability. We are expecting another restock in the next week. 

    

    There is always a long wait on the phone and I can't get connected to a customer service specialist?

    

    • Apologise for the long delay to connect to the customer service team
    • If possible, arrange a call back
    • Ask if you can attend to their needs by email


    Hello [NAME], we are sorry that you are dissatisfied with our customer service call team. Unfortunately, we have been experiencing very high levels of incoming calls. Please send us your phone number and preferred time of day for us to call. One of our representatives will call you back.

    

    Why isn't there a phone number to call for customer service?

    

    • Explain that this is due to saved costs for the customer
    • Ask if you can help by email


    Hi [NAME], thank you for your message. In order to keep the cost savings low for our customers, we are unable to offer customer care by phone at this time. We are happy to assist you as much as we can by email. Please send your request and we will reply promptly. Thank you for your understanding.

    

    I'm unhappy with the customer service I have received 

    

    • Apologise for the customer's dissatisfaction
    • Look into the situation to see what happened
    • In extreme cases where the customer has been treated very poorly by a customer service specialist, offer a discount or complimentary gift card. 
    • If the customer has been difficult and the customer care team have tried to assist, then apologise and leave the issue.


    Hello [NAME], we are very sorry to hear that you were not treated with the proper care that we strive to provide to all our customers. To compensate for this, we would like to offer you a complimentary gift card to the value of €25 to spend on [WEBSITE NAME]. We truly value each of our customers and hope that you will let us prove to you our usual attentive customer care in the near future. 

    

    I have suggestions for the website and your products

    

    • Thank customers for sending suggestions
    • This information is valuable for improving your services
    • Consider creating a feedback prompt on the website or email survey 


    Hello [NAME], thank you for sending your feedback. We greatly appreciate suggestions from our customers as this helps us to improve our services. Your comments have been passed on to the relevant team for review. 

    

    Top tip:

    

    When relevant, personalise each message before you send it. You can address the specific concerns of the customer or ask any questions to assist you in rectifying the situation.

    Course 10


    Price comparison websites

    Description: Expand your customer reach by using price comparison websites for dropshipping. Find out how price comparison websites work, the benefits of using them, which ones are popular, and an easy walkthrough of how to register as a seller.

    

    What is a price comparison website?


    A price comparison website compares the prices of the products from different online sellers. They are popular with consumers for getting the best price for a particular item without spending hours researching each seller's website manually. Price comparison websites are also used to search for voucher and discount codes.


    Why do consumers like price comparison websites?


    The benefits for dropshipping on price comparison websites are similar to online marketplaces. These are:


    • Convenience: It takes less time to find the best supplier of a product
    • Price: It's easy for price-sensitive shoppers to get a great deal
    • Trust: Consumers trust well-known price comparison websites

    Why sell via price comparison websites?


    Advantages Disadvantages
    • They support cross-border sales
    • Easily integrate your ecommerce website with a price comparison website
    • Advanced search filter features on price comparison websites are popular with shoppers
    • Take advantage of their big-budget marketing campaigns
    • Get your products in front of a large audience quickly
    • High customer trust and loyalty
    • Monitor your revenue with sales analytics
    • Easy and quick to get started
    • Your prices must be low to attract price-sensitive shoppers that want the best deal
    • High competition with other sellers
    • You must have an ecommerce website
    • There are some prerequisites to qualify as a seller such as the country where based, customer service language offered, and return policy
    • There may be commission charged by the price comparison website

    Popular price comparison websites

    These are some of the most trusted and most visited price comparison websites in different countries around the world.


    USA


    1. Google Shopping
    2. Bizrate
    3. Bestproducts.com
    4. Yahoo Shopping
    5. Price.com
    6. Shopzilla
    7. Pronto
    8. PayPal Honey


    Canada


    1. Google Shopping
    2. Best Products
    3. Biz Rate
    4. Shopbot
    5. PriceBat
    6. PriceGrabber
    7. Shopzilla
    8. PayPal Honey


    UK 


    1. Google Shopping
    2. Price Runner
    3. Kelkoo
    4. Idealo
    5. Price Spy
    6. Price Checker
    7. Hot UK Deals
    8. PayPal Honey


    Europe


    1. Google Shopping (multiple countries)
    2. Kelkoo (multiple countries)
    3. Idealo (multiple countries)
    4. MyDealz.de (Germany)
    5. Bizrate (multiple countries)
    6. Secprf.com (multiple countries)
    7. Lemeilleuravis.fr (France)
    8. Comparis.ch (Switzerland)
    9. Prisjakt.no (Norway)
    10. Heureka.cz (Czech Republic)
    11. Trovaprezzi.it (Italy)
    12. Price Runner (multiple countries)
    13. Skapiec.pl (Poland)
    14. Moyo.ua (Ukraine)
    15. Beslist.nl (Netherlands)
    16. Cool Blue (multiple countries)
    17. Custojusto.pt (Portugal)
    18. Kuantokusta.pt (Portugal)


    UAE


    1. Google Shopping
    2. Tellmyprice.com
    3. Secprf.com
    4. Yaoota
    5. Pricena
    6. Kanbkam


    Australia


    1. Google Shopping
    2. Best Products
    3. Get Price
    4. Price Me
    5. Mozo
    6. My Deal

    

    Japan

    

    1. Kakaku
    2. Yahoo Shopping
    3. Shoply
    4. Aucfan
    5. Findki
    6. Starday